Vikan


Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 5

Vikan - 12.07.1984, Blaðsíða 5
Texti: Guðrún Ljósmyndir: Ragnar Th. o.fl. Bakhús við Bergstaðastræti: Efri myndina átti Karl Guðmundsson leikari í fórum sínum en það var faðir hans, Guðmundur S. Guömundsson, sem keypti húsið og lét flytja ð Bergstaðastrætið. Trén i bakgarðinum „að- eins minni" en í dag og húsin i kring að sjélf- sögðu börn sins tima. Þarna til vinstri é mynd- inni, é horni Bergstaðastrætis og Baldursgötu, stóð eitt sinn litill steinbær sem menn kölluðu Lékabæ og er getiö um í Innansveitarkroniku Laxness: Einu sinni í fyrndinni þá stóð délitill steinbær, varla meiraen mannhæð undir burst- ina, í kélgarðshorni viö Bergstaðastiginn og Baldursgötuna rétt fyrir ofan Vassmýrina þar sem krian býr. Það var svolítiil grjótgarður kannski hnéhér í kringum kálgarðinn. í kálgarð- inum óx arfi. Á bakatil var vasstunnan. Þetta var bærinn hans Stuttaléka sem kallaður var Úskuléki í umtali, en Léki i viötali og Þorlákur í opinberum plöggum. Aldargamalt og aldrei fallegra Þær eru margar, steinhúsalengjurn- ar í henni Reykjavík, og líklega eru þeir til sem í dagsins önn þjóta fram hjá þeim án þess að hafa hugmynd um hvað þar leynist á bak við. Við Bergstaðastræti er lengja sem nær frá Baldursgötu og út að Bragagötu og lengjan á sér sín sund og sína bak- garða. Þegar farið er í gegnum sundið sem skilur að Bergstaðastræti 48A og Bergstaðastræti 50 blasir við lítið ævintýraland: hvítmálað nýuppgert bárujárnshús með grænu þaki, um- lukið trjám á lítilli og vel hirtri bak- húsalóð. Þarna búa hjónin Bergur Jónsson rennismiður og Erla Eyjólfsdóttir ásamt síðasta unganum í hreiðrinu, heimasætunni Arndísi sem er sextán ára. Bergur og Erla hafa allan sinn búskap, eða frá því 1948, búið í bárujárnshúsinu á Bergstaðastræti 50B og Bergur, húsbóndinn, enn lengur, en foreldrar hans keyptu húsið árið 1939. Stærð fjölskyldunnar innan veggja hússins hefur verið breytileg í gegn- um árin, sex börn hafa komið í heiminn og ýmsar minni háttar endur- bætur verið miðaðar við mismunandi þarfir. En litla bárujárnshúsið hefur tvisvar gengið í gegnum meiri háttar endurbætur hjá Erlu og Bergi og það er handbragð húsbóndans sem er í hverjum krók og kima. Fyrri endur- bæturnar voru framkvæmdar fyrir tuttugu og tveimur árum en þá var eldhús fært til, sett ný innrétting og skorsteinn fjarlægður. En það getur verið strembið að ganga í gegnum meiri háttar andlitslyftingu og því kærkomið að henni fylgi smáhvíld. Litla húsið fékk sína hvíld árið 1975 þegar fjölskyldan fluttist til Samein- uðu furstadæmanna við Persaflóa þar sem Bergur vann við að setja upp og koma af stað verksmiðju. Árin við Persaflóa voru fjögur og fljótlega eftir heimkomuna og langt en ævintýra- legt ferðalag á bíl frá Persaflóa til Seyðisfjarðar hófust seinni endur- bæturnar sem Bergstaðastræti 50B hefur nú gengist undir. 23. maí síðastliðinn lagði þúsund- þjalasmiðurinn Bergur Jónsson frá sér hamar og sög og hélt daginn eftir upp á sextugsafmælið sitt. Húsið var komið í nýjan búning, aðeins smálag- færingar hér og þar hefur Bergur látið bíða; til að eiga eitthvað eftir til að dunda við. Þetta er þó ekki öll saga hússins í bakgarðinum á Bergstaðastræti því húsið er aldargamalt og fæddist annars staðar í bænum. Á skjalasafni er að finna skjal þess efnis að 23. september 1884 sé Stein- 28. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.