Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 45
VlSAÐ A BUG SEM EINSTAKLINGI nni hjá dóttar þjóðfélagi sem það lifir í. En það er þjóðfélagið sjálft, sem er veikt, segja aðrir, og því má breyta. Kvenfólk er lika á móti kenningum Freuds. Til dæmis Betty Friedan, sem skrifaði „Goðsöguna um kon- una” 1963. Hún heldur því fram, að þessi goðsaga hafi í fyrstunni átt rót sína að rekja til kenninga Freuds, þótt hún taki ekki fyrir það, að útbreiðsla þeirra hafi haft meiri áhrif en sjálfur meistarinn. Hún heldur því fram, að sá hugs- unarháttur, sem Freud gekk út frá, er hann lýsti vissum einkennum miðséttarkvenna í Vinarborg á síð- ustu öld, sé jafnvel ríkjandi enn þann dag í dag, þegar kvenfólk er sálgreint. Hún bendir á það, að Freud hafi, þrátt fyrir gáfur sínar, verið fangi sinnar samtíðar og menningar. Eins séu vísindalegar kenningar hans undir áhrifum frá áliti hans á konum að þær séu bara til vegna ástar karlmannsins, til þess að endurgjalda ást hans og fullnægja þörfum hans. HREINTRÚUÐ GÖMUL KONA Og fyrst Betty Friedan er einu sinni komin á vigvöllinn, dregur hún einnig fram í dagsljósið einkalif Freuds. Hún bendir t.d. á niður- lægjandi ,,brúðuheimiiis”-tóninn í bréfum hans til unnustunnar. Hún talar meira um fjölskyldulífið, þar sem allt snerist um hinn unga Sigmund, og tónlistarnám systra hans var látið lönd og leið (píanóið hvarf), svo að hann fengi vinnufrið. Sá sem athugar kenningar Freuds með hliðsjón af lífi hans, dettur í hug gömul hreinlynd kona, sem sér allstaðar klám. Annar kvenmaður, Juliet Mitch- ell, tekur hins vegar svari Freuds tíu árum síðar í bókinni „Sálgrein- ing og kvenimynd” (1974). Hún kveðst vera sammál því, að kenn- ingar Freuds hafi verið hættulegar frelsisbaráttu kvenna. Hins vegar öðlist konur ekki fullkomið frelsi, án þess að það grundvallist á kenning- um hans. Það eru siðari tíma menn, sem eiga sökina. Þeir hafa umsnú- ið kenningum Freuds. Það veit enginn, hversu langt Anna Freud hefur hugsað sér að ganga í kvikmyndinni, sem á að gera. En liklega fá umbótamenn þjóðfélagsins vegabréfsáritun, ef marka má þess forskrift: — Nútíma vísindamenn hafa ekki lengur áhuga á baráttu mannsins, heldur einungis baráttu mannsins við þjóðfélagið. Þeir hunsa sálgrein- inguna, af því að hún er einstakl- ingsbundin og vegna þess að hún kennir fólki að laga sig að þvi umhverfi, sem það lifir í. Nútíma vísindamenn vilja í staðinn breyta þjóðfélaginu í snatri, sem er vist ekki svo auðvelt. Og á meðan þetta gerist, verða til allar þessar óham- ingjusömu manneskjur. VINNUR EFTIR AÐFERÐUM FÖÐUR SlNS Með því að opna dyrnar á vinnu- stofu sinni fyrir kvikmyndaiðnaðin- um vonast Anna Freud til þess að geta sýnt fram á það, að heimurinn þarfnast kenninga Sigmunds Freud eins og áður. Sjálf hefur hún lifað samkvæmt þeim i fimmtíu ár og telur það sanna þó nokkuð. Hún meðhöndlar barn með minnimáttar- kennd og væntir sér ekki launa fyrir. Fjármagn til starfsemi sinnar fær hún frá Bandaríkjunum. Þess vegna hefur hún líka ákveðið, að bandaríkjamenn geri kvikmyndina. Hinn útvaldi kvikmyndagerðar- maður er Joan Tewkesbury, en hann gerði m.a. hina frægu mynd „Nashville”. Hann fær nokkuð frjálsar hendur við gerð myndarinnar, en annars berst sú áttræða mjög fyrir minn- ingu föður síns. Að öðru leyti er þetta allt gert fyrir gráhærðu konuna, sem kemur á hverjum degi á vinnustofu sína. Hún gengur á lághæluðum skóm og klæðir sig smekklega og skynsamlega. Ennþá býr hún i húsinu, þar sem hún bjó áður með föður sínum öll þau ár, er hún hjúkraði honum, þar til þau flúðu til London undan nasistum 1938. — Allt mitt líf hef ég kafað dýpra og dýpra i mannshugann, segir hún. Það er ekkert jafn óöruggt og óstöðugt og hin mannlega náttúra. Besta vopn okkar í lífsbaráttunni er að vita sem mest um okkur sjálf. ög það getum við með hjálp sálgrein- inga. Anna Freud hefur fetað dyggilega í fótspor síns fræga föður. En hún er hlédræg og lætur lítið á sér bera opinberlega. 9. TBL. VIKAN45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.