Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1924, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.05.1924, Blaðsíða 7
BJARMi 83 Þriðja skotið. Sagan gerðist að næturþeli í vondu veðri á Norðursjónum eitt ófriðarárið. Enskt herskip var að fylgja nokkrum flutn- ingaskipum frá Noregi til Englands. Alt í einu varð samt eitt skipið fyrir neðan- sjávarskeyti og tók að sökkva. Björgunar- bátar voru á augabragði komnir á flot og norska skipshöfnin komin eftir örstutta stund um borð i herskipið. En þá var eins hásetanna saknað. Hvar getur hann ver- ið? Er nokkur timi til að bjarga honum? Ætli hann sje lifandi? Pær spurningar ráku hver aðra. Jörgensen skipstjóri kallaði pá til allra manna sinna og mælti: »Veit nokkur ykkar um liann Óla? Hvar er hann?« »Já, herra skipstjóri. Hann er víst sof- andi í bóli sínu,« svaraði pá einn háset- inn. »Hvar er rúmið hans?« »Við priðja glugga á stjórnborðshlið.« »Ertu viss um pað?« »Já, alveg viss.« Björgunarbátar Norðmanna ilutu við herskipshlið og Jörgensen skipsljóri flýtti sjer í einn þeirra með nokkra menn, og rjeru þeir brott að norska skipinu, sem pegar var háiíTult af sjó. Svo sem 10 metra frá skipshliöinni skipaöi Jörgensen að nema staöar. »Við hvern gluggann er rúm- ið hans Óla?« spurði hann, um leið og hann tók upp skammbyssu. »Við priðja gluggann á stjórnborðshlið« var svarið. Sjórinn var kominn upp undir glugga og öldur ijeku lausum hala. Skipstjóri miðaði á gluggann og hleypti af, en misti marks. Báturinn valt á bylgjunum. »Reyn- ið að hafa bátinn stöðugan« sagði hann og hleypti af aftur, en það fór á sömu leið. — En við þriöja skot fór rúðan í mola, og að vörmu spori leit Óli út sem vaknaði við vondan draum. »Stöktu upp, skipið sekkurl« hrópaði skipstjórinn, og Óli hafði aldrei flýtt sjer eins mikið á æfl sinni, upp stigann og á höfuðið út fyrir borðstokkinn og á hraðsundi að bátnum, alt i einu vetfangil Pannig björguðust peir allir, pótt liurð færi nærri hælum Óla. Fáeinum augna- blikum siðar fylti sjór klefa hans og pá hefði björgun komið ofseint. Enga sök átti hann sarat sjálfur á hættunni, og pótt hann svæli, var hann vel að þeirri hvíld kominn. Mörg sálin sefur í synd og er að sökkva í spillingardýpið. — En eru það ekki sjálfsskaparvíti? Segir ekki samviskan: »Flýttu þjer, skipið þitt er að sökkva?« — Hefir ekki verið »skotið á rúðuna« til vakningar mö'gum sinnum? — Hver get- ur neitaö því? — Guð hefir kallað til þin siðan þú varst barn. Endurminningar um barnabænir og fermingarundirbúning, end- urminningar um sorg og gleði, tala skýrt og ákeðið við þá, sem syndin hefir ekki stungið svefnþorn. Sá, sem ekki vill vakna, ekki vill sjá hættuna, hann lítilsviröir Guð, og fremur andlegt sjálfsmorð. Jafnvel þessi aðvörunarorð. sem þú lest nú, geta sýnt þjer sem sofið hefir, að Guð vill trufla svefn þinn. Óli vaknaði ekki fyr en við þriðja skot skipstjórans. — Vera má að þessar línur sjeu þriöja skot- ið, hinsta vekjandi ávarpið, sem nær sam- visku þinni og reynir að koma þjer á fætur og litast um, fá þig til að varpa þjer allslausum i náðardjúp Drottins. — ! Önuur »skot«, aðrar aövaranir og áskor- anir hafa orðið árangurslausar. Ástvinur þinn andaðist. Söknuður þinn var svo sár, að þú vilt helst ekki á það minnast. Þjer mun hafa komið í hug við bana- beðinn eða likkistuna, að þú ættir að undiihúa sjálfan þig undir brottförina, og snúa þjer til Guðs? — En viðkvæmni er ekki afturhvaif, og skömmu siðar var andvaraleysið sem áður. Veikindi settust að bjá þjer, þú fanst að kraftarnir rjen- uðu, og þjer kom i hug: Ætli þetta sje brottfararskipun? — Pú skelfdist, því að farareyrir var enginn, og landið ókunn- ugt hinum megin. — Hcilsan smákom aftur, og þá varpaðir þú öllum »heila- brotura um annað lif« frá þjer, — eða hvað? — Pú munt ekki eiga von á neinni banalegu, •— og því síður snöggri, óvæntri brotlfararskipun, — eða þjer er sama hvað um þig verður? Sje svo, er auðvit- að ekki ástæða lil að tala um þessi efni. Eftir þriðja skotið hrópaði skipstjórinn. wStöktu upp, skipið er að sökkval« Há- setinn hlýddi því tafarlaust, og því komst hann af. — Óhlýðni hefði orðið hans bani, og heíði verið hrein fásiuna, geng- ið brjálsemi næst. — En eru þeir ekki enn fávitrari sem óhlýðnast Guði? — Sú óhlýðni er í raun og veru illkynjuð brjál- semi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.