Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 5

Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 5
VORIÐ 29 »Segðu henni að hún megi ekki heldur gera það«. Kétí á eftir kallaði Nonni: »Mér er ómögulegt að skrifa nema ég megi hreyfa tunguna.« »Þú mátt til að reyna«, mælti kennarinn. Nonni hristi bara höfuðið og strikin urðu öll skökk, þegar hann mátti ekki nota tunguna líka. í síðasta tímanum sýndi kennar- inn börnunum bókstafina, og Nonni var í sjöunda himni, þegar kom að stafnum b, kallaði Nonni hann d. »Nei, Nonni, þetta er b«, sagði kennarinn. Nonni hugsaði sig um stundar- korn, og sagði síðan: »Eruð þér vissir um það?« »Já, alveg viss«, svaraði kenn- arinn. »En þér hafið ekki sömu bókina og ég með hanamyndinni á«, sagði Nonni, »í þeirri bók heitir þessi stafur d. Það segir Gyða, og hún er orðin níu ára«. Nú var farið að skoða bók Nonna og kennarinn sýndi honum muninn á b og d, þar til hann að lokum lét sannfærast, en sagði samt að síðustu: »Þessir stafir eru alltof margir og líkir hver öðrum. Þegar ég verð stór ætla ég að búa til staf- i’ófskver, og hafa stafina miklu fasrri. Ég ætla að sleppa öllum þessum bognu og hlykkjóttu stöf- um«. Þegar skólanum var lokið þenn- an dag urðu þeir Hans og Nonni samferða heim og töluðu um það sem við hafði borið um daginn. »Ég er nú á þeirri skoðun«, sagði Nonni, að kennarinn hafi haft rangt fyrir sér með b-ið og d- ið«. »Það get ég ekki dæmt um«, sagði Hans, »ég þekki stafina ekki nógu vel til þess. Það er svo ansi erfitt«. »Þú skalt reyna að sofa með stafrofskverið undir höfðinu«, sagði Nonni. »Það ætla ég að gera. Þegar Nonni kom heim, hljóp hann til mömmu sinnar og sagði: »Ég var sá bezti að skrifa strik í skólanum, og ég er búinn að sjá skólastjórann. Ég sit hjá dreng sem heitir Hans, og hann á að vera bezti vinurinn minn fyrir ut'an þig og Gyðu. Má hann ekki koma og heimsækja mig?« Svona lauk fyrsta skóladeginum hans Nonna. (Lausl. þýtt úr »Mit Blad«). ----------o------ Ráöningar á þrautum í síðasta blaði: Felumyndin: Spurningin neðan við myndina átti að vera: Hvar eru hjónin á bænum. — Látið myndina standa á höfði, sést þá bóndinn á milli trjánna, en konan er á milli trjánna á miðri myndinni, þegar hún snýr rétt. Tölumaðurinn: Hann hefur byggt 54 hús. Földu karlmannsnöfnin eru: Eafn, Agnar, Guðmundur, Nikulás, Auðunn, Runólfur, Ragnar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.