Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 24
Jane opnaði munninn snögg- lcga, en hætti svo aftur við að tala. Það mátti sjá á svip henn- ar, að hún var í algerri óvissu um, hvað gera skyldi. „Það — það kemur yður alls ekkert við,“ sagði hún með kokhreysti. Svo glennti hún upp augun, því að hún mundi allt í einu eftir at- riði, sem hafði farið framhjá henni. „Þér sögðust vera lykils- laus.“ „Það vildi hara svo til, að ég var með lykilinn á mér, þótt ég vissi það ekki. Og það var sannarlega heppilegt, þegar svona stendur á eins og hér. Setjum bara svo, að eitthvað kæmi fyrir, meðan þér væruð að heiman, og ungfrú Blanche þarfnaðist lijálpar? Setjuin svo bara, að eldur kæmi upp í hús- en ég er búin að ganga úr skugga um, hvað er eiginlega að ger- ast hér. Ég hreyfi mig ckki út úr húsinu', fyrr en ég er viss um, að ekkert ami að ungfrú Blanche.“ Eitthvert óvissublik sást gegn- um ofsann á andliti Jane. „Hún er —- sofandi,“ sagði hún svo. „Ég gaf henni svefntöflu.“ Frú Stitt kinkaði kolli reiði- lega. „Já datt mér svo sem ekki í hug. Þér bara farið að heiman og skiljið hana eftir í deyfi- lyfjamóki. Og ég geri ráð fyrir, að yður hafi ekki þótt það nóg, svo að þér þurftuð endilega að læsa herberginu hennar i þokka- bót.“ Hún þagnaði, og það var harður einbeitnissvipur á and- liti hcnnar. „Ég fer ekki fet héðan, fyrr en ég hefi fengið að i loka hana inni í herberginu hennar.. .“ Jane var orðin náföl af skelf- ingu. „Ég hef ekki gert það!“ hrópaði hún. „Ég hef ekki gert það!“ „Af hverju eruð þér þá svona logandi hrædd?“ spurði frú Stitt og lyfti hendinni ógnandi. „Nú gerið þér bara svo vel og opnið hurðina, og engan meiri þvætt- ing um þetta, heyrið þér það?“ En Jane mátti ekki mæla, starði aðeins á liana og hristi höfuðið þegjandi „Það er miklu betra fyrir yður að leyfa mér að gægj- ast þarna inn heldur en að verða að gefa lögreglunni skýringu á þessu.“ Frú Stitt kinkaði kolli í áttina til símans, eins og hún væri reiðubúin að taka . hann. „Eða viljið þér kannske heldur, var neydd til að staðnæmast á þröskuldinum og bíða þar, unz augu liennar höfðu vanizt myrkrinu. Þegar hún fór svo smám saman að átta sig á hlut- um þeim, sem þar voru, laut hún snögglega fram, og um leið glennti hún upp augun af furðu og hryllingi. í um það bil fimmt- án sekúndur stóð hún þarna og gat ekki dregið andann, en svo var eins og hún styndi líkt og dýr og um leið greip hún um dyrustafinn til að missa ekki jafnvægið og detta. Fyrir aftan hana stóð Jane, laut niður og tók hainarinn upp af gólfinu. Tíundi kafli. Hún raulaði gamalt lag, sem hafði verið eitt af uppáhalds- Framhalds sagan 12. hluti teikning Baltasar lögunum hennar endur fyrir löngu, og þegar hún lyngdi aug- unum, svo þau lokuðust næst- um, gat hún séð liafið. Hún sá öldurnar, þegar þær risu úti á bláum sjónum og nálguðust, seildust æ ofar eftir fjörunni, brotnuðu, féllu, leystust upp á sandinum í flissandi froðu. Og ef maður kunni líka að lygna eyrunum — en það varð maður að læra að gera inni í höfðinu á sér og i hugsunum — gat mað- ur heyrt öldugljáfrið, heyrt öld- urnar þruma, þegar þær brotn- j uðu, heyrt þær falla og hvísla við sandinn. Stundum virtist næstum mögulegt, ef hún liti ( aðeins upp, þá gæti hún fundið heitt sólskinið á andlitinu á sér. En hún vildi lialda áfram að fylgjast með öldunum —- varð að halda áfram að fylgjast með þeim —- svo að hún leit ekki upp. Og allan tímann heyrði hún föð- ur sinn leika á gítarinn og raula fyrir munni sér. inu. Annað eins gæti komið fyrir. Hafið þér haft fyrir þvi að hugsa um það?“ Aftur ummyndaðist andlit Jane af bræði. Hún stappaði í gólfið. „Yður kemur ekki við hvað ég hefst að í húsi mínu,“ hrópaði hún. „Það kemur yður ekki við! Þér eruð rekin! Snaut- ið þér út!“ „Jæja, kemur mér þetta ekki við, ha, er það?“ „Nei, nei, þetta kemur yður ekki hætis hót við! Eða nein- um öðrum yfirleitt! Þetta er mitt hús og ég skipa yður að hafa yður út úr því!“ ,,Yðcir hús!“ Frú Stitt gekk skrefi nær ungfrú Hudson, ógn- andi. „Ég skal bara segja yður, að það er hún ungfrú Blanche sem á þetta hús, og enginn ann- ar!“ Eldur brann úr augum Jane, eins og hún væri að verða vit- skert. „Út með yður!“ orgaði hún. „Út, út — á stundinni!“ En frú Stitt hristi aðeins höf- uðið og var hin rólegasta. „Nei, sei-sei-nei. Ég fer ekki fet, fyrr líta inn í herbergið hennar.“ Jane stóð hjá henni með op- inn munn og andaði ótt og títt. „Ég leyfi yður það ekki,“ sagði hún „Kemur ekki til mála! Og þér getið ekki neytt mig til þess. Svona nú, snautið þér bara heim til yðar!“ Frú Stitt gekk aftur skrefi nær henni. „Ég held,“ sagði hún, og rödd hennar var ótrúlega róleg og kuldaleg, „að þér ætt- uð bara að afhenda mér lykilinn að hurðinni þarna. Þér ættuð að gera það, ef þér viljið ekki hafa verra upp úr þessu,“ Jane lirökklaðist skref frá hcnni. „Hvað getið þér gert?“ sagði hún með skjálfandi röddu. „Ég læt yður ekki fá hann!“ „Jæja, þá það.“ Eftir stutta en áhrifaríka þögn hélt hún á- fram. „Þá neyðist ég bara til að kalla á lögregluna, eða hvað sýnist yður? Hvernig sem ég fer að því, er ég staðráðin i að komast að því, sem þér hafið verið að gera, hvað þér ætlizt fyrir með því að skrifa nafn ungfrú Blanche á ávísanir og að ég hringi?“ bætti hún svo við. „Á ég að gera það?“ Jane leit til liliðar og gler- perlan á húfunni hennar sendi frá sér ruddalegan geisla. Frú Stitt rétti fram aðra liönd- ina. „Svona, fáið mér lykilinn. Ég ætla aðeins að gægjast inn fyrir til að ganga úr skugga um, að ekkcrt sé að henni. Ef öllu er óliætt, þá fer ég, og þá er þetta allt lniið mál. Ég þarf þá ekki einu sinni að vekja hana. Svona nú, fáið mér lykilinn.“ Jane sá nú sitt óvænna, axlir hennar sigu, er lnin gafst upp við frekari mótþróa, og hún opnaði töskuna sina. Hún seild- ist ofan í töskuna og tók þar upp lykilinn að lierberginu. Augu hennar voru daufleg og ógerningur að átta sig á því, sem gerðist bak við þau, þegar hún lét lykilinn detta í fram- rétta hönd frú Stitt, en hún kinkaði kolli ánægð og stakk lyklinum í skrána. Þegar hún hafði hrundið hurðinni upp, sá liún, að lier- bergið var svo myrkt, að hún Ilenni þótti vænt um fjöruna, þótti vænna um liana en nokk- urn annan stað i heiminum. — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.