Vikan


Vikan - 12.07.1984, Page 5

Vikan - 12.07.1984, Page 5
Texti: Guðrún Ljósmyndir: Ragnar Th. o.fl. Bakhús við Bergstaðastræti: Efri myndina átti Karl Guðmundsson leikari í fórum sínum en það var faðir hans, Guðmundur S. Guömundsson, sem keypti húsið og lét flytja ð Bergstaðastrætið. Trén i bakgarðinum „að- eins minni" en í dag og húsin i kring að sjélf- sögðu börn sins tima. Þarna til vinstri é mynd- inni, é horni Bergstaðastrætis og Baldursgötu, stóð eitt sinn litill steinbær sem menn kölluðu Lékabæ og er getiö um í Innansveitarkroniku Laxness: Einu sinni í fyrndinni þá stóð délitill steinbær, varla meiraen mannhæð undir burst- ina, í kélgarðshorni viö Bergstaðastiginn og Baldursgötuna rétt fyrir ofan Vassmýrina þar sem krian býr. Það var svolítiil grjótgarður kannski hnéhér í kringum kálgarðinn. í kálgarð- inum óx arfi. Á bakatil var vasstunnan. Þetta var bærinn hans Stuttaléka sem kallaður var Úskuléki í umtali, en Léki i viötali og Þorlákur í opinberum plöggum. Aldargamalt og aldrei fallegra Þær eru margar, steinhúsalengjurn- ar í henni Reykjavík, og líklega eru þeir til sem í dagsins önn þjóta fram hjá þeim án þess að hafa hugmynd um hvað þar leynist á bak við. Við Bergstaðastræti er lengja sem nær frá Baldursgötu og út að Bragagötu og lengjan á sér sín sund og sína bak- garða. Þegar farið er í gegnum sundið sem skilur að Bergstaðastræti 48A og Bergstaðastræti 50 blasir við lítið ævintýraland: hvítmálað nýuppgert bárujárnshús með grænu þaki, um- lukið trjám á lítilli og vel hirtri bak- húsalóð. Þarna búa hjónin Bergur Jónsson rennismiður og Erla Eyjólfsdóttir ásamt síðasta unganum í hreiðrinu, heimasætunni Arndísi sem er sextán ára. Bergur og Erla hafa allan sinn búskap, eða frá því 1948, búið í bárujárnshúsinu á Bergstaðastræti 50B og Bergur, húsbóndinn, enn lengur, en foreldrar hans keyptu húsið árið 1939. Stærð fjölskyldunnar innan veggja hússins hefur verið breytileg í gegn- um árin, sex börn hafa komið í heiminn og ýmsar minni háttar endur- bætur verið miðaðar við mismunandi þarfir. En litla bárujárnshúsið hefur tvisvar gengið í gegnum meiri háttar endurbætur hjá Erlu og Bergi og það er handbragð húsbóndans sem er í hverjum krók og kima. Fyrri endur- bæturnar voru framkvæmdar fyrir tuttugu og tveimur árum en þá var eldhús fært til, sett ný innrétting og skorsteinn fjarlægður. En það getur verið strembið að ganga í gegnum meiri háttar andlitslyftingu og því kærkomið að henni fylgi smáhvíld. Litla húsið fékk sína hvíld árið 1975 þegar fjölskyldan fluttist til Samein- uðu furstadæmanna við Persaflóa þar sem Bergur vann við að setja upp og koma af stað verksmiðju. Árin við Persaflóa voru fjögur og fljótlega eftir heimkomuna og langt en ævintýra- legt ferðalag á bíl frá Persaflóa til Seyðisfjarðar hófust seinni endur- bæturnar sem Bergstaðastræti 50B hefur nú gengist undir. 23. maí síðastliðinn lagði þúsund- þjalasmiðurinn Bergur Jónsson frá sér hamar og sög og hélt daginn eftir upp á sextugsafmælið sitt. Húsið var komið í nýjan búning, aðeins smálag- færingar hér og þar hefur Bergur látið bíða; til að eiga eitthvað eftir til að dunda við. Þetta er þó ekki öll saga hússins í bakgarðinum á Bergstaðastræti því húsið er aldargamalt og fæddist annars staðar í bænum. Á skjalasafni er að finna skjal þess efnis að 23. september 1884 sé Stein- 28. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.