Vikan


Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 2
5? cc *-*h VÖ í FULLRI ALVÖRU Frekjan - þjóðarein- r kenni Islendinga Ef einhver þjóð hefur orðið heimsfræg fyrir frekju, þá eru það líklega helzt Þjóðverjar. Þýzkur íslandsvinur, sem hér var á ferð og þekkir orðið náið til íslendinga, lét svo um mælt í takmörkuðum hópi, að ugglaust væri það lán fyrir heiminn, að fslendingar væru aðeins innan við tvö hundruð þúsund. Hann sagði: „Ég er ýmsu vanur úr heimalandi mínu og kippi mér ekki upp við smámuni, en það verð ég að segja, að alveg hef- ( ur gengið fram af mér stundum, hvað fslendingar geta verið frek- ir. Maður gæti látið sér detta í • hug, að íslendingar væru almenn plága, ef þeir væru 200 milljón- ir í stað þúsunda". Alir vita, að Þjóðverjar þj'kja hvimleiðir túristar, en eftir því sem ég hef fregnað, eru íslend- j ingar á góðri leið með að vekja | á sér samskonar athygli, þar sem þeir koma helzt við í útiöndum. Að ekki sé talað um flott.ræfils- i háttinn, sem er kapítuli út af fyrir sig. Frekja er menntunarskortur og sá menntunarskortur á ekkert skylt við skólalærdóm. Lærðir menn eru því miður oft ómennt- aðir og frekir. Það sem ég undr- ast mest, er sú óskammfeilna frekja manna í háum stöðum, jafnt hjá einkafyrirtækjum sem því opinbera, þar sem búast mætti við að illa siðaðir menn kæmust síður í þesskonar stöð- ur. En sennilega er það vegna þess, að frekir og illa siðaðir menn eru duglegri að olnboga sig áfram. „Með frekjunni hefst það“ er máltæki, sem stundum heyrist og menn hafa gjarnan í munni, þegar þeir hafa komið einhverju áfram með tillitslausu framferði. Ekki er örgrannt um, að sumum framámönnum finnist það veikleikamerki að sýna ekki ! af sér þótta og frekju, jafnvel ; þótt engin ástæða sé til. Byrjunin er sú, að börn eru al- ' mennt frek við foreldra sína og illa öguð og í skólunum heldur agaleysið áfram. Og hvergi kem- ur frekjan skýrar í ljós en í um- ’ ferðinni á götum og vegum svo í og í umgengni. í því sambandi dettur mér í hug maður, sem ég : sá fyrir fáeinum dögum. Hann kom með slangur af gosdryklc.ia- ■ flöskum út úr búð og henti þeim svo þjösnalega inn í bílinn sinn, að flestar fóru í mél. Þá sópaði hann glerjahrúgunni út á götuna og ók svo sjálfur yfir hana um leið og hann tók af stað. Þar var dæmigerður íslending- ur á ferð. G.S. 2 VIKAN VfSUR VIKUNNAR Nú rekur hver ráðstefnan aðra er nóttin niðar af glaumi með ræðum og hátíðafundum norrænnar veizlugleði. þar tala menn yfirleitt tungum tveim — og fleiri á stundum. En þótt á þingum og mótum af þekking sé málum hagað Þar sitja menn sáttir að kalla um árangur þeirra allra en sumum er léttast í geði af einskærri hógværð er þagað. :Rekst tröllaukinn klettur á jörðina, eftir tæp tvö ór? IÞetta er töluvert athyglisverð spurning, og því miður igetur svarið allt eins orðið iókvætt. Úti ( himingeimn- tum er risavaxinn klettur ó ferðinni, einn og hólfur kíló- imeter á kant, ef rétthyrndur væri. Hann er leifar af ístjörnu, sem splundraðist, og heitir Ikaros. Og eins iog hann stefnir núna, er ekkert líklegra en hann rek- iist á þessa vora jarðkúlu hinn 20. júlí 1968, og gíg- lurinn, sem myndast myndi, lenti Ikaros á landi, yrði inógu stór til að gleypa alla New York borg með skúr- lum, hjöllum og skýjakljúfum, svo ekki sæist tangur ceftir. Við flytjum grein um þennan ógnþrungna klett tog meira að segja mynd af honum. Í NIESTU VIKU Heiiagur Jón og hefnarinn, heitir grein eftir Ævar R. Kvaran, sem um árabil hefur verið feikn vinsæll út- varpsfyrirlesari, en hefur nú tekið að rita greinar fyr- ir Vikuna af og til. Þessi hans fyrsta grein er um Jón biskup Ögmundsson og kraftaverk, sem hann gerði úti í Niðarósi, þegar hann var að læra, stórmerki, sem allir undruðust, og ekki sízt kóngurinn. Þá má nefna greinina Mannfórnir, sem fjallar um álagið á íslenzk- um húsbyggjendum, sem verða árum saman að standa í stöðugu stríði við lánafjárskortinn og iðnaðarmanna- vandann, svo ekki sé minnzt á það vinnuslit, sem því fylgir að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ekki sízt núna eftir að Seðlabankinn hefur mælzt til þess að dregið sé úr (!) lánum til húsabygginga, meðan allir eru í húsnæðishraki og hárri leigu. Af öðru efni er rétt að nefna greinarkorn um siðferðið í Svíþjóð, þar sem fimmta hver eiginkona kiknar undan því að halda hjúskaparheitið, og hvað þá um eiginmennina? — myndafrásögn frá Indlandi og ýmislegt fleira, auk fastra liða. í ÞESSARIVIKU PRENTAÐI SEÐLANA HEIMA. Bls. 4 NÝNAZISTAR - ÞEIR HAFA EKKERT LÆRT OG ENGU GLEYMT Bls. 10 IHELGARDVÖL í PARÍS. Smásaga ...... Bls. 12 MODESTY BLAISE.................... Bls. 14 EFTIR EYRANU ..................... Bls. 16 íí ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA. Bls. 18 ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Bls. 22 GIANMARIA YFIRVINNUR FEIMNINA. Smá- saga................................ Bls. 24 ÉG ER ALIN UPP VIÐ MEISTARA JÓN. Viðtal við Jakobínu í Garði.................. Bls. 26 VIKAN OG HEIMILIÐ. Ritstjóri Guðríður Gíslad. Bls.46 Auk þess: Skrýtlur, krossgáta, stjörnuspá, Pósturinn og ýmislegt fleira. attstjórt: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: Sigurð- ur Hreiðar og Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 30. Áskrift- . arverð er 400 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. FORSlÐAN Á þeim t!ma, sem forsíðumyndin að þessu sinni sýnir, voru bifreiðarnar enn ó barnsskónum. Teikn- arinn hefur stillt sér upp ó búluvarða í París og teiknar þar Renault — líklega 1905 árgerð eða þar um bil, þá nýjan bíl en í okkar augum merkilegt fornaldarfarartæki. Inni í blaðinu er meira um þessa gömlu góðu daga og þau farartæki, sem þá voru ný og fín. HÚMOR í VIKUBYRIUH VIIvíVN S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.