Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 93
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 65 Kynbomban Megan Fox prýddi forsíðu tímaritsins New York Times Magazine í vikunni. Í viðtali við blaðamann blaðsins sagði Fox meðal annars að kvikmyndir hennar höfði ekki til kvenna vegna þess að þeim væri illa við hana. „Konur rífa hverja aðra niður. Stelpur halda að ég sé lauslát, ég hef verið með sama manninum frá því ég var átján ára. Málið er að ef þú ert aðlaðandi þá ertu sögð heimsk, lauslát eða lauslátur heimskingi. Það er í eðli kvenna að ráðast á hverja aðra.“ Í viðtalinu líkir Fox því að vera frægur við að vera lamb á fórnarstalli. Hún segist jafnframt hafa brynjað sig fyrir árásum fólks á persónu hennar með því að skapa nýja persónu sem hún leikur fyrir opnum tjöldum. „Fólk dýrkar þig fyrst en svo byrjar það að rífa þig niður. Maður verður eins og lamb sem á að fórna í nafni frægðarinnar. Ég skapaði persónu sem fólk getur fórnað. Ég er ekki tilbúin til að láta fórna sjálfri mér. Sannleikurinn er sá að hin sanna ég er falin mitt í allri geðveikinni. Enginn getur fundið mig.“ Segir stelpur halda að hún sé lauslát FALIN PERSÓNULEIKI Megan Fox segir að hin raunverulega Megan hafi ekki birst fólki enn. Leikkonan Angelina Jolie prýddi forsíður sex mest lesnu slúður- blaða Bandaríkjanna í vikunni. Fyrirsagnirnar voru ólíkar en flestar heldur neikvæðar í garð Jolie. Tímaritið Life & Style segir Brad Pitt vera óánægðan með það að Jolie hafi ákveðið að taka að sér hlutverk í kvikmyndinni The Tourist. Þrisvar sinnum á nokkuð stuttum tíma hefur Jolie látið þau orð falla að hún ætli sér að taka hlé frá kvikmyndaleik svo hún geti betur sinnt börnunum sínum sex. „Angelina leikur hlutverk hinnar umhyggjusömu móður og fyrirmyndarmaka einstaklega vel, en sannleikurinn er flóknari en það. Hún er háð frægðinni og þykist ekki lesa slúðurblöð eða njóta liðsinnis talsmanns. En sannleikurinn er sá að hún les víst slúðurblöð og í stað talsmanns er hún með einn færasta umboðs- mann Hollywood í vinnu hjá sér,“ sagði heimild- armaður í viðtali við tímaritið. Háð frægð- arsólinni The Flaming lips sýnir allsbert hippalegt fólk úti í skógi í nýjasta myndbandi sínu, ekki ósvipað og Sigur Rós gerði í fyrra. Mynd- bandið er við lagið „Watching The Planets“ sem er á hinni framúr- stefnulegu nýju plötu hljómsveit- arinnar, Embryonic. Í mynd- bandinu hamast nakið fólkið lengi vel á gegnsærri plastkúlu sem söngvarinn Wayne Coyne hefst við í klæddur í grá jakkaföt. Kúlan gefur sig loksins og hinir beru rífa söngvarann úr fötunum. í lok myndbandsins er hann kom- inn úr öllu líka og allir dansa naktir og glaðir inn í nóttina. Nú er bara spurning: hvaða poppari berar sig næst? Wayne á sprellanum WAYNE COYNE Í öllum fötunum á þessari mynd. SÖNN ÍMYND? Sumir vilja meina að Angelina Jolie sjálf og ímynd hennar sé tvennt ólíkt. Átta myndlistarmenn eiga verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Gallerí Havarí í Austurstræti í dag klukkan 15. Sýningin stendur yfir til 3. desem- ber. „Þetta er önnur sýningin sem við höldum og þetta gallerí hefur komið mjög vel út,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í Havarí. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Hildigunnur Birg- isdóttir, Einar Örn Benediktsson, Magnús Helgason, Lilja Birgis- dóttir, Sara Riel, Ingvar Högni Ragnarsson, Inga María Brynjars- dóttir og Gylfi Sigurðsson. Einar Örn mun sýna teikningar sínar en hann hefur í gegnum árin teikn- að á flestar kápur utan um bækur Braga Ólafssonar, félaga síns úr Sykurmolunum. - fb Átta sýna í Havarí EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Einar Örn á verk á nýrri myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag í Gallerí Havarí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.