Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 43
um daginn. Laser-geislinn er á hliðstæðu stigi í dag og flugið var fyrir fimmtíu árum síðan, eða ekki það. Og þróunin með hann gæti orðið helmingi hraðari en hún varð í fluginu. Til þess að gera okkur þennan samanburð betur ljósan gætum við hugsað okkur muninn á nýjustu þotun- um núna og þessum rellum sem Wright-bræður voru að hoppa á. Og nú þegar geta þeir notað þennan laser-geisla til að skera upp. Ef við notum tæknina skyn- samlega, líður ekki á löngu áður en við getum hætt öllu púli, þurfum þá ekkert að gera nema að hugsa og leika okkur eða hvað annað sem við viljum. Við get- um látið tæknina sjá fyrir öllu sem við þurfum fyrirhafnarlaust: fæði, húsnæði, hita, loftslagi, öllusaman. Þannig getur fram- tíðin orðið; ég veit það. En svo erum við svona æðislega heimsk og vitlaus að við erum að eyði- leggja þessa litlu kúlu, sem við búum á. Það eru ekki nema sára- fáar manneskjur í heiminum sem átta sig á að við eigum bara heima á pínulítilli kúlu. — Ættu geimferðirnar ekki að örva eitthvað skilninginn í því efni? — Það var ég að vona, en það hefur ekki komið í ljós ennþá. — Heldurðu að mengunin drepi okkur? —- Hún gerir það áður en langt um líður, ef ekkert verður að gert. Meira að segja hér uppi á íslandi verður ekki svo gengin fjara hvar sem er á landinu að maður reki ekki tærnar í plast- ik-brúsa utanaf sparr eða ein- hverju slíku. Fjörurnar eru þaktar allskonar plastik-hlut- um, sem ekki eyðast í náttúr- unni. Við erum bókstaflega að eyðileggja jörðina okkar með tæknivæðingu. f samanburði við þetta eru styrjaldir og svoleiðis brölt, jafn andstyggilegt og það er, ósköp smávægileg vandamál. Talið berst nú um hríð að for- sögu Jóns sem listamanns. Hann lærði járnsmíði, var tvö ár í Handíða- og Myndlistaskólanum og marga vetur við myndhöggs- nám hjá Ásmundi Sveinssyni. — Og þú hefur numið erlend- is? — Eg var í skóla í London. Það skeði þannig að hingað kom maður þaðan að utan og sá hvað ég var að gera. Eg var þá að undirbúa sýningu er þá var í uppsiglingu, 1965. Hann sá allt þetta dót, sem ég ætlaði að sýna, áður en ég setti það upp. Hann fékk áhuga og spurði hvort ég vildi koma til Englands í skóla, og ég sagði já. Ég fékk síðan boð frá þessum skóla um að vera þar í tvö ár, það sem þeir kalla post- graduate course. í þessu fólst að ég kem inn í þennan skóla, ég geri það sem mig langar til, ég fæ allt efni frítt, frítt stúdíó eða vinnupláss, og vinn svo þarna Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 sem einskonar sambland af nem- anda og kennara. — Hvaða skóli var þetta? — Hornsey College of Art í London. Hann er einn af þeim stærstu þar, en alls eru lista- skólarnir um þrjú hundruð eða meira þar í landi. í þessum skóla voru þá um átta hundruð nem- endur, og þarna var allt kennt,, allt frá því að gefa form bílum og skartgripum til þess að mála og gera skúlptúr. Ég var þarna í skúlptur-deild. Ég hafði minn vinnustað í miðjum stórum sal, og bæði kennarar og nemendur gátu komið hvenær sem var og fylgst með því sem ég var að gera. Auk þessa kenndi ég einn dag í viku á öðrum listaskóla þarna skammt frá. Ég var þarna á styrk frá British Council og ein- um vina minna hér heima sem var mér til ómetanlegrar hjálp- ar. — Dugði það þér sem lifi- brauð? — Það kom þarna allskonar fólk, ekki sízt til nemendanna er voru á post-graduate styrk, því að á þá var litið sem sjálfstæða listamenn. Það gerði að verkum að ég gat selt töluvert af því, sem ég gerði þarna og það hjálp- aði mér. Þarna fann ég það virkilega, hvers virði það er fyr- ir listamann að hafa einhverja menntun og kynnast einhverju. Menntunin er að vísu ekki endi- lega fólgin í því að hlusta á prófessora eða skoða mynda- bækur eða annað slíkt, heldur engu síður í því að umgangast fólk, sem er að gera alvarlega hluti og hugsar alvarlega. Fólk sem er aðeins á eftir manni eða á undan í þroska og þróun. Mað- ur kemst þarna í allskonar sam- bönd, fær allskonar tækifæri, vaknar til vitundar um umhverfi sitt; það er þetta, sem mikilvæg- ast er við skóla og menntun. — Svo við víkjum aðeins að Súm. Nú er svo að sjá að við- horfin séu langt í frá þau sömu hjá ykkur öllum. Hvað er það einkum sem tengir ykkur sam- an? — Það er satt, við erum nokk- uð sundurleit. Ólafur Gíslason og Róska hafa til dæmis mjög harða pólitíska afstöðu, Kristján Guðmundsson aftur hreina este- tík. En það sem við höfum öll sameiginlegt er að svonefnt sölu- sjónarmið er ekki til hjá okkur. Og við höfum komið fram með nýja hluti, t. d. fyrstu poppsýn- ingu á íslandi, fyrstu rafknúnu verkin og ýmsar nýjar tilfinn- ingar, sem aldrei hafa sést hér áður hafa verið kynntar af Súm- fólki. — Hvað leiddi til stofnunar Súm? — Nú, við vorum þarna fjórfr sem höfðum einhverja hugmynd um að sitthvað fleira væri að gerast í heiminum en það sem við sáum hér uppi á íslandi. Við HEIMILIÐ Veröld innan veggja” SÝIMING 22. MAÍ -7. JÚNÍ 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL LT KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK höfðum kynnst listamanni sem heitir diter rot. Hann hefur í mörg herrans ár verið algerlega útskúfaður af öllum íslenskum myndlistarmönnum nema fáein- um, sem ekkert eða lítið hafa getað gert fyrir hann. Við kynnt- umst honum og ég held að við höfum orðið fyrir mjög hollum áhrifum af honum, þannig að skilningur okkar og tilfinning fyrir því, sem er að gerast í kringum okkur, hafi breikkað. Útfrá þessu fórum við að finna með okkur samstöðu, og okkur datt í hug að halda sýningu. Við vorum fjórir, við Haukur Dór Sturluson, Sigurjón Jóhannsson og Hreinn Friðfinnsson. — Hver er merking heitisins Súm? — Við héldum okkar fyrstu samsýningu í Ásmundarsal 1965, Þá var Súm ekki orðið til sem félag, en við þurftum að kalla sýninguna eitthvað og þá varð þetta fyrir valinu. Sjálft heitið Súm þýðir nákvæmlega ekkert; það bara fór vel í munni. Við duttum niður á það er við vorum að fletta upp í mannkynssögu eftir Ásgeir Hjartarson og sáum þar getið þjóðar sem nefndist Súmerar. Þetta var heilmikil menningarþjóð og steyptu með- al annars úr eir; notuðu til þe'ss aðferð, sem er í góðu gildi enn í dag. Hún er þannig að fyrst er búin til mynd úr vaxi, sett í sandmót, bráðnum eirnum hellt í hana og svo rennur bráðið vax- ið út um göt á mótinu og eftir verður varanlegt listaverk. Það er því engin skömm að kenna sig við þessa náunga. En til að gera orðið þægilegra í munni, tókum við bara þrjá fyrstu staf- ina. En sem sagt; hugmyndalega áttum við sáralítið sameiginlegt. Nema hvað við voriun ekki að hugsa um að búa til hluti sem við gætum selt, heldur einungis eitthvað sjálfum okkur og öðr- um til gamans, og að benda á einhverja ágalla eða sýna fram á eitthvað gott. — Og nú eruð þið orðin all- mörg? — Við erum nú eitthvað um tuttugu stykki, og það eru ekki einungis myndlistarmenn, held- ur og rithöfundar og kompón- istar. — Hvernig skýrir þú hugtakið listamaður? — Listamaðurinn er maður sem sér umhverfi sitt og tilver- una í miklu skýrara ljósi en all- ur almenningur, og gerir sér þar af leiðandi nokkra mynd af framtíðinni. Ýmsir, þar á meðal ríkjandi valdhafar móta smekk fólksins, og svo er það spurning- in hvort listamaðurinn tekur undir þeirra smekk. Geri hann það, er hann hættur að segja nokkurn sannleika, þá er hann bara orðinn eins og hver annar, sem lætur blekkjast af ríkjandi sjónarmiði og slíkt leiðir til Krommenie Vinyl gólfdúkur og vinyl fllsar með áföstu filti eða asbest undirlagi. Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum, endingarbetri. KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA Krommenie Gólfefni KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164 LITAVER S.F., Grensásvegi 24 MALARINN H.F., Bankastræti. Grensásvegi 11 VEGGFÓÐRARINN H.F., Hvertisgötu 34 20. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.