Vikan


Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 3

Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 40, 1948 3 Próf raun Smásaga — Gjörið þér svo vel frk. Madsen, gang- ið þér á undan inn um vængjadyrnar. — En hr. Nielsen, eigum við að fara á svona fínt veitingahús. — Þetta er í fyrsta skipti, sem ég býð yður út. — Þér takið víst mikinn þátt í sam- kvæmislífinu, hr. Nielsen? — Nei, af hverju haldið þér það? — Og þér farið mikið á veitingahús, það gera að vísu allir ókvæntir menn. — Því miður leyfa launin það ekki, frk. Madsen, og þér megið trúa því, að þegar maður hefur borðað úti í 15 ár, þá hafa veitingahúsin ekki mikið að- dráttarafl. Hvað finnst yður um þetta borð hérna, eigum við heldur að fá annað ? — Hérna er alveg prýðilegt, við erum svo nálægt hljómsveitinni. .— Eruð þér mikið gefnar fyrir hljóm- list, frk. Madsen? — Já, mér finnst hún dásamleg. — Mér finnst hávaðinn of mikill. — Það er hann auðvitað. — Ég vil heldur fá að borða í ró og næði, þegar ég fer út. — Ég er heldur ekkert mikið gefin fyr- ir hljómlist. — Það þykir mér vænt um að heyra. Ég skal segja yður það að í þessa tvo mánuði, sem við höfum þekkzt á mat- söluhúsinu, þá hef ég tekið eftir því, að við höfum líkan smekk og skoðanir á mörg- um hlutum, frk. Madsen. — Já, mér finnst það líka. — Hafið þér ekki góða atvinnu með 125 kr. laun á mánuði? — Ég hef 150 kr. — Afsakið, hafið þér svona há laun? Ég hef 300 kr. á mánuði, og þar að auki fæ ég uppót um hver áramót. — Þetta er alveg stórkostlegt. — Já, það er það, og svo hef ég samn- ingsbundna ekkjuuppbót þér skiljið, þegar ég dey, með vinnu minni. — Það er auðvitað mikil uppbót. — Það er minnsta kosti rétt að nefna það .... hér er seðill yfir smurða brauðið, frk. Madsen, ef þér viljið vera svo góðar að skrifa upp það, sem þér viljið fá. — Eigum við að fá smurt brauð? Við hefðum svo vel getað látið nægja kaffi og kökur. — Ég er nú ekki svoleiðis, frk. Madsen. Þegar ég skvetti mér upp þá skvetti ég mér upp. Ég ætla að borða þrjár sneiðar, en þér getið borðað fleiri, ef þér viljið. — Nei, nei, hvernig dettur yður í hug? — Ég á aðeins við, að þér megið til með að fá yður eins margar sneiðar og þér getið borðað. — Það er svo græðgislegt að borða fleiri en þrjár. — En hvaó það gleður mig, að þér skuluð hafa þá skoðun, frk. Madsen, mér finnst það einnig, skrifið þér nú það, sem þér viljið. — Þakka yður fyrir, þetta er svo margt, sem hægt er að velja um. Ég veit ekki hvað ég á að fá mér. — Ég fæ mér alltaf sömu þrjár sneið- arnar, þegar ég er úti. — Hvaða sneiðar eru það ? — Það segi ég yður ekki, frk. Madsen, þér verðið að velja sjálfar. — Af hverju? — Jú, þér verðið að gera það. Ég er svo ákafur í að sjá, hvað þér veljið. — Fóruð þér ekki út með frk. Johnsen í síðustu viku? — Jú, það gerði ég. — Fóruð þið líka hingað? — Já, það gerðum við. — Mér finnst nú ekki mikið til frk. Johnsen koma. — Mér ekki heldur. — Mér þykir vænt um að heyra yður segja þetta, hr. Nielsen, það voru nefni- lega einhverjir í matsöluhúsinu að segja, Kvikmyndaleikkonan Hazel Court. Hún leikur í nýrri kvikmynd sem heitir „Systir mín og ég“, og er hún i henni stuttklippt eftir nýjustu tízku. Kvikmyndaleikkonan Jean Simmons var fyrsta leikkonan i Englandi, sem lét klippa hár sitt stutt. að líklega mynduð þið giftast, en ég sagði: ,,Nei,“ það er ekki hægt að hremma hr. Nielsen með þeim brögðum, sem frk. Johnsen notar, hún er of langorð og svo er hún með skakka-tönn. — Já, hún er of margmál, það er hverju orði sannara frk. Madsen, það er einmitt það, sem hún er, en skrifið nú það, sem þér viljið fá. Fáið yður þær þrjár sneiðar, sem yður langar í. Viljið þér fá eina með reyktum laxi? — Nei takk það er alltof dýrt. — Viljið þér vera svo góðar frk. Madsen að fá yður þær sneiðar, sem yður langar í. Viljið þér fá eina með buffi og steiktu eggi. — Nei, nei! — En eina með styrjuhrognum eða rækjum með olíusósu. Hvað viljið þér? — En hvað þér eruð örlátur hr. Nielsen, en þessháttar brauð borða ég aldrei, þegar ég er á veitingahúsi. — Af hverju ekki? — Nei, ef ég gæti fengið eina sneið með lifrarkæfu og eina með kálfasteik og svo eina með síldarsalati og gjarnan, ef hægt væri að fá eggjasneið ofan á salatið. — Þetta er alveg ljómandi frk. Madsen, alveg ljómandi. Nú skal ég skrifa fyrir yður. Viljið þér í raun og veru ekki dýrari sneiðar en þessar? — Nei takk, alls ekki. Hvaða sneiðar valdi frk. Johnsen um daginn? Mér þætti gaman að vita það, en þér munið það kannske ekki. — Auðvitað man ég það. Ein með laxi, önnur með rækjum og olíusósu, þriðja með buffi og steiktu eggi . . . og sú fjórða með gráðuosti. — En dýrar sneiðar! — Já, og meira að segja fjórar. — Svona er hún. — Já, mér varð það ljóst við þetta tækifæri. — En hvaða sneiðar ætlið þér að fá yður, hr. Nielsen? — Eina með kálf asteik, eina með osti og eina með lifrarkæfu. — Ö! það er líka hægt að fá ost. — Já,- ég skal skipta ostsneiðinni, hún er alltaf svo stór, og það sparast nokkuð við það, þegar til lengdar lætur. Gjörið svo vel þjónn, héma er matseð- illinn. Sex sneiðar og te handa tveimur eða viljið þér heldur öl, frk. Madsen? — Nei, alls ekki. — Þá verður það te. Ég veit ekki, frk. Madsen, en það er eitthvað við yður, sem lengi hefur vakið eftirtekt mína. Ég er einmana maður og þrái að eignast heimili, og þó að ég sé ekki ungur, þá er ég heldur ekki gamall, svo ef þér haldið ... að þér . . . að þér og ég á við . . . Þá vil ég segja yður að þér búið yfir hæfi- leikum, sem ég met mikils og sem sjaldan fyrirfinnast hjá nútímakonum .... í stuttu máli frk. Madsen, ætla ég að spyrja yður, hvort þér gætuð ekki hugsað yður að verða konan mín . . . ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.