Vikan


Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 25.08.1966, Blaðsíða 12
SMASAG EFTIR LAWRENCE DURREL í UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI GETUR MAÐUR ÁTT VON Á ÝMSUM TEGUNDUM GEÐVEIKI. EN Á MA NEYÐI MANN TIL AÐ DRASLAST MEÐ BEINAGRINDINA AF MIRIAM FRÆNKU UM PARÍSARBORG, Ég var að fara í frí, úr utanríkisþiónustu henn- ar Hótignar, og ég gerði þó regindellu að spyrja yfirmann minn, Polk-Mowbray, hvort ég gæti ekki gert honum einhvern greiða, rekið fyrir hann einhver erindi, í höfuðborgum þeim, sem ég ætlaði að koma við í, á heimleiðinni. Þetta var auðvitað aðeins boðið til mála- mynda, og engum hefði nokkru sinni dottið í hug að taka slíku boði. En hann gerði það nú samt. Hann horfði á mig, og mér fannst hann dálítið voteygður. Svo sagði hann, með hljóm- lausri, biðjandi rödd: ■:'S| 11 — Þú getur gert mér ómetanlegan greiða, Antrobus; þú, með þína þroskuðu dómgreind, aðlaðandi framkomu, föðurlegu umhyggju .... (allt gat þetta staðizt, að svo komnu). — Ég á frænda, sem heitir O'Toole, regluleg- an vandræðapilt, hélt hann áfram, — sem er að lesa læknisfræði í París. Ég er hræddur um að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir hann. Hann er nefnilega nokkuð undarlegur, satt bezt að segja, þá er hann hræðilega fáránlegur. Fyrsta tilkynningin frá honum: „Carremente funeste", hvað sem það nú þýðir. (Franskan hans Polk- Mowbray var svolítið farin að ryðga, og það var mín reyndar líka. Það er að segja við get- um báðir sagt, „Cueillez dés aujourd'hui les roses de la vie" — „týndu rósirnar, meðan tími er til þess", — með sæmilegum framburði, þeg- ar við þurfum að fara í gegnum tollinn, en þótt það hressi upp á andrúmsloftið, er það ekki til mikils gagns). Ég fór að vera á verði. — Heyrðu, vinur minn, vertu nú góður drengur og gerðu þetta fyrir mig, sagði hann. — Það eina sem ég bið þig um er að hafa upp á drengnum og senda mér ábyggilegur fréttir af honum. Það getur verið að þið eigið eitthvað sameiginlegt, hver veit? Þú verður nú alla vega einn eða tvo daga þar, til að fá þér ókeypis máltíð og kiaftatörn við vin okkar Tadpole í sendiráðinu. Fórnaðu nú einum eftirmiðdegi fyrir þennan farandi svein. Það hefði verið grimmdarlegt að neita þessu, þegar hann bar það fram á þennan hátt, svo ég samþykkti að reyna: O, vei mér aumum, já ég samþykkti! En ég var með áhyggjur af þessu. Þegar ég nuddaði rakspíranum framan í mig, eftir raksturinn í Austurlandahraðlestinni, horfði ég á sjálfan mig í speglinum, með heilagri vand- lætingu. Að hugsa sér, svona laglegur og sak- laus, en samt svona einfaldur! Allt virtist vera á móti mér. Ég kom til París- ar á einum af þessum löngu þióðhátíðardög- um, sem geta staðið allt að því viku. Allt var lokað. Engir burðarkarlar. Enginn bíll frá sendi- ráðinu, ekki einu sinni nokkur maður þaðan. Jafnvel sendiráðið var lokað og allir þar farn- ir eitthvað út í buskann. Ritari Tadpoles var á sníglaveiðum. Þetta alauða sendiráð var í vörzlu gamallar þvottakonu og dyravarðar, sem pest- aði af Pernod. Ég hafði reiknað með baði, góðri máltíð og húsnæði hjá einhverjum af yngri starfs- mönnunum, sem hefði verið stoltur yfir því að fá að hýsa mig. Alvarlegri var þó fjárhagshlið- in, ég var með eitthvað af mynt en engan Framhald á bls. 33. ,,,,,,,, ■ ' ' ■ ' r ' ' ■ 1 í • m| L,. 3 ] j . t’ li 1 | í L. - 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.