Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 4
82 MENNTAMÁL notið ógleymanlegrar gestrisni. Foreldrar og skólanefndir hafa sýnt starfi mínu velvild og áhuga og ekki sleppt neinu tækifæri til þess að ræða um skólamál og uppeldi. Ég hef að mörgu leyti svipaða sögu að segja og Bjarni M. Jónsson námsstjóri sagði þér um daginn: Á mörgum stöð- um hafa skólanefndirnar sýnt lofsverða viðleitni til að laga og bæta sitthvað, sem þeim hefur verið bent á að betur mætti fara, þótt enn séu óteljandi verkefni óleyst á því sviði. En beztu minningarnar frá ferðalagi mínu eru eðlilega heimsóknirnar í skólana og viðtöl við börnin. Það hefur vakið athygli mína, hve margt er í öllum skóla- héruðum af velgefnum og mannvænlegum börnum, sem ástæða er til að gera sér góðar vonir um að verði nyt- samir borgarar í framtíðinni.“ „Hvernig ertu vanur að haga heimsóknum þínum í kennslustofurnar eða skólana?" „Ég hef venjulega byrjað á því að láta börnin skrifa upp orðalistá til þess að kynnast réttritun þeirra og skrift. Á orðalistanum hefur verið 31 orð, meira eða minna vandrituð. Blöðin hef ég síðan tekið, talið réttu orðin hjá hverju barni og metið skriftina. Ég hef borið saman árangur hvers barns frá ári til árs.“ „Hvernig eru börnin á vegi stödd með réttritunarkunn- áttu?“ „Það er geysilega misjafnt. Ég hef ekki prófað börn á öðrum aldri en 10 til 13 ára. Rétt hafa fæst verið 3, en flest 31, það er allur listinn.“ „Það væri fróðlegt að fá að sjá sýnishorn af verkefn- unum.“ „Það er velkomið,“ segir Stefán, tekur upp hjá sér orðalista og les: „maðurinn, bekkurinn, börnin, bókin, kennslustörf, söngur, gæfumaður, gjafir, stofninn, stefnan, teygjuband, kærleikur, ræktun, liturinn, leturgerð, stýrimaður, fimmtu- dagur, Dyrhólaey, Rifstangi, beygingar, bjartsýni, rigndi,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.