Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 8

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 8
Eftir Margit Sandemo — Teikningar eftir Kurt Ard. Ellefu dagar i ► Ég get ekki meira, Ríkarður, sagdi hún þreytulega. — Þetta var illa gert af þér. Þú notaöir mig til ad hefna þín á henni. Þú skrökvaöir aö henni! Þau hentusl upp úr stólununi op hlupu að glugpanum. Þau störðu hreyfingarlaus á bílalestina nálgast húsið. — Þetta getur ekki verið satt. sagði Trína með grátstafinn í kverkunum. — Okkurdreymirbara. — Hvað er um að vera? spurði Jarl Fretne sem lá í sófanum. — Okkur hefur verið bjargað, sagði Kikarðuróstyrkri röddu. 15. kafli. Jennifer tók allt í einu eftir að hún kreisti hönd Rikarðs næstum jafnfast og hann kreisti hennar. Hún tók eftir að hin voru jafnhrærð og þau gerðu sér öll grein fyrir hversu álagið hafði verið mikið. L.oks gátu þau hreyft sig. Þau flýttu séraðopna dvrnar. — Þarna eru þau! hrópaði einhver i bilalestinni. — Þau eru lifandi! Fjöldi fólks kom út úr bilununt. Blaðamenn létu spurningunum rigna yfir þau og Ijósmyndarar kepptust viðaö taka myndir. — L.ovísa! hrópaði maður úr hópnum. — Egill, Ó, guð, það er Egill! Þau féllust i faðma. — Egill, mér tekst það. sagði hún grátandi. — Gefðu mér eitt tækifæri enn! Ef ég fer i meðferð nokkrar vikur í viðbót þá.. . — Elskan min. viðskulum byrja nýtt lif. Við skulum ekki hafa áfengi um hönd á heimili okkar. Ég er líka hættur að drekka. Lovisa. ég hef verið svo hræddur! — Hvern1" 'tefur þetta gengið hjá ykkur? spurði fyrirliði leitarflokksins. — Ekki sérlega vel, svaraði Jennifer. — Það er einn dauður. einn alvarlega slasaður og einn með lungnabólgu og einn morðingi hérna. En morðinginn er læstur inni í baðherbergi. — Hvaðertu aðsegja? — Þetta er rétt hjá henni. sagði Ríkarður rólegur. — Þú ert líklega lögreglumaðurinn. sagði fyrirliðinn. — Og þaðer greinilegt að þetla er frú Borgum. Þarna er ívar. hann þekkjum við. En hvaða unga stúlka er þetta. Hún er ekki á listanum. Jennifer kynnti sig. — Ein í viðbót? sagði fyrirliðinn. Voruð þiðátta? Blaðamennirnir skrifuðu eins og þeir ættu iifiðaðlcysa. Jennifer kyngdi. Ekki saknað. Enginn hafði saknað hennar! Rikarður leit til hennar, bliðlega og hughreystandi — ekki þó eins og hann vorkenndi henni. það hefði hún ekki þolað. Hann skildi það: Hann hafði alltaf skilið hana. F.n hvaða máli skipti það núna? Eftir nokkra tíma myndi hún missa hann. Eftir nokkra tíma varð hún aðskila honum til Maritar og segja lakk fyrir lánið. Henni varð illt af tilhugsuninni. Rikarður og fyrirliði leitarflokksins gcngu inn i setustofuna til að ræða þaö sem gerst hafði. Hótelið fylltist allt i einu af fólki sent greinilega vænti þess aðgeta pantað kaffi og smurt brauð. mis- skilningur sem ívar var fljótur að leiðrétta. Trína og Jennifer voru báðar það þjakaðar að þær gátu gefist upp hvenær sem var og L.ovísa sá ekkert nema manninn sinn. — Ég hef hugsað málið, sagði fyrir- liðinn. — Það er of seint að leggja af stað til Vindeiðis i kvöld. Veðrið fer versnandi og leitarfólkið verður að fá hvild. Viðsofunt hér i nótt. — Nei! sagði Jennifer og tók andköf. — Nei! Skilurðu ekki að við hötum þetta hús? Við vorum farin að trúa þvi að við kæmumst aldrei héðan? Ég get ekki verið hérna stundinni lengur. — Svona nú. Jennifer. sagði Rikarður. — Við komumst ekki i kvöld. Það verður að búa Jarl Fretne undir ferðina, finna stað fyrir Börra og Svein. Það verður ekki auðvelt þegar svona margir eru í bilunum. F.in nótt i viðbót. Jennifer. svo ertu laus úr prisundinni. —Ég er sammála Jennifer, sagði l.ovisa. — Ég fæ innilokunarkennd af tilhugsuninni um að vera hér eina nótt i viðbót. Trina kinkaði kolli og ívar sömuleiðis. Þau fengu óvænta aðstoð frá sjúkraliða Rauða krossins. — Það verður að gera að sárum Fretnes á sjúkrahúsi eins fljótt og mögulegt er og konurnar eru að þvi komnar að fá taugaáfall. Ég held að við ættum að reyna að leggja af stað i kvöld. sama hvaðseint það verður. — Þetta er það skynsamlegasta sem ég hef hevrt í margar vikur! sagði Jennifer og leit svo þakklát i áttina til sjúkraliðans að það mátti sjá að Rikarði varekkert um það. — Já. ætli það sé ekki best. sagði hann næstum gegn vilja sínum. — Það getur orðið erfitt aðpassa fangann eina nótt enn. Allt i lagi, viðförum i kvöld. Egill og Lovisa Borgum kontu til hans. — Billinn þinn er í Boren. er það ekki. Rikarður? Við höfum hugsað okkur að fara beint þangað. Viltu ekki koma með? Ríkarður þagði. — Ég þarf því miður að gefa skýrslu til lögreglunnar í Vindeiði og sjá til þess að fanginn fari alla leið. — Hvað um þig, Jennifer? spurði Lovisa. — Þú ætlar að laka lestina frá Boren.er þaðekki? Rikarður horfði á þessa litlu veru með ráðvillta svipinn sem hann þekkti svo vel og var fljótur að grípa fram í: Jennifer fer með mér i minum bil til Osló — svo hún verður að fara til Vindeiðis. Við þökkum samt tilboðið! Það kom i ljós að allir neyddust til að fara til Vindeiðis. Það var aðeins einn snjóplógur með í ferðinni og það vildi enginn taka þá áhætlu að festa bílinn i snjónum á leiðinni til Boren. Þau höfðu fengið nóg af slíku. Jennifer fór i bíl með Borgumhjónunum þrátt fyrir allt. Rikarður varð að vera í sama bil og Sveinn, hann barábyrgðá fanganum. Þið skrifið. er það ekki? hrópaði Trina um leið og hún settist inn i bíl við hliðina á ívari. —Það efast ég um. muldraði Lovísa. Ég vil helst ekki minnast á Tröllastól framar! Seint um kvöldið ók bilalestin inn i Vindeiði. Tröllastóll var að baki. langl i burtu uppi i fjöllunum. Þangað myndu þau aldrei stiga fæti framar. Jennifer sat í köldu biðherbergi lög- SÖGU- LOK reglustöðvarinnar á meðan Rikarður skrifaði skýrsluna. Það var langt siðan hún hafði fundið fyrir jafnmiklu öryggis- leysi. Ríkarður hafði beðið hana að bíða — en hún gat ekki gert sér í hugarlund hvað hann ætlaðist fyrir. Hún var þreytt og i vondu skapi. hún hataði Vindeiði, næstum eins og af eðlis- ávísun. Hvers vegna hafði Rikarður dregið hana hingað? Til að kvelja hana? Að löngum tima liðnum kom hann út. — Þeir hafa hringt til Boren. Lög reglan þar sér um Önnu Kruse og pretti hennar. Nokkrir blaðamenn fylgdu fast á hæla honum. En þeir höfðu greinilega fengið þær upplýsingar sem þá vanhagaði um þvi þeir gengu rakleiðis í burtu. — Nú getum við gert það sem okkur langar til, sagði Ríkarður og létti. — Ég er búinn að panta herbergi á hótelinu handa okkur. Við skulum fara þangað! Við skulum .vona að þeir geti útbúið handa okkur góða máltið þó það sé orðið svona framorðið. Hvað segir þú um að fá þérbuff? Viðeigum þaðinni! Hún reyndi að brosa. Hann var glað- ur — vegna þess að hann var kominn til Vindeiðis. Hún var óhamingjusöm — af sömu ástæðu. Þau gengu um götur þar sem fólk var að koma út af siðustu kvikmynda- sýningu kvöldsins. Rikarður staðnæmdist snöggt. — Æ. nei, muldraði hann. Förum aðra leið! En það var of seint. Ung kona staðnæmdist fyrir framan þau. — Ríkarður! sagði hún undrandi. — Ég las um ófarir þínar og var viss um að þú værir á leiðinni hingað. Þú erl orðinn frægur maður! Hann muldraði eitthvað og litaðist um eftir Jennifer. En hann kom ekki auga á hana i mannhafinu á gang- stéttinni.Þegar hann reyndi að leita að henni greip Marit i handlegg hans. — Heyrðu. mér þykir það svo leitt. en þetta var misskilningur. Rikarður leit til hennar. Var þetta i raun og veru Marit? Já, þetta var hún. hún hafði ekkert breyst. En viðhorf hans til hennar hafði aftur á móti breyst. Stutt hárið. liðað eftir nýjustu tisku. var eins og geislabaugur um höfuð hennar. Gáfuleg. eilitið harðneskjuleg augu hennar . . . hún kom vel fyrir og varstoltaf þvi. Allt i einu kunni hann ekki við tiskuklæðnað hennar. Og röddin var of sjálfsörugg. Hún hafði alltaf lesið þær bækur sem mest var lalað um hverju sinni. hún fylgdist með þvi sem var að gerast. notaði pilluna og leit næstum niður á hann. Hún var óvenju tilfinningaköld. hún vissi allt um kynlif. en leit á þaðsem íþrótt! — Hvað var misskilningur? spurði hann. 8 Vikan J. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.