Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 12
12 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN Deilur um fóstureyð- ingar eru orðnar háværar enn á ný í Bandaríkjunum eftir að full- trúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti að framlengja bann við því að ríkið taki þátt í að greiða kostnað við fóstureyðingar. Málið kemur fljótlega til kasta öldungadeildar þingsins. Bæði andstæðingar og fylgismenn fóst- ureyðinga hafa blásið í herlúðra og ætla að beita öllum þeim þrýst- ingi sem hægt er til að hafa áhrif á niðurstöðu þingdeildarinnar. Eins og frumvarpið liggur fyrir í öldungadeild er ekkert ákvæði í þeim um fóstureyðingar. And- stæðingar fóstureyðinga berjast nú fyrir því að farin verði svipuð leið og í fulltrúadeildinni. Jan Schakowsky, einn þing- manna demókrata í fulltrúadeild- inni, segir fáránlegt að ætlast til þess að konur kaupi sér sérstaka tryggingu til að greiða fyrir fóstureyðingu. „Engin skipulegg- ur óvænta þungun,“ segir hann. Flestir repúblikanar og nokkrir tugir demókrata samþykktu fóst- ureyðingarákvæðið í frumvarpi um heilbrigðistryggingar, sem afgreitt var frá deildinni á laug- ardag. Ólíklegt þykir að frum- varpið hefði fengist samþykkt án þessa ákvæðis. Barack Obama Bandaríkjafor- seti segist vonast til þess að geta undirritað lögin, samþykkt frá báðum deildum, fyrir áramót. - gb 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins 19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 2 0 8 0 . Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfir- skriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 O kt ó b e r N ó ve m b e r 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Sun Mán Þri Mið Fim Fös La u 2009 E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 4 2 0 Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á landsbankinn.is. Skráning fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Barátta demókrata færist yfir í öldungadeildina: Hart deilt enn á ný um fóstureyðingar CLINTON MÆTIR TIL LEIKS Bill Clinton, fyrrverandi forseti, mætti á fund demókrata í öldungadeildinni til að stappa í þá stálinu fyrir baráttuna fram undan um heilbrigðis- tryggingar. NORDICPHOTOS/AFP SKRAUTLEG HAUSKÚPA Á allraheil- agramessu tíðkast það í Bólivíu að skreyta hauskúpur í kirkjugörðum. Ef vel er hugsað um þær er talið að þær verndi fólk frá illu. Þessi er með þrjár sígarettur í munni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSTÓLAR Lögmenn taka sér þrjár vikur til að kanna hvort grundvöll- ur sé fyrir sáttum í fimm af sex skuldamálum sem gamli Lands- bankinn hefur höfðað á hendur eignarhaldsfélaginu Imoni. Mál- flutningur vegna frávísunarkröfu sjötta og stærsta málsins fer fram um miðjan janúar. Málin voru tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gærmorgun. Haldið er uppi frávísunarkröfu í öllum málunum af hálfu lögmanns Imonar, en það er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann. Málið sem tekið verður fyrir í janúar er það langstærsta í hópn- um, en þar krefur Landsbank- inn Imon um yfir fimm milljarða króna. Sú skuld varð til örfáum dögum fyrir hrun bankanna í fyrra þegar Imon tók lán í Lands- bankanum fyrir kaupum á um fjögurra prósenta hlut í bankan- um. Lánað var gegn veði í stofn- fjárbréfum Imons í Byr spari- sjóði. Málin fimm sem frestað var og varða lægri upphæðir verða tekin fyrir dóm að nýju í byrjun desem- ber þegar liggur fyrir niðurstaða viðræðna lögmanna Imons og Landsbankans. Haft var eftir Geir Gestssyni, lögmanni Imons, í frétt blaðsins fyrir helgina, að ágreiningur væri um fjárhæð krafna og um verð- mæti innleystra veða. - óká Mál gamla Landsbankans á hendur Imoni: Lögmenn kanna leiðir til sáttaÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi for-sætisráðherra og félagar hans á Ítalíuþingi ætla að leggja fram frumvarp sem myndi losa hann úr snöru réttar- kerfisins vegna spillingarmála sem hann er ákærður fyrir. Réttarhöld ættu að hefjast í næsta mánuði vegna þess að lög, sem hann hafði áður fengið samþykkt á þingi til að koma sér undan réttarhöldum, voru felld úr gildi af stjórnlagadómstól. Gian- franco Fini, samherji Berlusconi, hafði lýst yfir efasemdum um nýju lögin, en nú virðast þeir hafa náð samkomulagi. - gb Berlusconi reynir á ný: Með nýtt frum- varp í smíðum SILVIO BERLUSCONI STJÓRNSÝSLA Átta mánuðir liðu frá því að eftirlitssviði Lyfjastofnun- ar var send fyrirspurn í tölvupósti seint á árinu 2008 og þar til svar barst nú í sumar. Stofnun in hefur ekki enn skilað greinargerð vegna úttektar sem gerð var á ónefndu apóteki um mitt ár 2008. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar eftir forkönnun á starfsemi Lyfjastofnunar. Megin- niðurstaða þeirrar forkönnunar er þó sú að ekki sé ástæða til að gera stjórnsýsluúttekt á starfsemi Lyfja- stofnunar. Sú niðurstaða byggist á því meðal annars að Lyfjastofnun hafi fram á síðasta ár afgreitt þorra verkefna sinna innan tilsettra tíma- marka. Undanfarin fjögur ár hafi einnig orðið framfarir hjá Lyfja- stofnun í 95 prósentum þeirra til- vika sem hugað var að varðandi yfirstjórn, veitingu markaðsleyfa, lyfjagát og eftirlit. Ríkisendurskoðun nefnir í skýrslu sinni sérstaklega að mikil- vægt sé að Lyfjastofnun vandi vel til allra ákvarðana; gæti meðal- hófs og sanngirni og byggi niður- stöður sínar á lögum. Þessi ábend- ing er sett fram eftir að rakið er að síðustu fjögur ár hafi átján kærur vegna stjórnsýsluákvarðana Lyfja- stofnunar verið sendar heilbrigð- isráðuneytinu. Fjórar séu enn í vinnslu, fjórar hafi verið dregnar til baka eða vísað frá en af þeim tíu ákvörðunum sem eftir standa hafi ráðuneytið fellt fimm úr gildi. - pg Ríkisendurskoðun finnur að tímafrekri meðferð mála hjá Lyfjastofnun: Átta mánuði tók að svara tölvupósti LYFJASTOFNUN Þótt uppsafnaður halli stofnunarinnar sé 108 milljónir króna á hún 144 milljónir króna á sjóði vegna þess að markaðar tekjur stofnunarinnar hafa verið meiri en áætlaðar voru. DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Reykjaness verið dæmd- ur til að greiða 150 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að ráðast á barnsmóður sína. Konan hlaut all- mikla áverka í andliti. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða henni 150 þúsund krónur í miska- bætur. Árásin var gerð í ágúst í fyrra. Konan bar að maðurinn hefði komið heim til sín ölvaður. Hann hefði viljað hitta son þeirra, sem er fimm ára. Maðurinn hafi vaðið inn í íbúðina og þegar konan bað hann að fara hafi hann gripið um andlit hennar og kreist og síðan hrint henni í gólfið. - jss Skal greiða 300 þúsund: Réðst á barns- móður sína Engin skipuleggur óvænta þungun. JAN SCHAKOWSKY ÞINGMAÐUR DEMÓKRATA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.