Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 7

Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 7
VORÍÐ 31 sKemur þú með peningana?« spurði hann. »Nei!« sagði Pétur hikandi. »Enga afborgun af skuldinni?« »Nei!« »Hvaða erindi áttu þá hingað?« »Ég ætlaði að kaupa mjöl, syk- ur og grjón«. »Kaupa!« hrópaði kaupmaður- inn, »Án þess að hafa penínga! Kallar þú það að kaupa? Það kalla ég að betla!« Pétur stóð hreyfingarlaus fyrir framan skrifborðið. Hann stóð þráðbeinn, en augu hans ‘ lýstu kvíða. »Þá betla ég«, sagði hann, »vegna systkina minna. Það getur vel verið að pabbi þoli veikina; en systur mínar þola ekki að svelta, þær munu deyja«. Kaupmaðurinn var staðinn upp. Hann handlék lítinn pappírshníf, og sveiflaði honum í hendi sinni. »Þú færð ekki svo mikið sem eyr- isvirði af nokkru tægi«, mælti kaupmaðurinn, og rödd hans var nú orðin ákveðin og hörð. »Ef þú kemur með peningana, vinur minn, skalt þú fá vörurnar. Þið hafið lofað að greiða skuldina hvað eftir annað, og nú er nóg komið af slíku«. Augu Péturs lýstu nú ekki leng- ur neinum kvíða en horfðu fast og rólega á kaupmanninn. »Við höfum verið óheppin með kindurnar okkar þetta ár, og afl- inn hefur brugðizt, en eftir sex rnánuði skulum við greiða skuld- ina. Ég er ráðinn á skip og þér skuluð fá hvern eyri sem ég vinn mér inn«. Kaupmaðurinn hristi höfuðið. »Það situr við það sem ég hefi sagt. Ef þú getur greitt vörurnar getur þú fengið þær. Þið hljótið að þekkja einhvern, sem getur lánað ykkur fáeinar krónur«. (Frh.). BRÉFAVIÐSKIFTA við jafnaldra sína úti á landi óska: Jón Herbert Jónsson, 12 ára, Gránufélagsgötu 39, Akureyri. Jón Stefánsson, 12 ára, Lækjargötu 22, Akureyri. Bjargsig' í Færeyjum.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.