Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 35

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 35
 Landanum fjölgar Þann 26. fæddi ein íslensk kona 2 börn, dreng og stúlku, og gekk það fljótt og vel, allt með bestu heilsu. Hún ól þau á sjúkrahúsinu og var þar mjög vel hjúkrað að henni af lækni og skipsjóm- frúnni. Mormónar blessuðu yfir börnin og gefið nafn, kafteinninn hét Tómás, drengurinn hét Tómás Halldór Atlante, en hún Victoria Nevada. Þann 27. kl. 3 e. m. sáum við Ameríku og komum inn á höfn í Nýju Jórvík um kvöldið og voru allir á skipinu um nóttina. Vorum við þá búnir að vera á hafinu 11 1/2 dag og fengum alltaf bliðveður, einn dag storm nokkurn á móti. Við vorum þar í 2 daga á vertshúsi og gengum um borgina, og er hún í einu orði að segja sú svipmesta og prýðileg- asta, sem ég hefi séð. Hún er álitin kaup- staður mestur í heimi, næst Lundúna- borg. Svo fórum við þaðan á dampvagni, því ekki er nú orðið á öðru ferðast nema á dampskipum og dampvögnum, sem er það skemmtilegasta og inndælasta, sem fengist getur, þó það kosti mikið að ferðast á þeim, þá er það bæði fljótt og inndælt. Mér þótti togandi frá Nýju Jórvík til Saltsjóstaðar. Við fórum það á átta sólarhringum og rann þó vagninn á hverjum degi lengri veg en yfir endilangt lsland, 5 mílum meira, hvern dag, 365 mílur. tsland er 90 mílur danskar á lengd, 360 enskar. 4 sólarhringana seinni, eða frá borginni Omaha, (sem stendur við fljótið Missori) og til Ogdinn, fyrstu borg, er maður kemur i Utah, fórum við yfir 900 og 16 brýr, stærri og minni. og á 2 stöðum í gegn um fjallháls, í dimmu lítinn spotta. Við sáum margt merkilegt út úr vagnaglugg- unum, dautt og lifandi, á þessari allri löngu leið; þegar við komum vestur úr fjallaklasanum, þá kemur maður fyrst i borgina Ogdinn, og svo fórum við suður með fjallinu, 10 mílur danskar í Saltsjó- staðinn. Hann stendur þar vestur undir fjallgarði, og eru þar í kring miklar sléttur með blómlegum ökrum og slægjulöndum ofan frá fjalli og niður undir Saltsjóinn og byggðina þar innan um. Þar er mikil og snotur bygging með breiðum og beinum strætum, og þar rann tær vatnslækur eftir hverju stræti. Ég skoðaði vel með þankafullri eftirtekt musterið, sem þar er verið að byggja, og er það sú merkilegasta húsbygging, sem ég hefi séð. Það stendur 16 fet I jörð niður og 16 feta þykkur veggurinn úr Eiríkur á Brúnum og Paradísarheimt Verulegur hluti þeirra mynda, sem birtast mefl þessum síðasta hluta og raunar lika öflrum hluta, sem var i siðasta blafli, er fenginn úr safni Bjöms Björnssonar leikmyndasmifls. Þessi mynd er þeirra 6 meflal. Hún er raunar Ijósmynd af Pilkristínatölkeldu é Dyrehavsbakken é Sjélandi, en þessi ölkelda er ekki lengur til. Hins vegar tókst Birni afl grafa upp þetta Ijósrit er unnið var afl töku Paradísarheimtar og eftir þvi var Pilkristínarölkelda hin nýja reist í Þýskalandi fyrir Paradisarheimt. Trúlega verflur Ijósritifl harla ógreinilegt hér í Vikunni, en ef til vill mé samt meflal annars greina pennastrik listamannsins er hann gerfli é myndina sór til glöggvunar. gráhvitum marmarasteini og glittir á veggina, og var þar fjöldi manns að höggva og leggja steinana. Það mun vera húsið, sem veröldin er að hæða og spotta mormóna fyrir, i hvaða meiningu þeir eru að byggja það, en seinna koma sumir dagar og koma þó. Frá Saltsjóstaðnum og suður að Spanishfork eru 15 mílur danskar, og er byggðin meir og minna á öllu því svæði með ljómandi fallegum akurlöndum; við sátum í þeim skemmti- legu vagnatrossum hér heim í hlað; er við komum hér, var okkur vel tekið. Þann 8. ágúst, þá var hér blómlegt að sjá, korn, akrar og slægjulönd; töðuvellir voru slegnir 3 og 4 sinnum og besta upp- skera af öllum jarðarvexti, þá var hveiti- tunnan hér 10 krónur. Við allir * karlmenn fengum nóg að vinna á hverjum degi, ef við unnum í 10 tíma, fengum við hálftunnu af hveiti og mat eins og i bestu veislu. Kvenfólk er ekkert látið gjöra hér, það er í treflaöskjum, nema að matreiða og vaska og sauma. Allir ungir og gamlir, sem af íslandi fóru, komust hingað með heilu og höldnu, nema konan mín, Rúnveldur Runólfsdóttir, sálaðist i miðri Ameríku, i borginni Norðplatt, úr mislinga- sóttinni, sem er að stinga sér niður hér. Hún var lasin einn dag og lognaðist út af með hægð um kvöldið. Þetta sumar (1881) hafa komið til Utah 2,252 menn úr Evrópu, mormónatrúarfólk, og af því 34 frá Islandi. Islenskir menn hér eru 74, 1 af 1000 á íslandi og ætla að rætast frelsarans orð þar, að margir munu verða kallaðir, en fáir útvaldir. Hér endar mín ferðasaga frá Islandi til Spanishfork í Ameríku.” Gott land Spanish Fork Eiríkur fer mörgum fögrum orðum um landgæði og notalegt fólk í Utah — nánar tiltekið Spanish Fork. 1 Annari lítilli ferðasögu segir hann meðal annars; „I þessum bæ eru um 3000 manns og er vart 4 partur af bændum, sem eiga ekki nema eina konu, og fer sums staðar vel og sums staðar ekki, með einni. Hinir eiga 2, 3, 4, sums staðar fer það vel og líka sums staðar ekki. Hér er allur fjöldi af fólki, sem er vel vakandi um sína sálu- hjálp og lifir í bæn og trú og auðmýkt til herrans. Líka eru hér stöku menn innan um, sem drekka sig fulla, bölva og ragna, fara illa með skepnur, gjalda ekki kirkjunni tíund, og þykjast þó sumir vera mormónar, en þetta ber vel saman við það, sem frelsarinn segir í guðspjallinu 5. s. d. eftir trinitatis, að óvinurinn hafi sáð illgresi í akur sinn. Þeir buðu honum að uppræta það. Hann sagði nei, látið hvorttveggja standa til kornskerutímans, þá á að sortéra og láta sitt í hvern stað, kornhlöðuna og eldinn. Þetta sannast og ættu allir að hugleiða, en þeir, sem illa breyta hér, eru strikaðir út úr því heilaga kirkjufélagi, ef þeir ekki vilja umvenda sér og lifa lastvöru líferni eins og guðsbörnum hæfir og gjöra og lifa eftir hans boðum af fremsta megni.” Og ekki er heldur slæmt á veraldlega sviðinu, eins og eftirfarandi kafli úr sama riti ber vott um: Nokkur orð um ýmislegt veraldlegt Nú í dag er 1. mars 1882 í annari viku góu og sólskin og snjórinn að heita bráðnaður upp á öllu sléttlendi, hann var hér mestur á þorranum hálfa alin. Hér er alltaf yndisblíðu veður, því það má heita alltaf logn, þó hann hvessi stöku sinnum, þá er það aldrei lengur en 1 og 2 tíma. Hér hefur verið töluvert frost á nóttum frá því með adventu og til þorraloka. Hér var stystur dagur 9 3/4 tímar; hér var fjöldi manns að vinna að jámbraut fram undir þorra, með því að slétta hæðir og fylla upp lægðir undir brautina, það á að leggja járnbraut hér ofan í bæinn í sumar, ofan úr fjöllum. 1 fjöllunum hér eru mikil auðæfi, gull, silfur, eir, blý, járn, kol, saltnámur, og utan á þeim skógarnir og eru dampvagnatrossumar á hverjum degi fram og aftur að flytja þetta niður í staðinn. Ég var í janúar á járnbrautinni í 25 daga og fékk 140 krónur, ég fékk 6 og 7 krónur um hvern dag og frikost þrisvar á dag eins og í bestu veislum; i október og nóvember innvann ég mér 10 tunnur af maískorni og 8 tunnur bankabygg, um 20 krónur i öðru, og sumir lslend- ingar þó miklu meíra en ég. Hingað er gott að koma fyrir unga menn, fríska, bæði fyrir tíma og eilífð, á einu sumri innvinna þeir sér hér 7-900 krónur, það er ekki svo lengi að hlaupa af fá 6 og 7 krónur um hvern dag og frían kost, og ef þeir taka mormónatrú og láta skíra sig og lifa skikkanlega, þá eiga þeir víst að verða sáluhólpnir, í sama máta fyrir kvenfólk gott, það er ekkert látið gjöra úti við, hvorki sumar né vetur, ekki svo mikið sem að mjólka kýr, bændur og prestar gjöra það sjálfir, biskupinn aukin heldur aðrir, hér er ekki mikið um dramb eða stórlæti, þó háir séu í embætti, þeir vinna og gera allt, hvað fyrir kemur, þeir fá engin laun, ekki biskupinn, aukin heldur prestar. Vel launuð störf Líka fá hér nóg að gera og há laun tré- smiðir, járnsmiðir og gullsmiðir og er gott fyrir þá að koma hér, en það er gott fyrir alla að hafa tól meðsér, því þau eru hér mjög dýr, en þó væn. Gamlir menn, sem eru búnir að slíta sér út þurfa alls- staðar að hafa uppeldi, það er fjöldi af gömlu fólki hér, það er ekki drepið, eins og skrafað var af hatursmönnunum uppi á tslandi, heldur er þeim þarístað, sem öngvan eiga að, skaffað föt og fæði í 6. tbl. Vikan 3S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.