Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.03.1926, Blaðsíða 6
S4 MENTAMÁL 2. Eigi skal jeg óttast aöhlátur, er jeg hefi á rjettu að standa. Eigi skal jeg hræöast aö breyta rjett, þó aö fjöldi geri 'rarígt. 3. Jeg skal vera hugrakkur í háska, þrautum og þjáning- um. Illa hæfir íslendingum hugleysi og kveifarskapur. VI. Lög um skyldurækt. Sá, er sjálfkraía gengur iöjulaus eöa liggur á liði sinu, gerist upp á fjelaga sína og eykur þeim þyngsli ódrengilega. Hann svíkst um aö leggja sinn hluta til heilla ættjaröar sirínar. Jeg skal reyna aö skilja hver skylda mín er, hvað jeg á aö gera til þess að vera góður íslendingur. Og gera skal jeg skyldu mina, hvort sem hún er ljett eða þung. Jeg get gert það seni mjer er skylt að gera. VII. Lög um áreiðanleik. Það er heill og sæmd þjóðar vorrar, að landsmenn megi að fullu reiða sig hver á arínan. 1. Jeg skal þess vegna vera grandvar í öllum viðskiftum og varfærinn í fjármálum. Jeg skal eigi pretta, blekkja nje hafa rangt við í viðskiftum. 2. Jeg skal aldrei gera rangt í því trausti að það komist ekki upp. Jeg get ekki dulið sannleikann fyrir sjálfum mjer. Eigi skal jeg heldur spilla eigum annara marína. 3. Jeg skal aldrei taka leyfislaust neitt sem annar maður á. Þjófur er háskagripur mjer og öðrum. 4. Jeg skal efna rækilega loforð mín. Ef jeg hefi gefið heimskulegt loforð, skal jeg kannast tafarlaust við yfirsjón mína, og reyna að bæta að fullu hvert það tjón, sem af hefir hlotist. Jeg skal stuðla til þess í orði og verki, að mörínum verði óhætt að trúa hver öðrum. VIII. Lög um sannleik. Góður íslendingur elskar sannleik. 1. Jeg skal vera seinn til að trúa grunsemdúm, svó að jeg

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.