Vikan


Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 11.05.1967, Blaðsíða 49
ir“, sagði hann, „þið skuluð fá olíuna, en svo ætla ég að segja ykkur nokkuð á eftir“. Hann var orðinn eldrauður í framan og bullsveittur, og svona á sig kom- inn skauzt hann inn í búrið og kom þaðan út með fimm gallóna brúsa. „Sko“, sagði hann, „ég ráðlegg ykkur að láta nú steikja þennan fisk vel, því að óvíst er að þið fáið neitt gott að éta á næstunni. Ég ætla ekki að leggja mig fram við að elda ofan í ykk- ur framvegis, það borgar sig ekki. Héðan af fáið þið ekki annað hjá mér en réttan og sléttan herskálamat, eins og hann gerist víst víðast“. Hann var svo skörulegur að þeir hörfuðu ósjálfrátt. „Farið þið nú út úr eldhúsinu, þið haf- ið ekkert hér að gera“. Þeir lurfuðust út, eilítið skömmustulegir. Carter leið illa, og hann skammaðist sín með sjálfum sér, og vissi að hann hafði ekki meint það sem hann sagði. En hálftíma seinna, þegar hann fór úr eldhús- inu og í gegn um stóra svefn- skálann, heyrði hann ruddalega hlátra og heyrði nafn sitt nefnt, og síðan var aftur hlegið. Hann svaf illa þessa nótt og vaknaði klukkan fjögur, og klukkan fimm var hann kominn að verki í eld- húsinu, stóð þar fölur og óró- legur og beið eftir eldamönnum sínum. Morgunverðurinn var nokkuð sem sagði sex í þetta sinn. Carter rótaði í búrinu að baka til og fann það sem hann leitaði að: niðursuðudós með eggjadufti, síðan um árið þegar nýorpin egg fengust hvergi, og þykkt lag af ryki á. Eldamenn- irnir horfðu á hann hissa þegar hann var að hræra þetta út í vatni. Svo kveikti hann undir þessu áður en það var hálfhrært út í vatninu, tók það svo af allt kekkjótt, og ýmist blautt eða óhrært, og svona fengu þeir það. Kaffið var hálfkalt, ristuðu sneiðarnar kolbrenndar, hafra- mélsgrauturinn viðbrenndur. Þeir settu skeiðarnar í grautinn en gátu ekki meira, supu var- lega á kaffinu, töluðu í hálfum hljóðum. Ólundin rauk eins og óholl gufa um allt eldhúsið. Klukkan tólf tók Carter upp niðusuðudósir með kjöti og græn- meti. Þetta setti hann í pott og hitaði til hálfs. Með þessu bar hann brenndar baunir og kar- töflustöppu sem var eins og hálmur á bragðið. A eftir fengu þeir eina niðursoðna ferskju hver, hálfvolga, og kalt kaffi. Næstu þrjá dagana fór þessu sama fram. Carter gerði matinn eins vondan og framast var unnt, og fannst það jafnvel enn ó- skemmtilegra en þeim að éta hann. Hann fór burt úr eldhús- inu þegar kom að matmálstíma og lét eldamenn sína taka á móti hópnum, sat sjálfur inni í her- bergi sínu og skammaðist sín ákaflega, en beit samt á jaxlinn og lofaði sjálfum sér að gefast aldrei upp. Carter vann þetta stríð. Á fjórða degi kom sendinefnd og vildi friðmælast. Þeir sögðust hafa fundið það vel hve góður matreiðslumaður hann var, þó þeir segðu ekki neitt, sögðust sjá eftir að hafa verið svona vondir við hann, hlustuðu á mótmæli hans, hlustuðu á kvartanir hans, og Carter fyrirgaf þeim alls hug- ar feginn. Og um kvöldið var mikil veizla: steiktir kjúklingar með grænmeti, snjókaka með sítrónubragði og súkkulaðikaka. Kaffið brenndi þá á vörunum. Og allflestir kváðu upp úr með það hvað þetta væri gott. Á næstu vikum dró nokkuð úr hrósinu, en þagnaði aldrei alveg. Carter fór að þykja nóg um áð- ur en lauk. Hann fann að þeir voru að sleikja sig upp við hann, og langaði til að láta þá vita, að nóg væri komið, hann kærði sig ekki um meira. Eldhúsið varð viðkunnanlegur og vistlegur staður. Þeim varð meira að segja vel til vina, hon- um og Hobbs, stóra Suðurríkjfv manninum. Hobbs kom til hans og talaði lengi um fyrir honum. Hann talaði um föður sinn, vin- stúlkur sínar, beindi talinu óbeint að því er þeir voru nærri því komnir í hár saman, og með hátt- visi Suðurríkjamanns sagði hann: „Sjáðu, sko. Ég sé eftir því að ég talaði svona af mér. Það var alveg rétt af þér að ætla að fara í mig, og ef þú ert ennþá vond- ur skaltu gera það, en ég vildi nú helzt að þú gerðir það ekki". „Nei mig langar ekkert til að fljúga á þig núna“, sagði Carter hlýlega. Þeir brostu hver við öðrum og voru samstundis orðn- ir vinir. Carter fann að hann hafði áunnið sér virðingu Hobbs. Hobbs virti hann fyrir það að hafa ætlað að etja kappi við hann. Þetta var nokkuð sem Hobbs kunni að meta. Carter líkaði svo vel við hann á þess- ari stund, að hann óskaði sér að vinátta þeirra væri nánari. „Heyrðu mér“, sagði hann við Hobbs, „ég þarf að segja þér nokkuð. Ég seldi aldrei neitt á svörtum markaði. Ég er ekkert að hrósa mér af því en sannleik- urinn er sá, að ég gerði það ekki.“ Hobbs setti í brýrnar. Það var eins og hann vildi segja að Carter hefði ekki þurft að vera neitt að bera þetta af sér. „Ekki átel ég neinn fyrir að gera sér mat úr því sem hann hefur til umráða, það held ég allir geri. Ætli ég geri það ekki líka. Ætli ég hafi aldrei tekið bensín úr geyminum. Ég lét þá líka hafa það, strákana þegar þeir þurftu að bregða sér á leik, já ætli ekki það“. „Það er eins satt og ég sit hér, ég seldi aldrei neitt“, sagði vesl- ings Carter. „Ef ég hefði nokk- urntíma selt nokkuð á svarta- markaði, þá hefði ég líka fengið ykkur olíuna umyrðalaust“. Aftur hnykluðust brýrnar á Hobbs, og Carter þóttist nú sjá Framhald á bls. 51. 19. tbi. yiKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.