Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1930, Blaðsíða 8
40 B J ARMI Sýnir spámannsins. (Jes. Spádómsbók). Jeg hlusta á spámannsins eldþrungnu orð á aldanna morgni, sem flugu’ yfir storö sem frelsisins vorboöar fríðir. Með himneskum krafti hann hefur sitt mái, er hljómar sem þruma og lýsir sem bál. um ókomnar, eilífar tíðir. Hann kallar af svefni hinn sundraða lýð. Hann segir þeim fyrir um ógnir og stríð og vaxandi vatnanna þunga, sem komi’ yfir landið og þjóðina þá, er þrjóskaðist löngum og Guði vjek frá. Hann áminnir gamla og unga. Hann stóð þar sem Kerúb svo helgur og hár, í hjartanu bar ’ann þó ógurlegt sár, hann sá fyrir þjóðanna þrautir; já, langt fram í aldir sem logandi blys, þar lýsti’ honum yfir fólksstrauma’ og þys, um grýttar og blóðugar brautir. Hann fláráða, drambláta fólkvalda sá, sem fara með grimd yfir lönd og um sjá, sem eyðandi, logandi eldur. Og Líbanon fellur með laufskrúðið bjart, svo leikinn er Júda og ísrael hart. Peim synd þeirra sárunum veldur. Pað birtir og lengra og lengra hann sjer, því ljós yfir gjörvalla jöröina fer og meinþrungnu myrkrunum eyðir. Af Ísaí stofni vex álmur svo vænn, með allaufga krónu, svo fagur og grænn, og greinar mót Guðs faðmi breiðir. »Ó, gleðstu nú lýður, því gefin oss er sú guðhetjan fríða, sem þráð höfum vjer og nú er oss Guðs ríkið nærri. Sjá, hertoga lífsins á hátignarstól, hjálpráðið eilífa, friðarins sól. Já, dýrð hans er himnunum hærri. Alt ranglæti eyðist og rjettlætið grær, því röðullinn kærleikans fagur og skær, er risinn úr djúpinu dökkva, og skin yfir alheim með geislandi glóð, því guðhetjan sigrar hverja’ einustu þjóð. Á flótta þá heljarvöld hrökkva. En aftur mun skyggja hjá ísraelslýð, sem ei hefir þekt sína vitjunartíö, og það veldur þyngsta meini. Og þrenging og dauði og sundrung og sorg, mun sent yfir Jórsala-heilögu-borg. Par verður ei steinn yfir steini. Pað blasa við þúsundir útlegðarár, með ógnir og raunir og blæðandi sár, sem talið fær engin tunga. — En auga Guðs vakir um eilífð og sjer hvert auga, sem grætur.hverthjartasember sín mein og þjáninga-þunga. Pað birtir um síðir. — Jeg sje það í dag, og sungið mun verða hið dýrasta lag, því burt er nú blæjan, sem hylur. Og svift er af þjóðunum þrengingahjúp, og þá verður brúað hið ómælda djúp, sem leiðir lýðanna skilur. Pá konungur himnanna kemur í dýrð og krafti og tign, sem verður ei skýrð og sameinar sundraða lýði. Og þá verður friður um aldir og ár, afmáður dauði og þerrað hvert tár, því lokið mun lýðanna stríði. Já, elskan og náðin mun sigra um sið. Jeg sje að hún kemur sú blessaða tið, því fagnið þjer friðkeyptu bræður. Og Guðs ríki ljómar sem geislandi sól og guðhetjan mikla á alveldisstól að eilífu ríkir og ræður. 1929. Sumarliði Halldórsson. Til kristniboðs: Austan úr Norðfirði 15 kr. Hjón í Bolungarvík og drengir þeirra 50 kr.; J. J. Ártúnum 5 kr.; sr. Ó. V. Fellsmúla 20 kr.; S. G. Hofsós 10 kr.; sr. M. B. Prestsbakka 6 kr. 40 au., (áður 43,60 kr.). Til Prestlaunasjóðs Slrandarldrkju: Kona vestan hafs 22,50 kr.; N. N. 10 kr. Hvort- tveggja afh. af Ögm. Sigurðssyni skólastjóra. / Jólakveðjusjóð: B. E. Miðengi 2 kr. Til Elliheimilisins: Baldvin, Edmonton 2 dollarar. Vinir blaðsins eru beðnir um nöfn nýrra kaupenda sem fyrst. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gíslason. Prentsmiðjan Gutcnberg,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.