Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 4
36 B J A R M I % berast frá þessum stað að hásæti Guðs í lofgerð, bæn og þökk. — Það er nú viðurkent eðlislögmál tóna, að þegar einn skýr tónn er sleginn fram af hljóðfæri, þá óma aðrir samræmistónar undir, ógrein- anlegir flestum, en gefa þó höfuð- tóninum fyllingu sina og tegurðar- gildi. 1 líkingu við það vil jeg segja: Um leið og þetta hús bergmálar Guðs lof, ómar undir, þótt ómerkj- anlegt sje, viðurkenning til þeirra, sem bygðu upp hinn bergmálandi múr og evkur vegsemd Guðs. Frh. Jónas Lauritz Idemil Lie. (6. nóv. 1833. — 5. júlí 1908). Þannig hét hið mikla sagnaskáld Norðmanna fullu nafni. En Jónas Lie var hann að eins jafnan kall- aður. Var hann ekki að eins helzti skáldsagnahöfundur í Noregi á nít- jándu öldinni, heldur einnig meðal mestu þesskonar skálda, hvar sem leitað var samtímis. Hann var þeirrar hamingju aðrijótandi í lífinu að geta varið mestum hluta æfi sinnar til þess að hugsa og rita, — þó að hann hins vegar — sem flestir þvílíkir menn, — hlyti að ganga í gegnum margar og miklar raunir, áður en hann kæmist til fullra valda í riki bókmenntanna. Hann var stórvirkur, alvörumikill og heilbrigður rithöfundur. Sigldi hann hugsanadreka sínum djúpt og vítt í andlega víkíngu um haf lífs- ins. Mun hann jafnan bera hátt í lyptingu á skáldaskeið Norðmanna. Samúð með lífinu, sorgum þess og þrautum, einkenna hugsunarhátt hans. Kallaður hefir hann verið skáld heimilanna, fyrir sakir skiln- ings hans og hluttekningu í lífi manna, sem þar ala aldur sinn, og verja sér opt mjög til að ganga sigrihrósandi af hólmi í orustu ör- laganna. Það er lakur skúti, sem eigi er betri en úti — á öræfum ævinnar; heima er þó skjól — af- drep. — Stundum landej1', lundi gróin í sandóveðrinu: — Barri þar sem Freyr og Gerður fundu eiga, að umliðinni hánóttu hríða. En þegar til alls kemur, þá er þó halur heima hverr — og slíkt es válaðs- vera. — Jónas Lie reit margt um sæfarir og baráttu manna við ægi. Virðist hann skilja manna bezt hætturnar og erfiðleikana, sem sjólífinu eru samfara, — enda ól hann um skeið aldur sinn í námunda við þann volduga vettvang. Fegar hann reit höfuðrit sín, átti hann sér opt veru í Vrá forsæludals tilverunnar, og þaðan skaut hann skygnum sjónum yfir húm-svið heims. Þóttist hann þann veg ná fyllra og sannara skilningi á lífs leiknum. — Kvæðið »Jól«, sem hirtist í jóla- blaði Bjarma nýverið, sýnir gjörla afstöðu hans til kristindómsins og skilning hans á nauðsyn komu frelsarans í heiminn, vegna mann- lífsins og sannrar menningar ver- aldarinnar. Kvæðið er ágæta vel gert að skipulagi og hugsun. Undir- staðan er traust, samanburðurinn fullkominn og sannfærandi. t*að er í þremur þáttum; horfir skiftingin skýrt við. Rís það smámsaman til áreiðanlegs sögudóms og fullnaðar niðurstöðu. Myndin er glögg og óyggjandi; litablöndunin nákvæm og áhrifamikil; línum Ijóss og skugga skarpt og rétt skipað. Ekki er óljóst né dulið. Að endingu um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.