Vikan


Vikan - 23.08.1979, Side 19

Vikan - 23.08.1979, Side 19
usla í heimilisrekstrinum því þá fyndist mér það vera min sök. Mér fannst ég hafa valdið nægum óþægindum nú þegar. „Það verður léttara yfir öllu þegar hr. St. John kemur heim því hann heldur margar veislur og boð. Húsið er allt ann- að þegar hann er heima. Þjónustufólkið er alltaf ánægt þegar hann kemur, það kvartar enginn vegna aukavinnunnar, okkur finnst skemmtilegt þegar það er svoliflegt hér." Daginn sem hann var væntanlegur fann ég loftið bókstaflega titra af spenn- ingi. Hr. Slim og fleiri þjónar voru á ferðinni um allt húsið. Sendisveinar komu að eldhúsdyrunum með körfur með ýmsu góðgæti frá grænmetissölum og slátrurum. Rose sagði að allt iðaði af lífi i eldhúsinu. Ég vildi líta sem best út um kvöldið, svo ég yrði ekki álitin gamaldags sveita- fröken. Þess vegna skoðaði ég vandlega kjólana sem ég hafði tekið nteð mér. Ég valdi að lokum nýjan, grænan kjól með háu útsaumuðu hálsmáli. Ég hringdi á Rose sem sagði mér að St. John og frú Buller-Hunter væru komin og farin inn á herbergi sín. Hún vandaði sig alveg sérstaklega við hárgreiðsluna og ég var vel ánægð með útlit mitt þegar klukkan hringdi og tilkynnti að maturinn væri tilbúinn. Ég heyrði rödd James frænda frá stof- unni og kliðinn frá glösum. Þegar ég kom i dyrnar hikaði ég aðeins og varð feimin. En James frændi hjálpaði mér fljótlega yfir það og benti mér að koma við hlið hans um leið og hann kynnti okkur. Þetta var þá Clive frændi minn! Hann liktist ekki Simoni að neinu leyti. Hann var svo fínn og nýtískulegur. Hann var jafnhár og svipaður að vaxtar- lagi og James frændi en að öðru leyti voru þeir alls ekki líkir, augu hans voru dökkbrún og þunglyndisleg, eins og hon- um leiddist allt. Ljósbrúnu hárinu var skipt í miðju og yfirvaraskegg hans var vaxborið. Eftir að hafa litið sem snöggv- ast á hann beindist athygli mín að kon- unni sem ég átti að hafa svo mikið saman við að sælda næstu mánuðina. Ég hafði alls ekki gert mér neinar hug- myndir um útlit hennar en varð þó engu að siður undrandi. Kannski hafði ég innst inni ímyndað mér að hún væri eitt- hvað svipuð frú Browne sem var í svip- aðri aðstöðu. En frú- Buller-Hunter var allt öðru vísi. Djúp augu hennar voru jafn blá og hörð og safírar. Húð hennar var ferskjulituð undir kastaníubrúnu hárinu sem var þykkt og fallegt og sett upp á glæsilegan hátt. Varir hennar voru rauðar og fagurlagaðar. Hún var mjög vel vaxin og stór barmur hennar hvelfdist fram frá blúnduskreyttu flegnu hálsmálinu. Mitti frúarinnar var hins vegar svo reyrt að ég fór að hafa áhyggj- ur af velliðan hennar. Pilsin voru víðog úr dýru efni. Hún var mjög glæsileg kona og þó ég hafi gert mér vonir um að likjast ekki sveitafröken, þá hefur mér sjaldan fundist jafnlítið til mín koma. 34. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.