Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 14
92 MENNTAMÁIi skólanna í reikningi. Jafnframt hefur hann samið æfinga- bók til þess að nota í sambandi við prófin. Bæði próf- dæmin og æfingabókin hafa verið prentuð í litlu upplagi. Ég hitti Jónas að máli fyrir skömmu til þess að kynn- ast þessum prófum og notkun þeirra nánar. Er það, sem hér fer á eftir, byggt á frásögn hans. Notkun prófanna er á þann veg, að barn, sem lokið hefur við að æfa eitthvað atriði í reikningnum, t. d. ein- faldan frádrátt án þess að þurfa að fá lánað (El. Bj. I. Frádr. 1.—30. d.), fær það prófspjald með 10 tilsvarandi dæmum (Frádr. A I). Geti barnið reiknað öll dæmin rétt, heldur það áfram í reikningsbókinni. Takist því ekki að fá öll dæmin rétt, verður það að reikna tiltekin 32 dæmi í æfingabókinni. Síðan fær það annað frádráttarpróf, sam- svarandi hinu fyrra (Frádr. A II). Fer nú eins og áður; Séu öll dæmin rétt, heldur barnið áfram í reikningsbókinni. en annars reiknar það önnur 32 tiltekin dæmi í æfingabók- inni og freistar síðan prófs í þriðja sinn (Frádr. A III). Sama aðferð er höfð við önnur atriði reikningsnámsins. „Börnunum þykir yfirleitt gaman að þessum prófum,“ segir Jónas enn fremur. „Þeim lærist fljótt, hve áríðandi er, að þau séu af hendi leyst með nákvæmni og vandvirkni. Vinnubrögð þeirra við reikninginn verða öruggari og fast- ari. Þeim skilst, hve nauðsynlegt er að læra hvert smá- atriði til hlítar, áður en lengra er haldið. Þau sjá, að hundavaðsháttur og flasfengni borgar sig ekki.“ Þetta kemur alveg heim við þá reynslu, sem ég hef af notkun svipaðra prófa. Ég tel alveg vafalaust, að kennurum væri fengur í því, að prófspjöld þessi væru gefin út í svo stóru upplagi, að þeir gætu almennt fengið þau til notkunar, og þó einkum æfingabókin, því að kennarar geta heldur búið sér sjálfir til próf, er þeim megi að gagni koma, með litlum tilfærum. Sérstaklega er það auðvelt fyrir þá, sem eiga ráð á litlum fjölrita (hektograf). Ég hef notazt við vélritaða miða.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.