Vikan


Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 39

Vikan - 07.08.1969, Qupperneq 39
hemlunum á bíl Jims, og hann sat á sér að hlaupa ekki til og opna fyrir Cathy. Hann fór með- alveginn, stóð við stigann í and- dyrinu. Hann heyrði að hún stakk lyklinum í skrána, og í sömu svipan var hún komin inn. Um leið og hann sá hana, vissi hann. Með hressilegu brosi reyndi hún að dylja sársaúkann. Ó, Cathy, hugsaði hann, — hvað hefur skeð? Hún reyndi að vera kæruleys- isleg og sagði: — Hæ, pabbi, og röddin var hálfri áttund ofar en hún átti að sér. Fjandinn hafi það, hversvegna gat hann ekki tekið þessu skyn- samlega og farið upp að hátta? Það var þetta afskræmda bros hennar. — Ætlarðu ekki að spyrja mig hvernig ég skemmti mér? sagði hún og fór úr káp- unni. Hún var vön að fleygja henni á stól, en nú hengdi hún hana snyrtilega upp. — Já, var gaman? Hann von- aði að hans eigin svipur gæfi ekkert til kynna. Ef hún ætlaði að láta sem ekkert væri, þá ætl- aði hann að gera það líka. — Já, hljómsveitin var góð, þeir voru verulega svalir. Hún settist niður í neðsta þrepið í stiganum. — Hljómsveitarstjór- inn var agalega spennandi, með hár alveg niður á axlir. Og hann söng líka vel. — Það var svei mér gaman. Hún leit upp. — Charlie Mit- chell dansaði ekki við mig. Það heyrðist varla nokkur tirtingur í röddinni. — En við stelpurnar skemmtum okkur vel saman. Við dönsuðum saman, raunar ekki saman, það veit enginn nú hver dansar við hvern. Nema í hægu dönsunum. En það eru bara krakkarnir sem eru saman, sem dansa þá. Hún hélt áfram, lýsti skreytingunum, hvernig hver var klæddur, hún talaði, eins og þögnin yrði henni kvöl. Og allan tímann leit hún út eins og lítið, yfirgefið barn. EATHA-HAKA 500 er •éntak- lega hljóSelnangruS. — Gatur otaOlO hrar aon ar in þaaa aO yalda hávaOa. Öruggarl en nokkur önnur gagnvart forvltnum bömum og ungllngum. HurOlna er ekki hœgt aO opna fyrr en þeytlvindan or STÖÐV- UÐ og dælan búln aO vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yOar mun ávallt skila yOur full- komnum þvotti ef þér aOelna gætiS þees aS nota rétt þvottakerfl, þ. e. þaS sem viS á fyrir þau efni er þér ætliO aO þvo. MeS hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og aG auki sjálfstæSu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yflar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30* 7. ViObótarbyrJunarþvottur 90* 2. ViOkvæmur þvottur 40* 8. Heitþvottur 90” 3. Nylon, Non-Iron 90* 9. LitaSur hör 60° 4. Non-Iron 90° 10. Stlfþvottur 40° 5. SuSuþvottur 100* 11. Bleiuþvottur 100* 6. Heitþvottur 60” 12. Gerviefnaþvottur 40” Og aS auki sérstakt kerfi fyrlr þeytivindu og tæmingu. En hún var ekki lítið barn, og það var það sorglega við það. Fyrir skömmu síðan hefði hann getað tekið hana í faðm sér, kysst á sára blettinn, en nú gat hann ekkert að, gert. Áður hafði hann getað rekið á brott erfiða drauma, með því að tala blíð- lega við hana. Hann hafði getað fullvissað hana um að hún myndi ekki deyja þótt tekinn væri úr henni botnlanginn, en nú var hann hjálparvana. — Og svo spiluðu þeir síðasta lagið, og ég sá að ballið var að verða búið, og Charlie Mitchell ætlaði ekki að dansa við mig. Hann var hinum megin í saln- um, og hann leit ekki einu sinni í áttina til mín. Jerry var líka hræddur við þögnina. — Það getur verið að hann sé feiminn, sagði hann, og hugsaði HllflB ER flBKIH HflHS HÍA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Siðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Starfsstúlkur Vöggustofunnar við Hlíðarenda. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn _ _____ Heimili 32. Örkin er á bls. 32. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.