Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 97 AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: Jón SigurSsson skólastjóri fimmtugur Jón Sigurðsson skóla- stjóri Laugarnesskólans í Reykjavík verður 50 ára 15. maí nú í vor. Á þessu ári hefur hann einnig ver- ið skólastjóri Laugarnes- skólans í 10 ár, svo að vin- ir hans og samstarfsmenn hafa tvöfalda ástæðu til þess að færa honum ham- ingjuóskir og þakka fyrir liðna tíð. Jón Sigurðsson er fædd- ur að Hjartarstöðum á Fljótsdalshéraði. Föður sinn missti hann 9 ára gamall, en móðir hans bjó áfram að Hjartarstöðum, og ólst Jón upp með henni. 13 ára gamall var hann settur í Eiðaskóla, sem þá var bún- aðarskóli, og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. í Kennara- skólann fór hann 1918 og útskrifaðist þaðan vorið 1921, en veturinn 1919—20 var hann ekki í skólanum, heldur \ar hann þá farkennari. Að loknu kennaraprófi fluttist ha.in til Akureyrar, stundaði nám við gagnfræðaskólann þar, en hóf jafnframt kennslu við Barnaskóla Akureyrar.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.