Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.01.1925, Blaðsíða 5
MENTAMÁL 5[ i ]^eim löndum flesta þá slcóla, sem hægt er a'S hafa til fyrir- myndar viS almenna unglingamentun hjer á landi. Síöustu ár- in, þar til í vetur, hefir hann haldið unglingaskóla í fundar- húsi Reykdælinga á BreiSumýri. Þar hefir a'SstaSan veriS erfiS á margan hátt vegna óhentugs og ónógs húsnæSis, sem þar aS auki verSur aS nota til almennra sveitafunda. 1 liúsi því, sem nú er búiS aS byggja, er nægilegt húsrúm fyrir 40—50 nemendur og tvo kennara. Eldhús og borSstofa nemenda er i kjallara. Tvær skólastofur á neSri hæð, og má gera þær aS einum sal. Heimavistir eru á 2. og 3. hæS. Jóhann Kristjánsson hefir gert teikningu aS húsinu í samráSi vi'ð Arnór skólasljóra, og er byggingin í hinum endurnýjaSa sveitabæjastíl, svo sem vera ber. Veggirnir eru traustir og vandaSir og hitinn meira en nógur. MaSur, sem hefir sjeS húsiS, og þekkir vel til hjer á landi, heldur aS húsiS á Laugum sje besta og vandaSasta skóla- hús á landinu. ÞaS kostar meS hitun um 85—90 þús. Líklega þyrfti aS fá svo sem 10 þús. enn, til aS ljúka vi'S ýmislegt, senr ekki er fullgert. Eitt af því nauSsynlegasta, sem gera þarf á Laugum, er aS byggja yfir nokkurn hluta sundlaugarinnar, svo aS synda megi allan veturinn á hverjum degi, hvernig sem viSrar. HaldiS er, aS þaS myndi ekki kosta nema um 2000 kr. Gert er ráS fyrir, aS bæta megi viS húsiS nýrri álmu, aust- anvert viS miSbygginguna. Gæti þar korniS leikfimishús, og þó einkum herbergi til verklegrar kenslu. Jeg hygg, aS viS þann skóla, sem hefir yfirbygSa sundlaug, þurfi ekki nauSsynlega aS hafa leikfimissal. SundiS og útiíþróttir ættu aS fullnægja. Alt öSru máli er aö gegna meS verklega námiS. Þar þarf áreið- anlega aS gera síhækkandi kröfur. t grein Sig. Nordal, í „Tímanum", um hjeraSsskóla Sunn- lendinga, er lýst rækilega og vel höfuSdráttum í daglegri vinnu hjeraSsskólanna. Þeir eiga aS búa unga fólkiS, eftir því sem hægt er, undir aS líkjast hinum bestu og þroskuSustu konum og körlum, sem vaxiS hafa í skauti sveitalífsins og mentast af sjálfsdáSum. lYfirburSir skólans eiga aS liggja í því, aS

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.