Vikan


Vikan - 26.07.1979, Side 36

Vikan - 26.07.1979, Side 36
Börn í þræla- vinnu Samkvæmt pappírum Sameinuðu þjóð- anna eru í dag yfir 50 milljónir barna um víða veröld ; þrælavinnu upp á hvern dag. Sú tala er líkast til varlega áætluð því að í mörgum löndum, og þá í þeim löndum sem barnaþrælkun er hvað mest, eru ekki til neinar tölur um þessa hluti þannig að barnaþrælarnir eru örugglega mun fleiri. Já, það er ótrúlegt fyrir íslendinga að hugsa sér að um 50 milljónir barna striti myrkranna á milli fyrir svo til ekki neitt — og það á barnaári! Fjögur af hverjum fimm þessara barna eru í Asíu. En það er ekki hægt að setja öll þessi börn í sama hóp því lífsskilyrði þeirra eru mismunandi. Það er t.d. ólíkt líf hjá bónda- barninu sem hjálpar föður sínum dags daglega eða þá barninu í Manilla á Filipps- eyjum sem er sent út á öskuhaugana á hverjum degi til að týna það frá sem mögu- lega er hægt að koma í verð. Og ekki er það sældarlífið hjá börnunum sem gert er að stunda vændi öðrum til ábata, en slikt mun útbreiddast í S-Ameríku og Tælandi. Svo eru þeir til sem segja að börnin hafi Manilla: Leitað i sorphaugi. Það getur verið mikið gagn að bömum. ánægju af því að byrja að vinna svona ung og verða fyrir bragðið tekin alvarlega I samfélagi þeirra fullorðnu fyrr en ella. En unt leið berast fregnirnar um stúlkurnar í Asíu og Afríku sem vinna allt að þvi 74 tíma á viku við það að vefa teppi. Yfirleitt er ekki verið að hafa fyrir því að borga þessum börnum neitt kaup sem heitið getur, og á hverjum degi standa þau frammi fyrir þeirri hættu að skaða sjálf sig bæði á sál og líkama. En það er ekki verið að fárast yfir þvi — nóg er til af börnum. Manilla á Filippseyjum Börn í Manilla hafa sérstök forréttindi sem opinber yfirvöld hafa veitt þeim. Þau felast í því að börnum er frjálst að leita eins og þau vilja í sorphaugum borgarinnar og koma því í verð sem þau finna þar. í mörg ár hafa börnin í Manilla barist innbyrðis um réttinn til að fá að leita í sorp- haugunum og gengið á ýmsu eins og nærri má geta. Þar kom þó að yfirvöld útdeildu ákveðnum degi í viku hverri fyrir hvert hverfi í borginni og er öllu friðsamara í Manilla eftiren áður. Það eina jákvæða við starf þetta er að börnin hafa þó eitthvað upp úr krafsinu — allt upp í 800 kr. ísl. á dag, en það er í mörgum tilvikum meira fé en foreldrarnir fá fyrir skrifstofu- eða verksmiðjuvinnu. Þar sem lítið er um vatnslagnir i Manilla hafa börnin þann möguleika að hafa ofan í sig og á með vatnsburði og verða þá að rogast með 10 kg vatnsfötur langar leiðir. Oft slá þau saman og koma sér upp vagni á hjólum sem þau síðan draga í sameiningu, hlaðinn vatnsfötum, heim til viðskipta- vinanna. Fötluð börn hafa þann starfa að selja kerti og happdrættismiða á götum úti. 36 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.