Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 20
98 MENNTAMÁL Haustið 1922 varð hann skólastjóri við barnaskólann í Vopnafirði og var þar í tvö ár, fluttist þaðan til Siglu- fjarðar sem kennari og síðan til Akureyrar árið 1926. Haustið 1930 varð Jón kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík og yfirkennari við þann skóla ári síðar. Skóla- stjóri við Laugarnesskólann varð hann svo haustið 1935. Á árunum 1928—33 dvaldist Jón Sigurðsson erlendis, í Þýzkalandi og Englandi í fjögur sumur, til þess að kvnna sér skólamál og þá sérstaklega hina svonefndu nýskóla- stefnu, sem mun hafa heillað huga hans mjög, einkum í sambandi við smábarnakennsluna. Kynntist hann í Þýzka- landi skólum Schieker’s í Stuttgart og Hamborg, barna- skólum, sem þá voru í miklu áliti, en barnaskóla í London sótti hann á vegum fræðslumálastjórnarinnar. Jón hefur enn í dag hinn mesta áhuga á öllum nýjungum á sviði upp- eldismála, en vill þó umfram allt byggja þær á þjóðlegum grundvelli. Svo sem auðvitað er fylgist hann einnig vel með málefnum stéttar sinnar og er þar öruggur liðsmaður, enda þótt annir dagsins hafi hindrað hann frá að standa þar í fremstu víglínu. Þess má og minnast, að hann átti þátt í útgáfu Menntamála um skeið, áður en Kennara- sambandið keypti ritið. Þetta er í fáum dráttum ytri umgerðin um líf íslenzks sveitadrengs, sem ungur vann þess heit, að halda út í heiminn, vinna sigra, leggja undir sig lönd og gera sitt ýtrasta til þess að frelsa kóngsdótturina fögru úr trölla- höndum. f þetta sinn varð ævintýrið að veruleika. Jón Sigurðsson hefur unnið marga sigra í starfi sínu fyrir uppeldis- og skólamál landsins og hefur eignazt þar sitt ríki, Laugarnesskólann, þar sem hann ríkir með hinni mestu prýði og við vinsældir jafnt frá samstarfsmönnum sem aðstandendum barna þeirra, sem skólann sækja. Starf- ið allt er þó til þess unnið að frelsa kóngsdótturina fögru, íslenzka æsku, úr tröllahöndum fáfræði og misskilinna uppeldisaðferða. Því hlutverki hefur Jón Sigurðsson gefið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.