Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 43
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Sjá dagskrá á skessan.is nóvember 2009 egar Sigurður og Ragnar eru orðnir einir eftir er eins og slakni aðeins á einhverri spennu sem hvorugur þeirra hafði þó hugsað mikið út í. Til að byrja með halda þeir áfram að ræða um Laxness, talið berst að einu af æskuverkum hans, Heiman eg fór, sem lá óútgefið í handriti fram til ársins 1952. Þá sendi Ragnar eintak til Nordals, sjóðheitt úr prentsmiðjunni, sendi- herrann hefur lesið það spjaldanna á milli sér til nokkurrar ánægju en um leið gefur þessi gamli texti honum tilefni til hugleiðinga um höfundarferil skáldsins. „Mér liggur stundum við að finnast, þegar ég hugsa til Vefar- ans og annarra æskuverka Kilj- ans,“ segir Sigurður og hallar sér aftur með koníaksglasið í hend- inni, „að líf hans hafi orðið mik- ill flótti frá nútímanum og lengra og lengra aftur í fortíðina, frá því að lýsa auðugu sálarlífi, sem ef til vill er torvelt að ná listartökum á, til þess að leika sér að því primit- íva, af því að það er auðveldara og þakklátara efni – að hann hafi fórn- að sínum eigin þroska fyrir að vera „artist“.“ Ragnar segir að sér hafi dott- ið það sama í hug þegar hann las handritið að Heiman eg fór á sínum tíma. Hann á samt bágt með að sjá fyrir sér að ferill Halldórs hefði getað orðið öðruvísi, að úr penna hans hefðu getað komið einhverj- ar aðrar bækur en þær sem Helga- fell hefur verið að prenta og end- urprenta undanfarinn áratug og Ragnar selt í stórum upplögum. Hann telur sig skilja hvað Sig- urður á við þegar hann talar um leik skáldsins að hinu primitíva en bendir á að þótt skáldsaga eins og Gerpla gerist í fjarlægri fortíð sé ekki þar með sagt að hún snerti ekki nútímann. „Mér finnst bókin fjalla um öll þau vandamál, sem fyrir liggja í dag.“ Andúð á Atómstöðinni Samræðurnar sem hér eru að hefj- ast eiga sér langa forsögu. Það er ekki á allra vitorði en á liðnum árum hefur Sigurður orðið stöðugt gagnrýnni í garð Halldórs sem höf- undar. Afstaða hans hertist mikið eftir að Atómstöðin kom út árið 1948, þá bók kallaði hann „ómeti“ og lýsti yfir áhyggjum af því hvern- ig hún kynni að verka á yngri höfunda. „Það gæti, þegar á allt er litið, orðið þjóðarógæfa fyrir Íslendinga, að Halldór skuli vera annar eins snillingur og hann óneit- anlega er, þegar hann sem „leið- togi“ er slíkt skrapatól,“ sagði Nor- dal við þetta tækifæri. Ekki varð útgáfa Gerplu árið 1952 til að auka hrifningu hans. „Þetta er mikið vinnu-afrek, einkum að því er efni- við og mótun stílsins snertir,“ við- urkenndi hann reyndar í bréfi til Kristins E. Andréssonar þetta ár en sagði jafnframt að það væru „mikil tíðindi, ef þessi bók er tekin fram yfir fyrri bækur Halldórs, svo að öðru sé sleppt. Annars verður næsta fróðlegt að vita, hvernig fer með bókina, þegar stíllinn þurrkast svo út sem hann hlýtur að gera í þýðingu, jafnvel þótt vel verði gerð, og athyglin beinist að per- sónu- og tíma-lýsingunum.“ Í sama bréfi minntist Sigurður stuttlega á annað bindið af Íslenzkri menningu sem Kristinn vonast enn til að Mál og menning geti gefið út. „Andleg hitasótt“ Ragnar var aftur á móti afar hrif- inn af Gerplu. Haustið sem hún kom út var hann óþreytandi við að dásama þessa endurritun Halldórs á Fóstbræðra sögu og Ólafs sögu helga og ráðlagði flestum sem ekki höfðu sannfærst um ágæti verksins að lesa það aftur. Og þess vegna í þriðja sinn; með tíð og tíma kæmi að því að þeir sæju ljósið. „Nú er ég heltekinn af einhverri djöfullegri andlegri hitasótt samfara einhverj- um himinfögrum sælukitlum og kannast nú varla lengur við mínar fyrri áttir,“ sagði hann til dæmis þegar hann lýsti fyrir Magnúsi Ásgeirssyni hvaða áhrif endurtek- inn lestur á sögunni hefði á sig. Þetta er að vísu engan veginn í fyrsta sinn, sem ég kemst undir þess konar annarleg áhrif, en sjúk- dómurinn er af verstu tegund. Ég var oft vanur að grípa í Atómstöð- ina svipað og maður gerir, sem á geymda vínflösku ofan í kommóðu- skúffu hjá konunni sinni, sem bann- að var að hreyfa, en ég spýtti alltaf nokkru af því sem ég drakk út úr mér aftur með vott af ógleði. Nú finn ég ekki bragð af henni, en þessi rennur niður eins og eitur, sem maður er ekki öruggur um að nein laxering dugi til að hreinsa sig af. Þetta er abstrakt verk, áhrifin með svipuðum hætti og af síðustu kvartettum Beethovens.“ Pólitískur óþefur Í bréfi sem Ragnar sendi Sigurði milli jóla og nýárs 1952 kom fram aðeins flóknari afstaða til Gerplu. Hann viðurkenndi þar að við lestur bókarinnar sækti stöðugt á sig „sá óhugnanlegi óþefur, sem leggur af ýmsu því er Laxness hefir skrifað um heimspólitík, virðingarleysi fyrir helgidómum annarra manna og vissri tegund af sýndarmennsku, sem kemur fram í því að eigna sér það sem aðrir hafa gert. Kemur mér t.d. í hug tvennt, sem hvort tveggja nálgast fölsun að eigna sér eins og hann hefir gert verk Lárus- ar Pálssonar í Snæfríði Íslandssól og umfram allt verk Jóns Helga- sonar, sem er í þessari bók það afgerandi fyrir bókina að hún nálg- ast að vera verk þeirra beggja.“ Eigi að síður lýsti hann yfir ein- lægri aðdáun á snilld Halldórs, hug- rekki og vinnuþreki, sem væri „svo óvenjulegt að maður fyrirgefur þetta allt með ánægju er skáldskap- ur hans flýtur um æðarnar. Ég hefi nú eins og þú veist ekki neytt víns að talist geti utan þessarar frægu flösku, sem þú byrlaðir mér sællar minningar, en ef áhrifin af góðu víni eru notalegri en af Gerplu, þá fer ég alveg hiklaust að drekka.“ Í framhaldi af þessum orðum ræddi Ragnar ítarlega um jafn ólíkar hlið- ar verksins og persónusköpun, stíl og húmor. Í heild var bréf hans ítar- leg útlistun á kostum sögunnar og á köflum rökstutt svar við þeirri gagnrýni að skáldið væri að saurga fornritin með skrifum sínum. Á fertugasta og níunda afmælis- degi Ragnars, 7. febrúar 1953, settist Sigurður niður og skrif- aði knappt svarbréf þar sem hann byrjaði á að fullvissa pennavin sinn um að gagnrýnin afstaða sín til Gerplu mótaðist hvorki af andakt gagnvart fornbókmennt- unum né fordómum í garð sjálfs verksins. „Ég er nýbúinn (í 4. eða 5. sinn) að mæla með Halldóri til Nóbelsverðlauna (auk alls persónu- legs áróðrar í sama skyni), svo að ég veit mig alveg frían af löngun til þess að meta verk hans miður en að verðleikum. Og ég hef enga þess háttar tilfinningu gagnvart forn- öld né fornsögum, að hún skyggi á bók Halldórs eða ég hneyksl- ist á bókinni þess vegna, þótt ein- hvers konar samanburður sé vit- anlega óhjákvæmilegur.“ Sigurður minnti í þessu sambandi á að hann hefði sjálfur skrifað skopstælingu á Gunnlaugs sögu á yngri árum sem hann væri því miður búinn að týna. „En ég held, að þú hafir í einni setningu í bréfi þínu kom- ist næst kjarna málsins: „Áróður Halldórs fyrir hugsjón friðarins er ekki sérlega sannfærandi á þann hátt, að maður finni með hjart- anu, að hann elski frið, heldur ótt- ist ófrið.“ Er það ekki þetta, sem á skortir: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, / sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Hugvit- ið, artisteríið, er sannarlega í lagi. Þekkingin líka. En hjartað?“ Ragnar svaraði þessum athuga- semdum, og þá ekki síst tilvitnuninni Einar Benediktsson, með öðru NORDAL OG Ragnar í Smára Ragnar í Smára. Málverk eftir Nínu Tryggvadóttur frá dvöl hennar í Unuhúsi í stríðslok. Jón Karl Helgason sendir frá sér ævisögu – Mynd af Ragnari í Smára – í lok næstu viku, verk sem hann hefur unnið að í langan tíma. Verkið er óvenjulegt og mun vekja mikla athygli og umræður. Með góð- fúslegu leyfi höfundar birtum við part af samtali Sig- urðar Nordal og Ragnars Jónssonar á hótelherbergi í Stokkhólmi skömmu fyrir Nóbelshátíðina. FRAMHALD Á SÍÐU 2 „Þurfum við að ræða það eitthvað?“ Fangavaktin krufin SÍÐA 4 Stórlaxablús Drottningin hans Bubba SÍÐA 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.