Vikan


Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 40, 1948 gróðurekrur sínar visna. Stella þekkti þetta nú orðið og skildi hvers vegna Harringay leit elli- legri út en þrjátíu og sex ára og hvers vegna andlit hans var hrukkótt og skapið ört. Hún vissi hvað hamfarir náttúrunnar gátu orðið ofsafengnar þarna á Paradís og öll fegurð horfið skyndilega. Og þrátt fyrir vingjarnlegan svip og brosandi andlit var þetta glaðlynda fólk á Paradís hjátrúarfullt og bjó yfir skuggalegum hugsunum. Það fór allt í einu hrollur um Stellu, þár sem hún stóð þarna í sólskininu. Hún sneri sér við til að ganga aftur inn í garðinn og sá þá Harringay koma inn um hitt hliðið. „Hvað hafist þér að hérna?“ spurði hann. ,,Ég var að kveðja gestina.“ „Hvaða gesti?“ „Gavarros- og Preelandshjónin. Við drukkum te uppi hjá Gay." „Þreyttist hann ekki við það?“ „Nei! Ég held að hann hafi bara haft gott af þvi. Á ég að koma inn í skrifstofuna ?“ Strax eftir að Chang hafði fundizt daginn áður, hafði Harringay riðið burtu og ekki komið fyrr en rétt fyrir kvöldverð. Um kvöldið hafði hann svo lokað sig inni í skrifstofunni, svo að þau höfðu ekkert unnið. Þau skildu öll að hann var í þungu skapi út af endalokum Chang, enda þótt hann vildi ekki minnast á það við neinn. „Já, ef þér eru ekki þreyttar?" „Auðvitað er ég óþreytt. Af hverju œtti ég að vera þreytt?" „Þér urðuð fyrir slæmu áfalli í gær,“ svaraði hann. „Það var miklu sárara fyrir yður,“ sagði hún og horfði með meðaumkun á hann. „Alls ekki! Þér hlífðuð mér við þvi versta," hann brosti og hún brosti feimnislega á móti. „Þér eruð skrítið barn!“ sagði hann. „Hvers vegna finnst yður það?“ Henni sárn- aði ekki í þetta skiptið sökum þess hve rödd hans var blíðleg. „Þér eruð svo litlar — ég skal aldrei gleyma þessu —- sömuleiðis ekki því, þegar þér streittust á móti sandrokinu, til að forvitnast um mig. Þér eruð blessunarlega barnalegar stundum." Clare hafði orðið eftir inni hjá Gay þegar fólkið fór. Hún las fyrir hann um stund. Síðan lokaði hún bókinni og leit á úr sitt. „Það er kominn tími til að þú takir inn lyfið, Gay.“ Hún tók flöskuna og dropaglasið og mældi nákvæmlega skammt hans. Síðan fyllti hún litla glasið með sherry, er stóð í flösku á borðinu og rétti honum. „Guð blessi þig!“ sagði Gay. „Þú gerir þér svo mikla fyrirhöfn með þessum dropateljara. Það myndi ekki drepa mig þótt ég fengi hálfum eða heilum dropa meira í inntöku, ástin mín!“ „Ég býst heldur ekki við því. En ég vil samt ekki eiga neitt á hættu.“ „Þú vilt ekki losna við mig ennþá?" „Nei,“ svaraði hún og það var satt. Gay mátti ekki deyja, hann var eini tengiliður hennar við Paradís og ef hann félli frá hefði hún enga ástæðu til að dvelja þar lengur. „Það fer líka fjarri því að ég sé að deyja,“ sagði Gay og lagði magra hönd sína á hönd hennar. „Ég hressist með hverjum deginum. En ef ég væri — já, þegar þeir lögðu mig á skurðarborðið gat ég ekki forðast þá hugsun, að ég kynni að deyja •— og þá datt mér í hug að ég væri að minnsta kosti búinn að sjá konunni sem ég elskaði, fyrir nægu fé til að geta lifað." „Ó, hættu þessu tali,“ greip hún snöggt fram í fyrir honum. „Peningar skipta engu máli.“ „Pinnst þér það ekki, Clare?“ „Nei, það finnst mér ekki. Ég kýs heldur að hafa Gay minn, sem er spilltur af dekri og er nú að ná sér eftir veikindin." Og hún laut niður og kyssti hann. Skömmu seinna kom Miguel inn til að þvo Gay fyrir nóttina. Clare fór út og hélt Miguel dyrunum opnum fyrir hana. Stóð hann beinn og með auðmýktarsvip, en hvorki Clare né Gay sáu að tveir fingur hans á brúnni hönd hans, sem hann faldi, voru krosslagðir. Hún fór upp í herbergi sitt og gekk fram og aftur um gólfið eirðarlaus með öllu. „Ég hefi ekki þolinmæði lengur. Ég verð brjáluð, ef þessu heldur áfram. Piers! Þykir þér vænt um mig eða ekki ? Ertu að leika þér að mér ? Það væri tilgangslaust fyrir þig og þú hlýtur að elska mig!“ Hún var ekki alveg örugg um hann. Hún hélt að hann væri ástfanginn af sér, en þar til hún gæti fengið vissu sína, varð hún að fara varlega. Hún mátti ekkert segja eða gera, sem gæti valdið vandræðum og gert aðstöðu hennar þarna á heimilinu erfiðari eða jafnvel ónýtt allt fyrir henni. Ef hún kæmi upp um sig og léti skína í það að hún væri ástfangin af Piers, án þess að hann endurgyldi þær tilfinningar hennar, myndi hann áreiðanlega, umsvifalaust, senda hana frá Paradís. Hann varð að vera fyrri til að játa henni ást sína, allt annað var óhugsandi. Og hann hlaut að gera það. Enginn bróður- kærleikur gat spornað á móti ást hans á konu. Hann léti undan fyrr en varði. Hún hætti eirðarlausu rápi sínu og skoðaði sig í háum speglinum. Ánægjubros breiddist út um andlit hennar. Hvaða karlmaður gat staðizt svona fagra kpnu? Hún brosti sigrihrósandi. Sjálfs- þótti hennar var að vakna að nýju og< studdist við hégómadýrð hennar. „Þú ert glataður, Piers minn,“ tautaði hún og kinkaði kolli framan í spegilmynd sína. En um leið og hún sneri sér við andvarpaði hún og andlit hennar bar vott um óþolinmæði. Hún gat aldrei verið algjörlega örugg. 16. KAFLI. Stella vaknaði morguninn eftir við rödd Harringays. Hún leit út eins og venja hennar var til að vita hvort hún sæi honum ekki bregða fyrir, en varð fyrir vonbrigðum. Síðan gekk hún að rúminu og settist á rúmstokkinn og var á báðum áttum. Ég býst við að ég ætti að fara þangað niður!. Það þýðir ekki að vera með slíka viðkvæmni. Hún hafði ekki farið í sjóinn í gærmorgun — daginn eftir að Chang fannst og það hafði enginn gert. Clare var vön að baða sig eftir hádegis- hvíldina og þá fór Stella oft með henni í annað sinn, sömuleiðis gestir, sem komu til að heilsa upp á Clare. Tvisvar og þrisvar í viku var gestum boðið til Paradísar. ' „Og mér finnst ég alls ekki geta farið núna,“ hugsaði Stella. „En ef ég fer samt ekki strax, fer ég aldrei —“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Hvert ertu að fara, elskan? Pabbinn: Ég ætla að fara að byggja lítið hús handa Lilla til að leika sér í. Lilli: Da! Da! " Pabbinn: Það verður ekki langt þangað til pabbi verður búinn að byggja lítið og fallegt hús handa Lilla. En hvað það er gaman að gera þetta. Pabbinn: Nú er allt að verða búið. Nú eigum við aðeins eftir að setja þakið á. Pabbinn: Ég verð ekki nokkra stund að negla það niður. Ég er duglegur við þessháttar vinnu. Pabbinn: Lilli minn! Farðu og kallaðu á mömmu, ég kemst ekki út úr húsinu. Ég gleymdi að setja dyr á húsið, hvað skyldi mamma segja um þetta? Lilli: Da! Da!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.