Vikan


Vikan - 15.02.2000, Síða 4

Vikan - 15.02.2000, Síða 4
Þjónusta og þolinmœði á þjónustu og dónaskapur við viðskipta- vini. Og það þarfekki útlendinga til. Það gekk gersamlega fram afmér eitt laugar- dagskvöld fyrir skömmu þegar við hjónin œtluðum að fá okkur að borða eftir að hafa horft á stórkostlega kvikmynd, Engla alheimsins, í Háskólabíói. Við ákváðum að kíkja inn á nýtt veitinga- hús í Austurborginni sem býður upp á mexíkóskan mat. Þangað komum við sársvöng og var boðið sœti af elskulegri konu sem bauð okkur súptt. Ég bað kon- una um að fœra mér vatn og klaka og við biðum í tilhlökkun eftir máltíðinni. Nokkru seinna snarar sér önnur kona að borðinu og skellir orðalaust á það könntt, hálffullri afvatni. Engir klakar voru í vatninu sem hefði nú verið sök sér - en vatnið var ekki einungis volgt, heldur líka með sterku hitaveitubragði (sennilega átt að vökva með því blómin). Við gerðum nokkrar árangurslausar tilraunir til að vekja á okkur athygli, en þar sem enginn virtist hafa áhuga á að bœta fyrir þennan dónaskap tókum við þann kost að sleppa hlaðborðinu og reyna fyrir okkur annars staðar. Ekki tók betra við þar. Við fórttm á annan nýjan stað í nágrenninu en sá sérhœfir sig í amerísku brasfœði undir erlendu nafni. Þar var troðfullt útúr dyrum svo ég spurði hvort biðin yrði löng, en fékk það svar að svo vœrí ekki. Við settumst og ung stúlka tók pöntun eins og skot. Við hjónin eigum sem beturfer gott með að tala saman því við vorum búin að sitja í 35 mínútur þegar blessuð dúfan kom aftur,- ekki með mat- inn, heldur til að segja mér að kalktina- bringan í samlokuna mína vœri ekki til og spyrja hvað mcetti bjóða mér ístaðinn! Sem barni var mér kennt að telja upp að tíu efégyrði reið (mamma þekkti sína!) og svara svo kurteislega. Ég pantaði því aðra samloku að lokinni talningu og spurði livort þetta færi þá ekki alveg að koma? Jú, þið eruð í forgangsröð, svaraði stúlkan og hvarf. Ekki þarf að orðlengja það frekar, en ég veit ekki hvort eða hvenœr samlokan mín ogsteikin eigin- mannsins voru borin fram, því kortéri síð- ar ákváðtim við að nota síðustu kraftana til að koma okkur heim til að smyrja okk- ur samloku! Og efeinhver skyldi spyrja,- nei við borg- uðum hvorki reikninginn né heldur gáfum við skýringu á brotthvarfinu, einfaldlega vegna þess að við rákumst ekki á neinn þjón á leiðinni út! Ef eigandinn les þetta og sér eftir hráefn- inu má hann líka vel rukka mig efhann hefur samvisku til (þetta miðast auðvitað við að rétturinn sé korninn á borðið núna!). Ég mun svo sannarlega borga með glöðu geði, þó ekki vœri nema til að geta sagt nokkur vel valin orð við hann í leiðinni! En það er gott að grípa til Vikunnar til að róa sig ef þolinmæðin er að bresta. I þess- ari viku er boðið upp á efni sem nýtist vel til að jafna geð fólks í Itvernig ástandi sem það erfyrir. I þessari Viku er margt skemmtilegt og spennandi efni og ég vona svo sannarleg að þið hafið gaman og gagn af Njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri ~Tf““mm^kki veit ég hvers vegna, en m , það var naumt skammtað þegar þolinmœðinni var út- M . hlutað við fœðingu mína. M rdr Auðvitað fylgja því ýmsir kostir, en gallarnir eru fleiri. Helsti gallinn er sá að mér vaxa horn og hali þegar ég lendi á stöðum þar sem þjónustan er vond. Ég reyni eins og ég get að vera róleg ogfrnna allar hugsanlegar afsakanir fyrir því hvers vegna þjónustan sé svona vond, en oftar en ekki kemst ég að þeirri niðurstöðu að eina ástœðan sé sú að sumir aðilar í þjónustuhlut- verkum eru ein- faldlega ekki starfi sínu vaxnir. Því miður erum við Islendingar mjög aftarlega á merinni Itvað þetta varðar, við kunnum einfald- lega ekki að þjóna fólki. IJér vilja langflestir stjórna en ekki þjóna. Það er líka allt í lagi, - svo fremi að hin- ir sömu séu ekki í þjónustustörf- umi, Ég hefumgengist mikið af ferðamönnum og það eina sem þeir kvarta undan á Is- landi er annars vegar verð á áfengi og Itins vegar þjónustan,- eða öllu Iteldur skortur Hrund Steingerður Margrét V. lngunn B. Guðmundur Hauksdóttir Steinars- Helgadóttir Sigurjóns- Ragnar ritstjóri dóttir blaðamaður dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- grafískur , stjórí hönnuður Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljaveg 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir, vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.