Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 33

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 33
Úlfamir í sigurvímu: Þórður, Gunnar ogjónamir. sætur og liðsmennirnir stilltu sér upp í myndatöku sigurreifir og stoltir. Spila sig niður Heldur gekk þeim þó illa að hætta alveg að spila og þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir ætluðu ekki að hætta svör- uðu þeir því til að maður yrði að spila einn leik fyrir keppni til að peppa sig upp og síðan einn eftir á til að spila sig niður. Á einni brautinni var leiknum enn ólokið og þar áttust við tvö lið ffá Hagkaupum. Lærlingarnir höfðu yfirhöndina enda með geimálfinn Alf fyrir lukkudýr. Að vísu vildu andstæðingar þeirra, Trítiltopparnir, meina að þeir ættu fínna lukkudýr en það var ókennilegt, loðið skrímsli með blikkandi augu. Einn Lærling- anna, Snæbjörn að nafni, sagðist hafa byrjað að spila í maí á síð- asta ári. „Ég fór til að prufa þetta einu sinni og fékk bakteríuna. Það er alveg ótrúlegt hvað maður verð- ur heltekinn af þessu. Svo skemmir það ekki fýrir að fé- lagsskapurinn er ffábær. Engin leiðindi þó maður tapi og mað- ur klappar fyrir góðum skotum hjá andstæðingum jafnt sem eig- in liðsmönnum. Það eru þrjú lið frá Hagkaupum í þriðju deild- inni og þó það sé svolítill rígur á milli okkar er það allt í góðu. Ég er til dæmis viss um að strákarn- ir héma verða ekkert íulir í vinn- unni á morgun þó við rótburst- um þá í kvöld.“ Að þessum orð- um sögðum var komið að hon- um að skjóta svo ekki mátti trufla hann meira. Við brautina stóð Guðjón Ólafsson, fyrrverandi Iandsliðs- markvörður í handknattleik, og fylgdist gaumgæfilega með. „Ég er að horfa á strákinn spila og hvet hann í hljóði. Það gengur ágætlega hjá þeim núna. Við byrjuðum að spila þetta í sumar og síðan hefúr öll fjöl- skyldan verið á fúllu í þessu. Ég er á þvi að þetta sé besta fjöl- skyldusportið ásamt hesta- mennskunni. Við emm með fastan tíma á fimmtudögum og spilum svo að auki flest öll laug- ardagskvöld. Aðstaðan er til fyrirmyndar hérna fyrir alla fjöl- skylduna. Það er barnahorn hérna með vídeói og leiktækja- salur þannig að krakkarnir hafa nóg við að vera þó þeir geti ekki spilað sjálfir. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir allar fjölskyldur sem vilja eyða tíma saman og gera eitthvað skemmtilegt í sameiningu." Áður en undirritaður og ljósmyndarinn yfirgáfú svæðið reyndu þeir nokkur köst og þeg- ar við kvöddum Ásgeir Heiðar hefur hann sjálfsagt þóst sjá gamalkunnan glampa í augun- um á okkur því hann leysti okk- ur út með þeim orðum að við væmm velkomnir aftur og þá kannski með fjölskyldurnar. Aldrei að vita hvað úr verður því sannast sagna fann maður fyrir fiðringi þegar maður náði góðu skoti. AE. Hér sýnir Ásgeir blaðamanni Vikunnar hvemig mælt er fyrir götunum á kúlunni. Eins og sjá má eru vélamar baksviðs engin smásmíði. Þessi mikla samstæða sér um að raða keilunum upp og að skila kúlunum aft- ur til keppenda. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.