Menntamál - 01.12.1944, Qupperneq 15

Menntamál - 01.12.1944, Qupperneq 15
MENNTAMÁL 191 um að dvelja lengur við það atriði, þótt freistandi sé. Hins vegar skal ég nú þegar víkja að því síðara aðalat- riði, er ég minntist á í upphafi þessa erindis, en það er, hvort tryggingu sé hægt að gefa fyrir því, að hið aukna fjármagn, sem foreldrum er veitt með barnatryggingun- um, fari í reyndinni til bætts og aukins uppeldis í landinu. Fyrir þessu er vitaskuld ekki hægt að gefa neina trygg- ingu. Við getum aðeins stuðzt við þá reynslu, er við höf- um um það, hvernig menn almennt verja tekjum sínum, þ. e. til nauðsynlegra eða ónauðsynlegra hluta. Þótt um þetta atriði megi margt segja, og við séum yfirleitt talin eyðslusöm þjóð og skeytingarlaus um fjár- muni, sýnir þó reynslan, að þar, sem um langt skeið hefur vantað fjármuni til kaupa á nauðsynjum, t. d. fatnaði og húsgögnum, er hinu aukna fjármagni, þegar eitthvað raknar fram úr, a. m. k. jöfnum höndum varið til kaupa á nauðsynjum. Þannig sýnir reynslan, að aukinn kaupmáttur alþýðu- stéttanna s.l. ár hefur fyrst og fremst lýst sér í því, að fjölskyldumennirnir hafa varið fjármunum sínum fyrst og fremst til þess að skinna sig og sína upp, gera heimili sín vistlegri og yfirleitt búa svo í haginn fyrir sig, að þeir geti fremur en áður lifað menningarlífi. Annars játa ég það hreinskilnislega, að þetta atriði, þ. e. hvernig hinu aukna fjármagni verður varið, er stærra og erfiðara viðfangsefni en hitt, að finna fjármagnið og ákvarða að veita því í þennan farveg. Við þurfum ekki að bera neinn kinnroða frammi fyrir fjárveitingarvaldinu fyrir þá ósk okkar, að það yfirfæri eða verji 11 milljónum til aukins og bætts uppeldis á heimilum í landinu, umfram það, sem nú er gert, en við hljótum að játa, að það þarf nokkra djörfung til þess og umfram allt traust og trú á mannlífið sjálft.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.