Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 51
P 0 S T U R HRIFIN AF EINUM 25 ÁRA! Hæ, hæ, els-ku besti Póstur. Ég óska þess innilega að þú birtir bréfið. Jæja. Mitt vandamál er þannig að ég er 1 3 ára og er hrifin af strák sem er 25 ára. Hvað á ég að gera? Á ég að segja honum það eða á ég bara að láta það ógert? Ég þekki hann mjög vel. Ég get engan veginn gleymt hon- um. Hann kemur hingað til að vinna á togara en er annars alltaf í Reykjavík. Ég veit vel að aldursmunurinn er mikill en samt er ég hrifin af honum. Elsku besti Póstur, viltu hjálpa mér. Ein ástfangin. P.s. Hann kemur stundum í heimsókn til mömmu og pabba. Pósturinn álítur þetta vera harla mikinn aldursmun, of mikinn til þess að samband milli ykkar gæti nokkurn tíma blessast. Þó það sé erfitt að kyngja því er líklegast að maðurinn líti bara á þig sem litla stelpu. Það ræður reyndar enginn við tilfinningar sínar og Pósturinn getur varla bannað þér að halda áfram að vera skotin í honum. En haltu þessu bara fyrir þig og vertu skotin úr fjarlægð. Það er svo heldur ekki úr vegi að kikja aðeins betur á jafnaldrana. Þar leyn- ist oft ýmislegt spennandi. NÁM í FLUG- UMFERÐAR- STJÓRN Kæri Póstur! Mig langar mikið að fræðast um flugum- ferðarstjórn svo ég vona að þú getir hjálpað mér. Hvar er flugumferðarstjórn kennd og í hvaða skóla? Hver eru inntökuskilyrðin og hvað er þetta langt nám? Hver eru laun flugumferðarstjóra og at- vinnuhorfur? Skiptir einhverju máli hvort maður er karl- eða kvenkyns? Ég vona að þú sjáir þér fært að svara bréfi mínu. Og viltu gera það fyrir mig að henda ekki bréfinu. Ein með flugdellu. 77/ að koma til greina til náms I flugum- ferðarstjórn þurfa menn að hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun, tala skýrt mál, rita greinilega hönd. hafa gott vald á enskri tungu og fullnægja tilskildum heilbrigðis- kröfum. Æskilegt er að þeir séu á aldrinum 19-24 ára og að sjálfsögðu er námið ætlað báðum kynjum. Lágmarksaldur til að fá skír- teini flugumferðarstjóra er 2! ár. Umsækj- endur þurfa að gangast undir hæfnispróf. Lengd námsins er 3-4 ár. Því er skipt nið- ur I áfanga sem teknir eru bæði heima og erlendis. Sumir eru I formi námskeiða og aðrir eru starfsþjálfun. Að loknum þjálfunar- tíma öðlast nemendurstarfsréttindi sem flug- umferðarstjórar við flugturna eða við aðflug, úthafsdeild eða innanlandsdeild Flugstjórn- armiðstöðvarinnar í Reykjavík. Þegar nemendur eru teknir I námið er það sérstaklega auglýst í blöðunum. Atv/nnuhorfur eru allgóðar og tekjumögu- leikar sömuleiðis. ÚTI í EYJUM Kæri Póstur! Ég vona að þú getir hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák sem við getum kallað X og hann á heima í Vest- mannaeyjum en ég sjálf á Reykjavíkursvæð- inu. Ég fór til Eyja í nokkra daga en ég segi ekki hvenær, kannski fyrir hálfum mánuði, kannski fyrir viku. Sama dag og ég kom fór ég á ball. Þegar ballið var að verða búið þá spurði ég hann hvort við mættum koma með þeim að labba eftir ballið og hann sagði já. Eftir fimm mínútur kom vinur X og spurði mig hvort ég vildi byrja með X og ég sagði já. (Hann var að spyrja fyrir X.) Þá baðaði X út höndunum og vinur hans sagði að X hefði bara verið að fíflast. Svo fórum við út að labba og hann var svolítið feiminn þá. Ég sá hann ekki meir því hann fór frá smá- tíma daginn eftir. Ég hef símanúmerið hans og get alveg hringt í hann. Spurningar: 1. Á ég að hringja í hann og spyrja hann hvort hann hafi meint eitthvað með þessu? 2. Ef hann segir já, á ég þá að spyrja hann hvort hann vilji það? Með þökk fyrir gott blað. Ein sem vonast eftir svari bráðlega. Já, þvi ekki að hringja bara i hann og fá þetta á hreint. Það getur varla gert mikið til. Þú veist þá að minnsta kosti eftir á hvernig þú stendur, ef hlutirnir fara ekki eins og best verður á kosið. Það getur vel hugsast að strákurinn hafi meint eitthvað með þessu en síðan orðið feiminn og farið hjá sér þeg- ar á hólminn var komið. Efþú talar við hann í einrúmi í síma er líklegra að hann verði hreinskilinn við þig. VANDAMÁL- IÐ ER SPIK Hæ, hæ, Póstur! Ég veit ekki hvort þetta er rétta umræðu- efnið í Póstinn en vandamálið mitt er smá- spik (feitur). Ég varð 1 5 ára í apríl og fer í 9. bekk í haust. Mig langar að fá góð ráð hjá þér, Póstur, um góða megrun. Þakka birtingu og góð ráð. Einn í vandræðum. P.s. Vinur minn skrifaði þér í vetur um ástar- mál og fékk gott ráð sem tókst. (Vona það sama hjá mér.) Ef mönnum finnst þeir vera of feitir og líður illa út af því er ekki um neitt annað að ræða en drífa sig í góða megrun. Það er vissulega meira en að segja það að grenna sig en alveg hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það hafa þeir mörgu sem lagt hafa á megrun sýnt og sannað. Boðorð númer eitt i sam- bandi við megrun erað borða minna aföllum mat og sleppa algjörlega sumum matarteg- undum meðan á megruninni stendur. Bannvörurnar eru sykur og sælgæti, kökur, fita og feiturmatur, svo sem franskar kartöfl- ur og majónes. Gott er að borða mikið af hitaeiningasnauðum mat eins og gúrkum, tómötum. gulrótum, hvitkáli, drekka vatn, léttmjólk og sykurlausa drykki. Það er einnig mjög mikilvægt að hreyfa sig mikið og oft, hlaupa, synda og það væri gott fyrir þig að komast I góða útivinnu I sumar þar sem þú gætir hamast hressilega. Árangursrík megrun getur tekið nokkrar vikur en það er um að gera að vera þolinmóður. 19. TBL VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.