Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 13
kvöld. Þar þrýstir hún hönd einhvers náunga, bendir upp í himininn og segir: „Sjáðu alla þessa fugla!“ Að öðru leyti er henni sama.“ Bíllinn mjakaðist upp hæðina. Jill stökk út og þrjú eða fjögur önnur börn. Svo hélt bíllinn áfram inn í borgina. „Til hvers ertu með þetta hlújárn, pabbi?“ Hópurinn í kring byrjaði að hlæja og benda. „Ég tók það svona með,“ sagði hann. „Komið nú, við skulum fara heim. Það er of kalt til þess að slóra hér. Heyrið þið nú, ég ætla að sjá hvert ykkar getur hlaupið hraðast, af stað nú!“ Hann var að tala við félaga Jill, sem áttu heima þarna í nágrenninu. Ef þau hlypu yfir engið, gátu þau stytt leiðina heim til muna. „Okkur langar til að leika okkur hér svolitla stund,“ sagði eitt þeirra. „Nei, þið farið beint heim, eða ég segi mömmu ykkar frá því.“ Þau hvísluðust á, stóreygð af undrun, og hlupu svo af stað. Jill leit ólundarlega á föður sinn. „Við leikum okkur alltaf hérna svolitla stund,“ sagði hún. „Ekki í kvöld,“ sagði hann. „Komdu nú, flýtum okkur.“ Hann gat séð mávana, hvernig þeir sveimuðu yfir engin, alltaf lengra og lengra inn á landið. Það ríkti grafarþögn. Ekkert hljóð kom frá þeim. „Sjáðu pabbi, sjáðu þarna út frá, sjáðu mávana." „Já, flýttu þér nú.“ „Hvert eru þeir að fljúga? Hvert eru þeir að fara?“ „Sjálfsagt inn í landið. Þar er heitara." Hann tók í hönd hennar og dró hana með sér. „Pabbi, hvað er þetta? Hvað eru mávarnir að gera?“ Mávarnir fylgdu fordæmi hrafnanna og dverg- krákanna. Þeir dreifðu sér í stóra hópa. Svo lögðu þeir af stað í allar áttir, þúsundir í hverjum hóp. „Pabbi, hvað er þetta? Hvað eru mávarnir að gera?“ Þeir voru ekki eins ákveðnir á fluginu og krák- urnar og hrafnarnir höfðu verið. Þeir hringsól- uðu hægt og flugu ekki jafn hátt. Það var eins og þeir biðu eftir einhverju merki. Eins og fulln- aðarákvörðun hefði ekki enn verið tekin. Dag- skipanin var ekki tilbúin. „Viltu að ég beri þig, Jill? Hérna, komdu á bakið á mér.“ Hann hélt, að hann kæmist hraðar með því móti; en svo varð ekki. Jill var þung. Hún rann niður á baki hans og svo var hún byrjuð að gráta líka. Ákafi hans og hræðsla höfðu smitað barnið. „Ég vildi að mávarnir vildu fara. Ég er hrædd við þá. Þeir eru að koma nær okkur.“ Hann setti hana niður aftur. Hann fór að hlaupa og reyndi að toga Jill með sér. Þegar þau komu fyrir hornið að búgarðinum, sá hann bóndann koma í bílnum út úr bílskúrnum. Nat kallaði á hann. „Geturðu lofað okkur að sitja í?“ sagði hann. „Hvað er um að vera?“ Mr. Trigg sneri sér við í sætinu og starði á þau. Svo varð kringluleitt og glaðlegt andlit hans að einu brosi. „Það lítur ut fyrir, að það fari að verða líf í tuskunum,“ sagði hann. „Hafið þið séð mávana? Jim og ég ætlum að láta þá hafa nokkur skot. Allir eru orðnir fuglaskoðarar, enginn talar um annað. Ég var að frétta, að þið hefðuð orðið fyrir ónæði í nótt. Viltu fá lánaða byssu?“ Nat hristi höfuðið. Litli bíllinn var fullur, og það var rétt hægt að koma Jill þar fyrir, ef hún settist á benzínbrúsa í baksætinu. „Ég kæri mig ekki um byssu,“ sagði Nat, ,,en ég væri þakklátur, ef þú ækir Jill heim. Hún er hrædd við fuglana." Hann var fáorður, því að hann vildi ekki tala um þetta, svo að Jill heyrði. „Allt í lagi,“ sagði bónd- inn, „ég skal fara með hana heim. En því verður þú ekki hér eftir og tekur þátt í veiði- ferðinni. Fjaðrirnar skulu svo sannarlega fá að fjúka.“ Jill klifraði inn, og bóndinn ók af stað, Nat fylgdi eftir. Trigg hlaut að vera vitlaus. Hvað hafði ein byssa að segja móti þessum flokki? Þegar Nat þurfti ekki leng- ur að hafa áhyggjur af Jill,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.