Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 3
MENTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON II. ÁR MARZ—APRÍL 1926 6.BLAÐ Siðalögmál. Útgefandi Mentamáia skrifaði í vetur amerískri stofnun, sem hefir Jjað verkefni að hvetja kennara og skólamenn til að lcggja meiri rækt við hina siðferðilegu hlið uppeldisstarfsins en verið hefir og afla þeitn leiðbeininga og hjálpargagna í því efni. Stofnun þessi hefir yfir að ráða stórfje og sparar ekki þegar eitthvað þarf að gera. Var nýlega heitið háum verðlaunum fyrir hin beztu siðalög fyrir börn og unglinga. Bárust frumvörpin að hvaðanæfa, en þeim, sem bezt þóttu, var dreift um öll Bandaríkin. Stofnunin sendi þessi siðalög útgefandanum ásamt ýmsum öðrum plöggum, og fara þau hjer á eftir í þýð'ingu eftir Magnús Helgason skólastjóra. Er í þýðingunni alstaðar sett: íslendingur fyrir: Amerikumaður. Er margt i þessum bálkum, sem þarft er foreldrum og kennurum að liafa í huga. A. Siðgæðislög barna. Sveinar og meyjar, sem eru góðir íslendingar, reyna að verða duglegir menn og nýtir, þjóð sinni til sæmdar, svo að ísland blessist og blómgist. Þess vegna vilja þan í allri hegð- un fara að dæmiim hinn'a bestu manna. I. Sjálfstjómarlög. 'Góðir íslendingar hafa stjórn á sjálfum sjer. 1. Hafa skal jeg' taumhald á tungu minni; forðast ljótan munnsöfnuð, ósiðleg orð og guðlaus. Jeg skal hugsa áður en jeg tala. Jeg skal segja satt, og ekkert annað en satt. 2. Hafa skal jeg taumhald á skapi mlínu, og ekki reiðast, þó að mjer sárni við menn eða skepnur. Og þó að jeg reið- Íst við raligsleitni og lygum, skal jeg stilla mig.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.