Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 41
Þuríður J. Kristjánsdóttir, uppeldisfræðingur: Námsmat Vitandi og óafvitandi erum við sí og æ að framkvæma mat og fella dóma. Matið er tíðum flausturslegt, enda gertim við okk- ur oft enga grein iyrir, að það hafi íarið fram. Dómur er felldur: Ég bjó til gott kaffi. Færðin var afleit. í slíkum setning- um felst dómur, og við þykjumst geta kveð- ið upp þessa dóma vegna þess, að við telj- um okkur vita, hvernig gott kaffi er og hvernig góð færð er. Við höfum m.ö.o. ein- iiverja viðmiðun og leggjum svo einhvers konar mælikvarða á verkið, hlutinn eða fyrirbærið. Þessi mælikvarði hins daglega máls er ónákvæmur, enda samanstendur hann af lýsingarorðum, og einn kallar gott Jiað, sem annar kallar dágott. Þess vegna getum við aldrei verið viss um, að aðrir skilji til fulls hvað við meinum, Jjegar við beitum þessuni mælikvarða. Við höfum ólikt nákvæmari mælikvarða, þegar við mælum lengd. Þegar ég segi, að borðplatan í eldhúsinu rnínu sé 60 cm á breidd, Jíá fer ekkert milli mála við hvað ég á, og ekki nóg með J)að, heldur mundi hver sá, sem kann að beita tommustokk, komast að sömu niðurstöðu. í skólanum mælum við líka og vegum og fellum dóma. Mælikvarði okkar Jjar er oftast einkunnastigi í einhverri mynd. Oft- ast er einkunnastiginn talnastigi, stundum orð, en hvort heldur er, ]>á er viðmiðunin oft óljós, og ekki er alltaf víst, að aðrir leggi sama skilning í dóminn og við gerurn sjálf. Eitt af Jn'í, sent gerir okkur erfitt fyrir, J^egar við beitum einkunnastigum okkar, er, að við getum ekki mælt frá kunnáttunni „0“. Að Jjví leyti er einkunnastigi líkari hitamæli en tonnnustokk, að núllpunktur- inn er ekki við upphaf skalans. Hitamælir- inn liefur það hins vegar fram yíir eink- unnastigann, að einingar hans eru jalii stórar. Það er jafn mikil liitaaukning að far úr 20 upp x 30 gráður eins og að i’ara úr 30 upp í 40 gráður. En Jrað er ómögulegt að vita, hvort sýnir meiri framför að fara úr einkunninni 5 í einkunnina 6 eða úr einkunninni 6 í einkunnina 7. Og livað þýðir einkunnin 7 annars? Ef ég fæ eink- unnina 7 í reikningi, dönsku og eðlisfræði, kann ég þá jafnmikið í Jjessum greinum? Og ef ég fæ 8 í íslenzku, 9 í sundi og 5 í söng, og taki ég ekki próf í fleiri greinum, Jrá fæ ég meðaleinkunnina 7,3. Hvað þýðir hún? Hvernig er annars Iiægt að leggja saman sund og íslenzku? Einkunnakerfi Jjað, sem við notum, hef- ur samt marga kosti. Einkunnastiginn 0—10 er einfaldur og Jjægilegur í notkun, menn eru orðnir vanir honum og hafa, þrátt fyrir allt, nokkra tilfinningu fyrir hvað hann Jjýðir á liinum ýmsu skólastigum. Handa- hófslega samin próf draga Jjó oft úr gildi einkunnarinnar. Langoftast byggist einkunn nemandans á úrlausn á skriflegu prófi. Þetta tvennt Jjarf þó engan veginn að fara sarnan. Við getum prófað án Jjess að einkunn komi okk- ur við, og við geturn gefið einkunn án jjess að próf korni til. Tilgangur okkar með prófi er ekki alltaf sá sami. Við prófurn nemendur í upphafi náms til að vita, hvar skal byrja. Slík forpróf ætti að nota meira en gert er til að kynnast stöðu hópsins í MENNTAMÁL 35

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.