Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 44
Framhaldssaga hlykkjuðust niöur yfir brún Plata- fjalls að stjómstöðinni á flugvell- inum langtum neöar. Skammt frá stóð kofi, upphaflega geröur fyrir tæknimennina. Þama vom nú tveir slíkir sem fylgdust með sjálfvirkri starfsemi ratsjárinnar og gátu haft beint samband við stjómstöðina. Þegar Makarov kom á staðinn um morguninn gat hann verið snöggur að gera vamaráætlun. Veggimir sem menn hans höfðu byggt úr snjó- blokkum vora útkoman af vandlegri yfirvegun um hvemig skyldi setja upp blóðvöll sem allir árásarmenn sem kæmu af landi yrðu að fara inn á. Tveggja metra þykkur veggur úr samþjöppuðum snjó myndi hefta venjulega skothríð minni vopna. Ef hann hefði fengið að reisa veggina fyrirfram hefði hann getaö aukið notagildi þeirra með því að nota frosinn snjó og vatn. En það hafði verið bannað þar sem gervihnatta- myndir hefðu sýnt það sem augljós- an hemaðarundirbúning. Aftur á móti gat kofinn leynt ýmsu og þar hafði hann áður komið fyrir skot- færabirgðum, eldsneyti, mat, kröfugtri 82-mm sprengjuvörpu og nokkrum Strela-flugvélaskeytum sem menn gátu flutt. Spetsnaz- mennimir vora lika sem betur fer búnir nýju 5.45-mm AK 74 árásar- rifflunum, vopni sem var ekki jafn- klunnalegt og gömlu AK 47, mátti hengja um hálsinn til að geta skotið á ferð og höfðu fjöratíu hleðslui í plast- hylkinu. Og enn betra en það, fyrst árás var nú yfirvofandi var sú huggun hans að bardagasveit var þannig staösett að hún lokaði undan- komuleið óvinarins. Hann beiö öruggur, vissi af spánni að það myndi létta til um nóttina. í kofanum var eldavél og Makarov hafði skipað mönnum sínum tólf þannig niöur að þeir voru í tvo tíma á vakt og fjóra í fríi, þannig að ævinlega hvíldust átta þeirra. Hann vildi að lítil sveit hans væri eins viðbúin og mögulegt var. Að því er hann varðaöi töldust tæknimennirnir tveir ekki með. Þeir voru frá flug- hernum, kallaðir úr loftvarna- deildinni, og kæmi til návígis yröu þeir bara fyrir. Aftur á móti hafði Stolypin hershöfðingi mælt svo fyrir að mestu skipti aö ratsjáin gegndi eftirlitshlutverki sínu og Makarov hafði sætt sig við návist þeirra og vissi að ákvörðunin var rétt. Hann var sjálfur í kofanum, íhugaði að skrifa konu sinni bréf, þar sem ekkert var eftir að undir- búa, þegar annar tæknimaðurinn birtist og hleypti ísköldum gusti inn um dyrnar. „Lokaöu!” hrópaöi Makarov. „Fæddistuífjósi?” „Afsakaðu, félagi ofursti.” Eins og flestir stéttarbræður hans var tæknimaöurinn frjálslegri í fasi en þjálfaðir hermenn. „Þú þarf að koma í símann. Félagi hershöfðinginn er í stjórnstöð- inni.” Makarov setti upp loðhúfuna, lagaöi hettuna í hvítum felufötun- um svo hún hyldi hana, dró á sig vettlingana og elti manninn út. I snjóinn milli kofans og ratsjárinn- ar var þegar kominn troðinn stígur. Hann flýtti sér yfir að hrjúfum þrepunum, höggnum í hólinn, og gekk upp stuttan stig- ann aö dyrunum. Inni í vagninum voru venju- legar tækjasamstæður og upplýstir hringlaga skermar. Þó að þessa stundina bærust allar upplýsingar niöur í stjórnstöðina gat vagninn starfað á eigin spýt- ur. Hann var hlýr, fágaður, gegn- sýrður af lágu suði tækjanna, full- komlega utan við allt samhengi í þessum eyðilega heimi. Guö á himnum, hugsaði Makarov, og það ekki í fyrsta sinn, þeir hafa það gott í flughernum. Hann sett- ist þyngslalega niöur á einn snúanlega stólinn og tók upp sím- tóliö. „Makarov?” Stolypin virtist óvenjulega áhyggjufullur. „Okkur hafa borist radíómerki frá togaranum sem ráða óvininum til að hætta aðgerðum. Viö verðum að gera ráö fyrir því aö núna leggi þeir ekki til atlögu. Hvað tilkynnir bardagasveitin þín?” „Ekkert samband við óvinina fram að klukkan 1700, félagi hers- höfðingi. Slóðin sem þeir fylgdu sést ekki lengur fyrir nýföllnum snjó.” Það var þögn meðan Stolypin hugleiddi þetta. „Það eru meiri vandræði hérna niðurfrá. Getur hugsast að þeir stefni á Longyear- bæ?” Þetta var í fyrsta sinn í margar vikur sem Makarov var spuröur ráða. Hann svaraði gætilega. „Hugsanlega, félagi hershöfðingi, en ég tel það ákaflega ólíklegt.” , ,Geturðu farið í veg fy rir þá ? ” Makarov lagði snöggvast frá sér tækið og gekk að litla gluggan- um á málmhurðinni. „Skyggnið er ennþá lélegt,” sagði hann ein- beittur, „um það bil fimmtíu metrar. Ég vil frekar áætlun mína um aö ná þeim í gildru á milli bar- dagasveitarinnar og staðarins hér þangað til léttir til. Annars gætum viö farið framhjá þeim án þess að vita af því.” „Gott og vel. Ég kem fyrir varömönnum í dalnum fyrir neðan jökulinn ef þeir skyldu fara þar niður.” Rödd Stolypins varð aftur stuttaraleg eins og venju- lega. „Fyrirmæli þín, félagi ofursti, eru aö taka óvininn lif- andi. Þú skýtur ekki til að drepa nema ef ratsjánni er ógnað eða í ýtrustu sjálfsvörn. Er það skilið? ” „Þaö er skilið, félagi hershöfð- ingi.” Makarov gat sér til aö Stolypin léti foringja fylgjast meö þessum samræðum og hann svar- aði af stífri formfestu. „Áframhald á starfsemi rat- sjárinnar er mjög mikilvægt og nærri því jafnmikilvægt að óvinur- inn náist. Ef nauðsyn krefur verður þú að fórna mönnum til að ná þessu fram. Þú breytir eins og aðstæöur bjóða.” Þegar Stolypin haföi lagt á fór Makarov aftur yfir í kofann, æva- reiöur yfir síðustu setningu hers- höfðingjans. „Andskotans helvíti,” urraði hann meö sjálfum sér. „Skíthællinn var alltaf að predika yfir mér aö orö- sendingarnar sem bærust til Moskvu frá Vesturlöndum væru annaðhvort of ruglingslegar eða, lýstu of miklum stjórnmálalegum metnaði til að fara eftir þeim. Hann ætti að reyna að bregöast við helvítis fyrirmælunum frá sjálfum sér.” Metnaöur var vægt orð yfir það sem Stolypin fór fram á og aftur hafði hann lagt byröina af velgengni eða mistökum á undirmenn sína, þó í þetta sinn meö ábendingu til viðbótar um aö líf þeirra sjálfra skipti minnstu máli. Makarov huggaði sig við að skrifa bæði kon.u sinni og ungum syni þeirra sem hann sæi kannski hvorugt aftur. „Elsku Alexei minn,” byrjaði hann, „hvernig gengur þér námið? Ég vona aö það sækist vel. Hérerumvið. . . ” Allt í einu fleygöi hann blaöinu frá sér. Hverslags rugl var þetta sem hann var að skrifa? Hlutirnir sem hann langaði að segja voru einfaldari — en of hættulegir til aö festa þá á blað. „Aldrei treysta kerfinu. Hugsaöi skýrt. Umfram allt, Alexei, sonur minn, reyndu aö vera maður. Kerfiskarlar eins og Stolypin stjórna Rússlandi okkar en á endanum, þegar öllu er á botninn hvolft, þá veröur borin virðing fyrir þér ef í ljós kemur að þú hafir verið maður, vegna þess aö innst inni er þjóðin okkar mikil og heiðarleg þjóð. Lifðu sannur við anda þinn og þú getur að minnsta kosti dáið ánægður.” En hvernig heföi hann svo sem getað sagt þetta viö dreng aö verða tólf ára? Hann náði aftur í blaðið, bætti viö nokkrum athuga- semdum til málamynda, undirrit- aði það og stakk því vandlega samanbrotnu í innri vasa sinn. Ef hann yrði svo óheppinn að veröa drepinn myndi einhver finna það þar. FLJÓTLEGA UPP úr sex, meðan vindurinn þeytti lausamjöll eftir fjallshlíöinni, áætlaöi Peterson að þeir væru komnir á síðasta áfangastað. Hann gaf mönnunum fyrirmæli um að grafa sig þegar í stað niður, tveir í holu, og fá sér svo að borða. Johnson hafði komið loftnetinu fyrir í snjónum og bjó sig undir að senda út stöðu þeirra. Þegar þeir væru tilbúnir aö hvílast ætlaði Peterson að koma sér úr stígvélunum og gera eitt- hvað við tærnar á sér. Þangað til lét hann nægja aö gnísta tönnum og vafraði þangað sem Smith var aö grafa á snjó- þrúgunum sínum. Það skipti öllu að staðfesta árásaráætlunina áður en þeir legöust til svefns, þó að þokuskýið, sem hann þarfnaðist, sýndi engin merki um að hverfa. Að sumu leyti hefði hann viljað leggja strax til atlögu, en það væri geðveiki. Óvinurinn væri að borða kvöldverð og væri vel vakandi en hans eigin menn voru dauðþreytt- ir. Eftir sjö klukkutíma yrðu aðstæöur aðrar. „Er þaö þá á hreinu?” lauk hann máli sínu eftir fáeinar mínútur, talaði ákaflega lágt. „Við verðum hér til klukkan 0100, förum svo yfir sléttuna í tveimur hópum.” „Ég skil þaö, herra.” Ef eimdi eftir af gremju í andliti Howard Smith sást það ekki fyrir þreytu. Ekki svo að skilja aö Peterson sæi mikið af andlitinu, það var að hluta faliö af hettunni og gler- augunum. „Ég vil koma þeim alveg á óvart. Það byrjar enginn að skjóta fyrr en ég gef fyrirmæli. Skilið? ” Smith kinkaði kolli en Peterson vissi að hann varð að gefa þessum mönnum frjálsræði til að nota þá dómgreind sem hæfni þeirra hafði veitt þeim. „Nema kringumstæður krefjist þess,” bætti hann viö. „Eins og ef viöfáum skell.” „Auövitað, ofursti,” sagði Smith þreytulega. „Mönnunum hefur öllum skilist þetta.” Johnson truflaði þá þegar hann kom hljóölega vappandi að þeim. „Herra, ég er búinn að slá inn 44 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.