Vikan


Vikan - 17.11.1966, Síða 26

Vikan - 17.11.1966, Síða 26
í haust dvaldi hér um tíma sænska kvik- myndaleikkonan Ingela Brander, sem um þessar mundir nýtur mikilla vinsælda í Evrópu sem saxófónleikari og söngkona. Með henni í för var umboffsmaður henn- ar, Fritz Ruzicka. VIKAN bauð Ingelu í ökuferð um borgina og næsta nágrenni hennar einn góðveðursdaginn í haust og frá því ferðalagi eru meðfylgjandi mynd- ir, sem Kristján Magnússon tók. — Ingela hefur farið víða um heim, en lét í ljós ákafa hrifningu yfir Islandi og íslending- um. Hún gat þess við okkur Vikumenn, að hún hefði stundum velti því fyrir sér, af hvaða þjóðerni hún gæti hugsað sér að eiginmaðurinn væri, og nú væri hún kom- in að þeirri niðurstöðu, að hann mætti gjarnan vera íslenzkur — en á íslandi vildi hún ekki eiga heima. Hins vegar væri margt, sem mælti með því að koma hingað við og við, og þá ekki sízt íslenzku hestarnir, sem unnu ást hennar við fyrstu sýn. Hún hafði jafnvel við orð að kaupa sér íslenzkan hest — og þá náttúrlega líka jörð í Danmörku, þar sem hún held- ur til, því hesturinn þarf bæði svigrúm og gras. Það þarf Bronco eða ámóta farartæki til að komast ómæddur upp á Úlfarsfell. Ingela var afarhrifin af þeim rauða, sem við fengum lánað- an, og vildi fá að vita um hestaflatölu, gírahlutföll og aðra tæknilega hluti, enda tæknimenntuð sjálf. Heima á hún nýjan Mercury og Volvo Sport og segist helzt ekki hera við að keyra undir 120. ■; : : ;':| í : í :• •• yy.yy/.-y.-ýy.ýý Efri mynd til vinstri I»ótt hitaveitan gerði ekki betur en að hafa undan í fyrstu frostum í liaust, þá var samt hlýtt í skjóli um miðjan daginn# þegar sólin skein, og hvað er betra en að hvíla sig í sólaryl eftir skvamp í volgu vatni. Gestur í Meltungu á hund sem heitir Dóni. Margir bæru þó nafn- ið með meiri rétti, því Dóni í Mel- tungu er afbragð annarra hunda um alla framkomu og kjassfenginn í meira Margir eru hrifnir af Vesturbæjarsundlaug, í þeirra hópi er Ingela Brander, sem naut þess að leika sér við börnin í haustsól og hlýju vatni# \ * f & m Óvíða í nágrenni Reykjavíkur er fallegra útsýni en ofan af Úlfarsfelli. Að melbungunni vestan við Stórahnúk sér útyfir Kjalarnes og Sundin til Akraness annarsvegar, en hinsvegar yfir Reykjavík og Kópavog. Myndirn- ar tvær fyrir miðju eru teknar þar uppi og sér á annarri yfir Reykjavík, en á hinni myndinni situr Ingela á vörðu, með Móskarðshnúka í baksýn. Gestur bóndi í Meltungu í Kópavogi var að reka saman fé uppi á Vatns- endahæð og dansmærin reyndist liðtæk að hlaupa fyrir rollurnar. Á mynd- inni hér fyrir neðan er hún komin inn í króna til þeirra og spilar fyrir þær á saxófóninn, en einangrarnir á loftnctsstögunum koma eins og hljómar iit úr hljóðfærinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.