Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 26
Jóhannesarguðspjalls: „TIL ÞESS AÐ HEIMURINN VITI." Hver dagur byrjaði með bænastund, síðan komu frásagnir frá fulltrúum erlendra þjóða, Biblíulest- ur, uppfræðsla og annað efni tengt Gíd- eonstarfinu. Á kvöldin samanstóðu stundirnar af Biblíulestrum, frásögum, söng og vitnisburðum frá fólki sem hafði Barna- og unglingadagskráin hófst þegar fimm dagar voru eftir af mótinu. Fyrstu tveir dagamir höfðu farið í skoðunarferð í að- alstöðvamar og var það mjög ánægjuleg ferð, einnig fyrir okkur unga fólkið. Við skráðum okkur öll í hóp 18 ára og eldri en öllum börnunum var skipt niður í mismunandi aldurshópa. í fyrstu bjugg- umst við ekki við að okkar hópur yrði fjölmennur vegna aldursins en þar skjátlaðist okkur verulega. Á degi hveij- um voru allt að 80 manns héðan og þaðan í heiminum mættir í hópinn. Leiðtogar okkar voru hjónin Glenn og Peggy sem eru frá Norður-Karólínu og vom þau bæði alveg frábær í að starfa með ungu fólki. Við hittum hópinn okkar fyrst um kvöldið og þar talaði Gídeonfélagi um efni sem hét „Faðir þinn eða afi“ þar sem flestir á mótinu áttu annað hvort eignast trú á Jesú Krist við lestur Guðs orðs sem dreift hafði verið af Gídeonfé- lögum (sjá grein Önnu). Biblíulestramir kvölds og morgna voru í höndum dr. Woodrow Kroll en hann er predikari sem rekur kristilegar útvarpsstöðvar víðs vegar um heiminn. Það var hrifandi að hlusta á hann og mjög uppbyggilegt. afa eða pabba í Gídeon. Eiginlega erum við ekki alveg viss út á hvað þessi hug- leiðing gekk því við komum allt of seint af því að við vorum svo lengi að finna salinn sem við áttum að hittast í. Það var svo sannarlega ekki allt auðfundið í þessu vægast sagt risa-hóteli. Eftir þetta tók Glenn við og fómm við í ýmsa leiki og síðan var hann með hugleiðingu sem var alveg mögnuð. Hann talaði út frá sögunni um Adam og Evu og snart þetta okkur öll mjög mikið og vissum við að framhaldið yrði afar spennandi. Næstu dagar báru ýmislegt í skauti sér. Við hittumst alltaf eldsnemma á morgnana, tilhúin að takast á við dag- inn. Hver dagur hófst með því að raðað var niður í skólabílana og þar fengum við stundum að bíða í 40 stiga hita í brúnum leðursætum, yndislegl fyrir okkur íslendingana! Dagskráin var mjög fjölbreytt og skemmtileg og fórum við Um hádegisbilið á hverjum degi var haldin útisamkoma í miðborg Nashville. Meðan á samkomunum stóð fóru hund- ruð Gídeonfélaga og dreifðu smáritum og Nýja testamentum og vitnuðu fyrir fólk sem var í hádegismat. Á föstudagsvöldinu var hátíðarsam- vera, „Pastors Appreciation Banque", m.a í siglingu á gufuskipi, í öldusund- laug, í skemmtigarð og á skauta og við skoðuðum risa-helli. Næstsíðasta kvöldið var veisla. Þar borðuðum við öll saman og síðan var haldin hæfileikasýning og þar létum við íslendingingamir okkar ekki eftir liggja. Öll kvöldin talaði og uppfræddi Glenn okkur og við sungum einnig mikið. Síð- asta kvöldið var þó alveg einstakt. Eftir að Glenn hafði lokið máli sínu gaf hann orðið laust. Margir unglinganna notuðu þá tækifærið og stóðu upp og fluttu vitnisburð. Rúsínan í pylsuendanum var síðan bænastundin í lokin, allir stóðu saman í hring og héldust hönd í hönd og svo var beðið á öllum heimsins tungumálum. Þetta er eitthvað sem maður upplifir aðeins einu sinni og hafi maður einhvem tímann verið í vafa um að Guð sé til þá var það alla vega ekki þetta kvöld. Við eignuðumst íljótt frábæra vini og vorum við þrjú allaf með átta öðrum krökkum sem voru frá Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Finnlandi. Við áttum alveg frábærar stundir saman og söknuðurinn var mikill þegar mótinu lauk. Það var einstakt að fá að upplifa þetta mót og þessari ferð gleymum við seint. Það var einnig stórkostlegt að fá að fylgjast með fullorðna fólkinu sem sam- an var komið á þessu stóra hóteli. Á tímum sem þessum getur maður ekki annað en hugsað um það hvað við eig- um stórkostlegan og máttugan Guð. Guð sem í upphafi útvaldi litla þjóð en er nú lofaður í öllum heiminum á öllum heimsins tungumálum. Það er Guð sem er svo sannalega vert að vinna fyrir. Erla Björg og Rannveig Erla Björg, Rannveig og Kjartan með góðum vinum í Nashville. Gídeonmót í Nashville 1999 Frábær unglingadagskrá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.