Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1924, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1924, Blaðsíða 6
82 BJARMI Konráð litli. Konráð Iitli var fárveikur; dögum saman bafði hann búist við að engl- arnir kæmu þá og þegar að sækja sig. Mamma hans hafði sagt honum frá þeim, en pabbi hans var drykkju- maður, og drykkjumenn tala ekki um engla. Pá var það seint um kvöld, er pabbi hans var nýkominn heim ölv- aður, að Konráð vaknaði við að pabbi hans sagði: »Það er ekkert »pláss« i rúminu fyrir stráknum.« Þá lagði Konráð hendur um háls pabba síns og mælti: »Vertu þolinmóður við mig, pabbi minn, englarnir fara að koma og sækja mig, og þá máttu fá »p!áss- ið« mitt«. Pabbi hans bætti undir eins öllum ónotum, og það rann af bonum öl- viman, en hann gat ekki sofnað, og Konráð gat það ekki beldur. En nú fóru bæði hjónin að bjúkra honum. Faðir hans tók hann í fang sjer með- an mamma hans hagræddi sængur- fatnaðinum. Konráð stundi upp þakk- læti, en endurtók á eftir orð sín, að bráðum skyldi pabbi hans fá nóg rúm. Um nóttina elnaði veikin og óráð sótti á hann, og þá var hann ýmist að tala um englana eða biðja pabba sinn að fyrirgefa hvað mikið færi fyrir sjer. Pær bænir voru tins og hamars- högg fyrir hjarta föður hans. Hann ýmist æddi um gólfið eða laut að barninu f mikilli geðshræringu. Loks varpaði hann sjer á knje við rúm- stokkinn. Hann bað um miskun og náð. Minningar, ataðar synd og myrkri, hvisluðu: »Þú færð aldrei fyrirgefn- ingu. Þú ert og verður lastaþræll, og það heyrir engin bæn þína.« — Ang- istarhrollur fór um hann allan, og enn tók hann að æða um gólfið. Kona hans, örþreytt eftir margar and- vökunætur, grjet við hlið barnsins. Enn fjell faðir Konráðs á knje. Úr djúpinu kallaði hanu, og smám- saman komu vonargeisiar. »Jesús dó til að frelsa syndara,« hann hafði lært þessi orð í hugsunarleysi fyrir löngu, nú mintist hann þeirra og treysti þeim; innan stundar snerist neyðaróp hans í þakkarorð, og fyrir- bæn fyrir drengnum. Pað bráði ofurlítið af Konráði litla. »Pabbi, ertu hjerna? Haltu í hend- ina á mjer.« Pá tók hann drenginn i faðm sjer og sagði grátandi: »Elsku litli vinur minn. Fyrirgefðu hvað jeg hefi verið vondur við þig, þegar jeg hefi verið drukkinn, en nú skal jeg aldrei fram- ar bragða áfengi. Jeg ætla að vera Guðs barn eins og hún mamma þin og þú. Jeg held að Guð sje búinn að fyrirgefa mjer. Og þá komum við bæði, mamma þín og jeg, til þfn bráðum heima bjá Jesú og öllum englunum.« — »Ó, hvað það er gott, elsku pabbi minn. Jeg skal segja englunum lrá þvf. Og þá verðurðu altaf góður við hana mömmu. Mjer leiðist þegar mamma grætur. Pú þerrar þá tárin hennar mömmu.« Konráð litli stundi þessum orðum upp með hvíldum. En rjetl á eftir lagði hann saman lófana og mæiti: »Nei, mamma og pabbi, sjáið engl- ana! Nú eru þeir komnir að bera mig til Jesú.« — Og um leið tók hann andvörpin. — — En foreldrar hans segja, að engl- arnir hafi aldrei horfið frá þeim síðan. Sra Sigurjón Árnason var nýlega kosinn prestur i Vestmannaeyjum með öllum þorra atkvæða.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.