Vikan


Vikan - 26.07.1979, Side 24

Vikan - 26.07.1979, Side 24
Mestir matmenn og dugnaðarforkar Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi 7. Stuttgart og Svartiskógur lllglfriliTTiliilTiiiBirníir~fT ^riiiÉikta inliTlíBMiiTiíBfigiTÍTi Tí^liiiiaMÉMMBlgiiTÍMriBBBggrmrri^BflÍ Miðbærinn samfellt kerfi göngugatna Schwabarnlr í Baden Wurtemberg eru taldir ntestu dugnaöarforkar og auðmenn Þýskalands. Þeir eru líka mestu matmennirnir, enda er hvergi i ríkinu þéttara net góðra veitingahúsa. Stuttgart er höfuðborg þessa hluta Þýskalands. Þar búa tæplega 600.000 manns i svo góðursælum dal. að vin- viðurinn vex upp að aðaljárnbrautar- stöðinni. 1 miðbænum eru fagrir garðar og grasgarðurinn er með hinum frægari i heimi. Hvergi hef ég séð jafnstórt net göngu- gatna i stórborg og í Stuttgart. Mér fannst eiginlega allur miðbærinn vera samfellt kerfi göngugatna. Ásinn í þessu kerfi er hin rúntlega kilómetra langa verslunargata Königstrasse. Hins vegar er ntinna af frægum húsum í Stuttgart en í möreum öðrum þýskum borgum. Þareru engar lOOOára gamlar kirkjur, né 500 ára gamlar hallir. Stuttgart er bara borg til að búa I. í öðrum greinum þessa flokks unt þýskar borgir hefur verið lögð áhersla á að lýsa hótelum og veitingahúsum i borgarmiðju. Í þessari grein verður vikið frá reglunni. þvi að nágrenni Stuttgart er mjög forvitnilegt. ekki sist Svartiskógur i vestur og suður frá borginni. Við skulum sanit byrja á miðbænum. Lítil og notaleg hótel, auk hinna stóru Skarthótelið i Stuttgart er STEiGEN BERGER HOTEL GRAF ZEPPELIN við Arnulf-Klett-Platz 7, sjálft brautar- stöðvartorgið. Þetta er stórt 280 herbergja hótel og herbergin kosta 61- 115 mörk fyrireinn, 160 mörk fyrir tvo. Mun minna hótel. 125 herbergja, er AM SCHLOSSGARTEN, einnig and spænis járnbrautarstöðinni, við Schiller- strasse 23 í fallegum garði. Það er nýtískulegt hótel með vel búnum her- bergjum á 75-120 mörk fyrir einn og 138-150 mörk fyrir tvo. Ódýrara hótel í nágrenni brautar- stöðvarinnar er UNGER við Kronen- strasse 17. Þar eru 84 herbergi, ekki alveg öll með baði, og kosta 50-72 mörk fyrir einn, 96-115 fyrir tvo. Litið og notalegt hótel með góðu útsýni er BUC’HENHOF við Hasen bergsteige 90. Þar eru herbergin aðeins 15, flest með baði, og kosta 32-48 mörk fyrir einn, 50-76 mörk fyrir tvo. Enn ódýrara hótel í miðbænum er BELLEVUE við Schurwaldstrasse 45. 14 herbergi. sunt með baði, á 30 39 ntörk fyrir einn og 46-53 mörk fyrir tvo. Spátzle og Maultaschen, sér- greinar Schwaba Í vetur kom ég einu sinni á besta veitingahúsið i Stuttgart. Það er ALTE POST við Friedrichstrasse 43. rétt við OKKAR TEPPI 24 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.