Vorið - 01.12.1969, Page 7

Vorið - 01.12.1969, Page 7
u,'inn til þess að láta hann lesa. En prest- urinn var nú samt sem áður allra bezti Uiaður og hafði alltaf verið fjarska góð- Ur við Sigga litla. Þegar Siggi væri orð- lun stór, ætlaði hann sjálfur að verða Prestur og syngja í kirkjunni, klæddur ^vítri skikkju og rauðum hökli með logagylltum krossi. Það mundi verða ganian. — Og ekki ætlaði Siggi að Verða strangur við litlu börnin, sem 8engi illa að lesa. Nú liðu nokkrir dagar og Siggi var ^arinn að hlakka ákaflega mikið til jól- anna. Honum fannst líka allt og allir Vera svo glaðir. En Siggi litli var ekki aðeins glaður vegna jólanna, heldur líka vegna þess, að hann hafði keppzt við að vera góða barnið þessa daga — og tek- izt það. Hann hljóp allar sendiferðir með ljúfu geði, og stafaði eins og hann ætti von á prestinum á hverri stundu. Hann dustaði af sér snjóinn og þurrkaði svo vandlega af fótunum á sér á striga- dulunni í göngunum, að helzt leit út fyr- ir, að hann ætlaði að gatslíta hvort tveggja, skóna og duluna. Sér voru nú hver ósköpin. Og í dag hafði amma loksins sagt, að hann væri góða barnið og svona ætti hann alltaf að vera. Og Siggi var glað- VORIÐ 149

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.