Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 88
 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. STEVEN SPIELBERG ER 63 ÁRA Í DAG. „Það er fín lína milli ritskoð- unar og góðs smekks og sið- ferðislegrar ábyrgðar.“ Steven Spielberg er bandarísk- ur kvikmyndaleikstjóri sem hefur hlotið fern Óskarsverðlaun fyrir myndir á borð við Listi Schindlers og Saving Private Ryan. Landssamband hesta- manna heldur upp á sex- tíu ára afmæli sitt í dag með hátíðahöldum í Iðnó. Haraldur Þórarins- son, formaður LH, renn- ir stuttlega yfir upphaf sambandsins. „Rétt fyrir miðja síð- ustu öld var lítill áhugi orðinn á íslenska hest- inum og var hann helst haldinn í hestamanna- félögum í þéttbýli. Gunn- ar Bjarnason var á þess- um tíma hrossaræktar- ráðunautur í hálfu starfi. Hann kom eitt sinn á Hvanneyri þar sem saman voru komnir Jónas frá Hriflu, Guðjón Samú- elsson, húsameistari ríkisins, og Runólfur Sveinsson, skóla- stjóri á Hvanneyri. Þeir hvöttu Gunnar til þess að mana for- menn hestamannafélaganna til að stofna hestamannafélög hringinn í kringum landið til að standa vörð um kynbætur, ræktun og sýningar,“ segir Haraldur. Það varð úr, hesta- mannafélögum fjölgaði og síðan var Landssamband hesta- mannafélaga stofnað 18. desember 1949 og fyrsta mótið haldið á Þingvöllum árið 1950. „Þá var það stærsta samkoma sem haldin hafði verið frá lýðveldishátíðinni 1944 og komu þar saman um tíu þús- und manns,“ upplýsir hann en vegur hestamennskunnar hefur orðið æ meiri með árunum. „Fljótlega varð til alþjóða- samfélag í kringum hestinn sem kallast FEIF og beitti Gunnar sér einnig fyrir stofnun þess. Nú er íslenski hest- urinn haldinn í þremur heimsálfum, 18 þjóðlöndum og milli 50 til 60 þúsund manns sem halda milli 120 og 150 þúsund hross,“ segir Haraldur og bætir við að íslenski hestur- inn hafi ekki aðeins jákvæð áhrif á ímynd Íslands heldur sé einnig hægt að mæla áhrif hans í krónum. „Samkvæmt Hagstofunni skilar íslenski hesturinn rúmum milljarði á ári í beinni sölu. Síðan hefur komið fram í skýrslum að 18 til 20 prósent ferðamanna sem hingað koma geri það af því að íslenski hesturinn hafi vakið athygli þeirra á landinu. Út frá því má reikna að hesturinn skapi gjaldeyri upp á 17 til 24 milljarða,“ segir hann. Haraldur tekur fram að til sé listi yfir þær ástæður sem ferðamenn gefi upp fyrir áhuga sínum á landinu. „Í fyrsta sæti eru fjöllin, í öðru fossarnir og hverirnir og í því þriðja íslenski hesturinn.“ Íslenski hesturinn hefur sjálfur breyst töluvert á þessum sextíu árum. Mikið starf hefur verið unnið í ræktun og áhuginn á hestinum er gríðarlegur innanlands sem utan. „LH er til dæmis þriðja stærsta sérsambandið innan Íþróttasambands Íslands, aðeins knattspyrna og golf eru fjölmennari,“ upplýsir formaðurinn, en 10.500 manns eru skráðir í hestamannafélög á landinu, en auðveldlega má margfalda þá tölu með minnst tveimur þar sem oft er aðeins einn úr fjölskyldu skráður í félag. Þá snertir hesturinn einn- ig þjóðarsálina að mati Haraldar. „Þjóðskáldin ortu öll um íslenska hestinn og jafnvel er talið að þau hafi ort meira um hann en ástina,“ segir hann glettinn. Afmælishátíðin hefst í dag á fánareið að Iðnó klukkan 14.45. Klukkan 15 hefst svo afmælisdagskrá þar sem haldn- ar verða fjölbreyttar tölur, um sögu LH, hlutverk hestsins, tengsl hans við vísindasamfélagið, listir og menningu. solveig@frettabladid.is LANDSSAMBAND HESTAMANNA: 60 ÁRA Meira ort um hesta en ástina FORMAÐUR Haraldur Þórarinsson segir íslenska hestinn eina bestu landkynn- ingu Íslands. MYND/JE LANDSMÓT 2008 Fríður hópur hestamanna ríður inn á völlinn á Gadd- staðaflötum við Hellu. MYND/GÍGJA EINARSDÓTTIR Eiginmaður minn og besti vinur, faðir og tengdafaðir, Egill Egilsson eðlisfræðingur og rithöfundur, er látinn. Útförin verður frá Fossvogskirkju mánudag- inn 21. desember kl. 15.00. Jarðsetning að Stóranúpi sama dag. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sól á Suðurlandi, reikningsnúmer 0152 26 5226. Guðfinna Eydal Hildur Björg Eydal Egilsdóttir Haraldur P. Guðmundsson Ari Eydal Egilsson Bessi Eydal Egilsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Stefánsdóttir frá Hofi í Öræfum, lést á hjúkrunarheimili HSSA á Höfn, fimmtudaginn 10. desember. Hún verður jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Gunnar Páll Bjarnason Ingibjörg Ingimundardóttir Sigurjón Arnar Bjarnason Unnur Bjarnadóttir Jón Sigurbergur Bjarnason Áslaug Guðmundsdóttir Stefán Bjarnason Margrét Guðbrandsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma Auður Tryggvadóttir fædd á Fellsströnd í Dalasýslu, Lautasmára 39, Kópavogi, lést á Landsspítalanum við Hringbraut, 9. desember sl. Útförin hefur farið fram frá Digraneskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi G. Björnsson Kristín Emilsdóttir Guðbjörg Björnsdóttir Elísabet Björg Björnsdóttir Jón Engilbert Sigurðsson Pálmi, Auðunn, Stefán Geir, Hlynur, Heiðrún Björk, Helga, Margrét og Álfrún Lind Frændi minn, Grímur Magnússon frá Flögu, Króki, Flóahreppi síðast Sólvöllum, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. desember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra ættingja, Sigurbergur Brynjólfsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður minnar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, Erlu Rutar Guðmundsdóttur frá Eyri í Svínadal, Kambsveg 14, Reykjavík, sem lést 6. nóvember sl. Ólafur Ólafsson Ragna Rún Þorgeirsdóttir Erla Dögg Ólafsdóttir Fannar Geir Ásgeirsson Ólafur Óli Ólafsson Sandra Rut Fannarsdóttir Halla Rún Fannarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Erla Havsteen Þorsteinsdóttir Laugarnesvegi 42, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju hinn 22. desember kl. 13.00. Trausti Elliðason Garðar Norðdahlsson Viðar Elliðason Ásdís Sigurgeirsdóttir Sigríður Havsteen Elliðadóttir Kristín Havsteen Erludóttir ömmubörnin og systir hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Sören Magnússon Brekkugötu 50, Þingeyri, lést 15. desember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Minningarathöfn fer fram í Áskirkju hinn 21. desember kl. 14.00. Útför verður í Þingeyrarkirkju hinn 28. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Kristín Gunnarsdóttir börn þeirra og fjölskyldur. Elskulegur faðir minn, afi og langafi, Guðbrandur Loftsson fyrrum skipstjóri og bóndi frá Hveravík, Aðalbraut 4, Drangsnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur föstudaginn 11. desember. Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir Berglind Björk Bjarkadóttir Jón Ingibjörn Arnarson Guðbrandur Máni Filippusson Kolbrún Lilja Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún J. Hjartar hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Flyðrugranda 8, Reykjavík, sem lést mánudaginn 14. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju, mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Jóna Björg Hjartar Paul van Buren Sigríður Hjartar Stefán Guðbergsson Elín Hjartar Davíð Á. Gunnarsson Egill Hjartar barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.