Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 41

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 41
Hundaklippingar Svona lítum við út að klippingunni lokinni. nauðsynlegt er að snyrta þá öðrum hundum fremur. „Poodle-hundar eru með ull en ekki venjulegt hundshár og þeir fara ekki úr hárunum eins og hundar gera. Af þessu leiöir að háriö vex endalaust og sagt er aö hár á poodlehundi geti orðið einn metri á lengd. Þá vefst þaö upp eða krullast svo það lítur nú reyndar ekki út fyrir að vera jafnlangt og það er í raun. Ef þessir hundar eru ekki snyrtir verða þeir eins og rollurnar sem ganga hér um fjöll. Ef hárið er ekki burstað og kembt reglulega verður það aö flóka sem ómögulegt getur veriö að koma nokkrum bursta í gegnum. Þá verður næstum að rýja hundana eins og gert er við féö ef koma á einhverju lagi á útlitið. Snyrtingin tekur langan tíma Á hundasnyrtistofunni hennar Ebbu Aalegaard varð fólk að panta tíma fyrir hundana sína rétt eins og við gerum hjá hárgreiðslukonunni. Þar var unnið frá hálfníu á morgnana og fram til hálfsex á kvöldin. Oftast voru teknir fjórir hundar í snyrtingu á dag enda tekur um tvo tíma að snyrta hund ef ekki á að gera neitt afbrigðilegt við hann, eða til dæmis snyrta hann fyrir sýningu. Þaö tekur miklu lengri tíma, allt upp í 7 klukkutíma. Við byrjuöum á því að raka andlitin og lappirnar og klippa hundana til, en síðan voru þeir settir í bað og blásnir. Hárið verður að vera fullkomlega þurrt til þess að hægt sé aö snyrta það til fullnustu. Þegar svo er komið er hægt að leggja síöustu hönd á verkiö. Klærnar eru auk þess alltaf klipptar. Þær þarf aö klippa mánaöarlega en hundinn sjálfan nægir að klippa á tveggja mánaða fresti, nema kannski ef um sýningarhunda er að ræða.” „Hvers vegna þarf aö klippa klærnar? Eyðast þær ekki af sjálfu sér?” „Nei, það er bráðnauösynlegt aö klippa klæmar og þaö af tveimur ástæðum. Ef hundurinn er með langar klær fer hann aö beita fótunum vit- laust. Hann fer að ganga á afturþófun- um vegna þess að hann finnur til þegar klærnar rekast í. Svo er líka betra að hafa ekki hunda með langar klær innan dyra. Þeir geta bæöi skemmt húsgögn og fatnað fólks, og jafnvel meitt mann með klónum ef illa tekst til.” Fleiraþarf en skœri og greidu „Þegar þú komst heim aftur frá Danmörku fórstu aö klippa hunda fyrir vini og kunningja, en ekki nægja þér bróderskærin og greiða til þess starfa, eðahvað?” „Nei, svo sannarlega ekki. Þaö er töluvert kostnaðarsamt að koma sér upp nauðsynlegum tækjum. Eg keypti það sem til þurfti hjá Ebbu. Það þarf góðar klippur, bursta, greiöur, skæri og kamba. Svo þarf líka múl til þess að setja á hundana, ef hætta er á að þeir glefsi í mann, og auk þess borð og það sem ég kalla „hengingaról”. Það er ól sem er fest í hálsbandið á hundinum á meöan veriö er að klippa hann. Hún tryggir aö hann fari ekki út af boröinu sem hann stendur á og heldur honum kyrrum en er auðvitað engin „hengingaról” í þess orðs venjulegum skilningi. öll tæki sem maður notar þurfa aö vera fyrsta flokks, rétt eins og á venjulegri hárgreiöslustofu. Ég er meö lifandi dýr í höndunum, sem hvorki má slasa né meiða.” „Hvenær þarf að byrja að snyrta poodle-hunda?” „Það er ekki til nein ákveðin regla um það. Hér vill fólk helst hafa þá loöna og bangsalega á meðan þeir eru hvolpar. Dti er oft byrjaö að snyrta þá mjög unga og þeir oftast ekki látnir ósnyrtir til nýrra eigenda. Það þýðir að búið er aö snyrta þá í fyrsta sinn tveggja mánaða, en þá er leyfilegt að láta hvolp frá móður sinni. Uti er líka venja aö stýfa af rófunni á poodle-hund- um. Það er í samræmi viö ræktunar- staöal þessarar tegundar. Hér er minna um að slíkt sé gert. En sé stýft af rófunni er það gert á hvolpunum 3—5 daga gömlum. Þá er þetta ekki nema brjósk og þeir finna ekkert fyrir því. Klæmar verður að byrja að klippa strax og hvolparnir eru orðnir mánaðargamlir.” „En hvemig á fólk sjálft að hirða hundana sina á milli þess sem þeir eru sny rtir af þeim sem kunna til verka ? ” 22. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.