Vikan


Vikan - 16.04.1981, Síða 77

Vikan - 16.04.1981, Síða 77
í næstu Viku List í skugga dauðans Lesendur Vikunnar, sem fylgdust með framhalds sögunni Holocaust, rekur sjálfsagt minni tií þess er Karl Weiss var settur i fangabúðir i Feresienstadt Þar var listamönnum, sem Hitlersstjórninni var illa við komið fyrir. I næstu Viku förum við i heimsókn tu Terezin i Tékkóslóvakíu og kynnumst þessum ömur lega stað eins og hann kemur nutimanum fyrir sjonir Smákonu- hattar í næstu Viku er rétt að vera þess albúinn að taka fram prjónana. Þar birtist uppskrift að snotrum vorhöttum fyrir smákonur, höfuðföt sem áreiðanlega munu prýða marga kolla. * * Vestræn borg í svörtu Afríku Sú var tíðin að hin svarta Afríka var okkur órafjarri — framandi land með framandi fólk og framandi siði. Fjarlægðin er ekki lengur hin sama. Ferðalög eru orðin auðveld og ekki tímafrek. Afríkulönd eru samt ennþá framandi lönd með framandi fólk og siði. í næstu Viku litumst við um í Nairobi. * The Police Staðarheitið Kristjanía vekur íslendingum hugmynd um eiturlyf og lágkúru, samfara ofurlítilli forvitni um hvers konar Gómorra þetta sé. Vikan skrapp í heim- sókn til Kristjaníu á dögunum og í næstu Viku er viðtal við íslenska konu sem þar býr — og vill ekki annars staðar vera. Breska hljómsveitin The Police nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Hver kannast ekki við „Message in a Bottle", „Don't Stand so close to me" og „Dododo adadada". Þarna sameinast fín tónlist og hressileg fram- koma. í næstu Viku birtist frásögn og plakat af þessari ágætu hljómsveit. Kristjanía — vil hvergi annars staðar búa 16. tbl. Vikan 77

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.