Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 20
DREPLEIDINLEGUR OG STORVINSÆLL ans, og sú eldri, Tricia, hvikar ekki frá því að hún sé ósköp hversdags- leg og venjuleg stúlka, sem af til- viljun einni saman eigi heima í Hvíta húsinu. Því hefur heyrzt fleygt að eitthvað sé á milli þeirra Barrys Goldwaters yngra, sonar senatorsins fræga frá Arizona, en þau sjálf og aðstandendur þeirra vísa öllum spurningum þar að lút- andi á bug með fyrirlitningu. Raun- ar kváðu þau ekki hafa sézt nema einu sinni; í miðdegisveizlu í Hvíta húsinu, þar sem Barry var borð- nautur Triciu. Samkvæmt frásögn eins gestsins fóru leikar með þeim sem nú skal greina: Barry: Þú ert dásamlega fögur. Tricia: Þakka þér fyrir. Barry: Þú hefur það fallegasta hár sem ég hef nokkurn tima séð. Tricia: Þakka þér fyrir. Barry: Það væri gaman að fá að sýna þér Kaliforníu. Tricia: Eg er fædd í Kaliforníu. Um tólfleytið voru þau komin sitt Hjá honum ganga starfsáætlanirnar fyrir öllu. Heimurinn er varla of- góður til að bíða. út í hvorn enda herbergisins, skrif- aði áðurnefnd Chesshire. Nixon hefur gefið tengdasyni sínum golfkylfurnar sínar og fer sjaldan út í sundlaug Hvíta hússins, þar sem Lyndon var vanur að busla allsber. — Ég fæ nóga hreyfingu við mál- tíðir, sagði hann nýlega. — Þá hef ég ærið erfiði við að ýta frá mér matnum. Forsetahjónin eru ekki á flæði- skeri stödd með húsnæði, því að þau hafa þrjár íbúðir, eina í Hvíta húsinu, sumarbústað í Key Biscayne í Flórída og hús í Kaliforníu, sem kvað vera í einhvers konar spænsk- um stíl. Oll eru heimili þessi mubl- eruð samkvæmt dæmigerðum bandarískum miðstéttarsmekk. Þar eru stórir, litsterkir sófar, teppi út í öll horn og meiningarlaus mál- verk. Lyndon Johnson hafði látið gera sér heimsins stórkostlegasta sjónvarpssett, þar sem hann gat séð fréttasendingar þriggja helztu sión- varpsstöðva landsins samtímis. Nix- on lét verða sitt fyrsta verk í Hvíta húsinu að ryðja því út. Sömu leið fóru fjarritarnir, sem Johnson hafði haft til eigin nota. Nýi forsetinn kunnur höfuðborgarblaðamaður ný- lega. — Hann miðar allt við pró- grömm og starfsáætlanir, og ekkert annað. Dæmi: Fátæktin já, við ætl- uðum að halda fund um hana á fimmtudaginn. Nýju atómvopnin — á prógramminú stendur að fundur- inn um þau verði síðdegis á föstu- dag. Og svo er það negrarnir — ef ég man rétt átti það að vera á laugardaginn. Og mitt í öllu þessu lýsir hann því yfir að hann sé þreyttur og þarfnist hvíldar — og fer svo til nýja sumarhússins í Kali- forníu og baðar sig. Ef einhver kæmi æðandi til hans með frétt um að rússneskar atómrakettur væru á flugi til New York, myndi hann sjálfsagt svara að því miður hefði hann ekki tíma til að hugsa um það núna, f járveitingin til varnarmála væri ekki til umræðu fyrr en ! næstu viku — samkvæmt prógramminu. Smáborgaralegur, venjulegur, — smámunasamur. Lyndon Johnson bannaði mönn- um að koma í veizlur í Hvíta hús- inu í kjól og hvítu, en Nixon hefur afnumið það bann. Kjólveizlur hans eru hver annarri líkar. Hann sjálfur og Pat — sem alltaf gleymir að setja upp hið skylduga kampavíns- bros — taka sér stöðu við dyrnar. Gestirnir vappa inn í langri, stífri röð og er skemmt með útþvældum bröndurum, formlegum heilsunum og fremur hversdagslegum mat. Forsetinn hvorki drekkur, reykir eða dansar, og á slaginu tólf hverfur hann til einkaíbúðar sinnar til að Ijúka sínum venjulega kvöldlestri. Tónlistin er áberandi gamaldags og gestalistinn venjulega sá sami. Eitt sinn fékk forsetinn þá hugmynd að rétt væri að bjóða einhverjum þekktum djassleikara og valdi þá Duke Ellington, sem stendur nú á sjötugu. Maxine Chesshire, fræg í hópi þeirra blaðamanna í Washington er um samkvæmislífið skrifa, hefur sagt að forsetinn horfi alltaf feimn- islega út í bláinn, þegar Joan, kona Teddys Kennedys, sem mörgum þykir falleg, sést meðal gestanna. Joan Kennedy er hrifin af pínupils- um, en það er Pat Nixon ekki. Blaðadeild Hvíta hússins fullyrð- ir, næstum móðguð ef aðspurð, að forsetinn iðki engin tómstundastörf. Hann á það til að horfa á kvikmynd- ir (uppáhaldið er eins og vænta mátti Sound of Music) og sjónvarp, en les ekki fagurbókmenntir og hefur andstyggð á leikhúsum. Um aðra meðlimi fjölskyldunnar er enn minna vitað hvað þetta snertir. Pat kvað að vísu vera góðgerðasamasta frú í Washington, eins og vera ber um konu í hennar stöðu. Yngri dóttirin Julie er svo til horfin úr heiminum síðan hún giftist David Eisenhower, sonarsyni gamla forset- Nixon-hjónin í sunnudagsferð með aðra dótturina í bernsku. Nú eru þær báðar uppkomnar og önnur gift sonarsyni Eisenhowers. 20 VIKAN 32 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.