Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 27

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 27
því að þeir fóru að verpa í Reykjavík. Auk þess hafa nokkrir aðrir nátlstaðir fundist: yfirbvgging stúku Laugardals- vallar. norðurgafl Háskólabiós. Áburðarverksmiðjan i Gufunesi og símstöðin við Suðurlandsbraut. Talningar hafa verið gerðar við flestalla náttstaðina bæði meðbeinum talningum og af myndurn en sú aðferð er mun nákvæmari. einkum þegar fjöldinn er farinn að skipta hundruðum og jafnvel þúsundum. Tvær talningar voru gerðar árið 1975 en síðan taiið af og til frá júlí 1977 og fram til vors 1978." segir Skarphéðinn. ,.í Skógræktarstöðinni i Fossvogi eru 5-6 grenilundir með allt að 8-10 m háum trjám. Þrir þeirra hafa verið langmest notaðir en þeir hafa verið nefndir Svarti- skógur. sem er austan við aðalhlið Skóg- ræktarstöðvarinnar. Hermannslundur sem er i norðaustur horni Skógræktar- stöðvarinnar og Tyrkjadúfulundur sem er neðan skrifstofubyggingarinnar. Af þeim er Svartiskógur langmest notaður. einkum seinni part sumars og á haustin þegar fjöldinn er mestur. Hámarksfjölda hefur starahópurinn þegar náð i júlí en þá er stór hluti fugl- anna ungar frá vorinu. Þegar liða fer á veturinn fækkar fuglunum jafnt og þétt og voru þeir aðeins um 700 frá desember til febrúar 1977-1978 en síðast í febrúar fjölgaði þeini i ca 900 en fækkar fljótlega aftur og eru 183 þann 22. mars 1978. Þá er liklegt að hluti þeirra sé farinn að nátta sig á varpstöðvunum. Þann 6. febrúar 1976 voru engir starar i Skóg- ræktarstöðinni eftir að almyrkt var orðið en ekki er óliklegt að þeir hafi þá náttað sig i stúku Laugardalsvallar þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt þar um." Skarphéðinn hefur reynt að grafast fyrir um stofnstærð starans i Reykjavik: „Talningar árið 1978 í Skógræktarstöð- inni í Fossvogi og i stúku Laugardals- vallar í febrúar og mars gefa um 1000 fugla. Vitað er að starar nátta sig víðar. en athuganir benda til þess að það sé ekki mikill fjöldi og örugglega innan við 1000 fuglar. Mjög líklegt er því að fjöldi varppara í Reykjavik sé 500-1000 að vori.” Útfrá þessari stofnstærð (500 varp- pöruml. og með því að beita reikni- formúlum sem leitt hafa af visindalegum rannsóknum á viðkomu starans. kemur i ljós að stararnir voru nálægt 2500 þegar hópurinn hafði náð hámarksfjölda i júli 1978. Starinn hefur að líkindum nægar varpstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. og nýjustu athuganir benda til þess að honum hafi fjölgað siðan 1978. Siðast- liðið hausi voru taldir yfir 2500 starar i Skógræktinni. Vondur fugl? „Slarinn er í alla staði mjög skemmti- legur fugl." segir Skarphéðinn. „Hann hefur verið nefndur „hundur fátæka mannsins". bæði vegna þess að það er nóg af honum og einnig vegna þess að hann er mjög skemmtileg hermi- kráka. Hlusti maður á starann á vorin heyrist hve vel honum tekst að herma eftir til dæmis lóunni eða tjaldinum. Sá frægi Konrad Lorenz leiðbeinir mönnum i bók sinni Talað við dýrin. hvernig hægt sé að hafa stara fyrir hús- Algeng sjón að sjá starann í stórum hópum, einkum áður en fuglarnir halda á náttstaðinn. Ein besta að- ferðin til að komast að raun um stofnstærð starans er að taka af fuglunum Ijósmyndir i Ijósa- skiptunum. dýr. Hann segir að það sé hægt að kenna staranum að herma eftir mæltu máli. Lorenz skýrir frá þvi hvernig hirða eigi starann og mælir með þvi að fuglinn hafi sem mest frelsi innanhúss.” Aðspurður hvort starinn sé ekki vondur fugl. þar eð honum fylgir fló sem leggst á fólk. svarar Skaphéðinn: „Staraflóin svonefnda (Ceratophyllus gallinea gallineal lifir á mörgum teg- undum af spörfuglaætt auk dúfna og hænsna og margra annarra tegunda. Fullorðnu flærnar sjúga blóð úr fuglunum og verpa eggjum í hreiður þeirra. Úr eggjunum skriða ormlaga lirfur sem lifa á ýmsum lifrænum efnum i hreiðrinu. Lirfurnar breylast siðan i hreyfingarlausar púpur. og úr púpu hamnum kemur að lokum fullorðin fló. Ef flærnar finna ekki stara til að sjúga blóð úr fara þær oft á flakk og misgripa sig þá oft á fólki. Einkum ber á þessu cl' lokað hefur verið fyrir inngöngu starans að sinu gamla hreiðri. Er þvi nauðsyn legt að nienn hreinsi út gömul hreiður og loki fyrir öpið að hreiðrinu áður en stari fer að huga að varpi. ef talið er að hætta á flóabili sé fyrir hendi. Langbest væri að húsráöendur lokuðu þcim stöðum á húsum sinum í tima. þar sem óæskilegt sé að --t iri verpi. en stæðu ekki i þvi að bægja lionum frá el'tir að hann hefur verpt eins og komið hefur fyrir.” 'Lesendum Vikunnar. sent hafa áhuga á að fræðast meira um starann eða að koma upplýsingum á framfæri. skal bent á að hafa samband við: Skarphéðin Þórisson. Náttúrufræðistofnun islands. pósthólf 5320, 125 Reykjavík. „Starinn er i alla staði mjög skemmtilegur fugl" segir Skarphéð- inn Þórisson náttúrufræðingur. 3. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.