Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1998, Page 20

Bjarmi - 01.03.1998, Page 20
I i Guðniundur Karl Brynjarsson v— Æ Biblfulestur: Nehemfa 1 Með fyrirheit Guðs 1 farteskinu argar þeirra bæna, sem skráðar eru í Biblíuna, lifa enn í dag á vörum hinnar biðjandi kirkju Krists, bæði í helgihaldi hennar og eins í bænalífi einstaklinga. Frægust þeirra er að sjálfsögðu bænin sem Drottinn kenndi lærisveinum sínum, Faðirvor (Mt. 6.9-13). Einnig mætti nefna miskunnarbænina, Kyrie (Mt. 20.29-34; Mk. 10. 46-52; Lk. 18. 35-43), sem beðin er í hverri messu um heim allan, að ekki sé talað um fjölmargar þekktar bænir Davíðssálmanna. Bænir þessar eiga það sameiginlegt að vera fremur stuttar, skýrar og almennar og margir læra þær auðveldlega utanbókar og tileinka sér sem þær væru þeirra eigin. Sú bæn, sem hér verður til umíjöllunar, er ekki af þessum toga. Hún er hvorki stutt né auðlærð og auk þess var hún beðin í sérstökum sögulegum aðstæðum sem eiga aldrei eftir að endurtaka sig. En sé uppbygging hennar skoðuð kemur í ljós að margt má af henni læra. Þessa bæn er að finna í einni af bókum Gamla testamentisins, Nehemíabók. Nehemía þessi leiddi þjóð sína (gyðinga) til að reisa aftur múra Jerúsalemborgar en þeir höfðu verið brotnir til grunna i kjölfar herleiðingarinnar til Babýlón 587 f.Kr. Frásaga Nehemíabókar hefst í borginni Súsa, þar sem Antarxerxes I. Persa- konungur hafði vetursetu, líklega í nóvember eða desember árið 446 f.Kr. (140 árum eftir herleiðinguna og rúmum 90 árum eftir heimkomu þeirra sem sneru aftur heim úr henni). Hinn ungi Nehemía, byrlari af gyðinglegum ættum í þjónustu konungs, fregnar að ekki sé allt með felldu í Jerúsalem, borg forfeðra hans. íbúar borgarinnar þurfi að þola mikla smán af hálfu nágranna sinna og séu varnarlausir því að múrar borgar- innar séu brotnir og borgarhliðin í eldi brennd (Neh.l. 1-3). Segja má að það mikla endurreisnar- starf, sem framundan var, hefjist með þvi að Nehemía fór á hnén og bað þá bæn sem hér er til umfjöllunar. Nú bið ég þig, lesandi góður, að ljúka upp Biblíunni og lesa bæn Nehemía (Neh. 1. 4-11) áður en lengra er haldið. Sumir líkja upphafinu á hæn Nehemía við upphaf Faðirvorsins en Ijóst er að Nehemía biður pó á allt öðrum nótum. Hann beinir ekki orðum sínum að Ijúfum föður á himnum, heldur miklum og ógurlegum Guði sem umfram allt er fullkomlega réttlátur og miskunnsamur.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.