Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.2000, Blaðsíða 27
Sigurjón Arni Eyjólfsson Ef við skoðum mynd Islendinga af Lúther í gegnum tíðina þá sjáum við t.d. í predikunum að huggun fagnaðarerind- isins er rauður þráður í þeim öllum. Framsetningin er auóvitað önnur hjá Jóni Vídalín en Jóni Helgasyni. En þetta er rauði þráðurinn og áherslan á hinum lútherska boðskap mjög sterk. Endur- uppgötvun eóa túlkun Lúthers á fagnað- arerindinu festir því mjög vel rætur í ís- lensku samfélagi. Mynd Islendinga af Lúther getur hins vegar verið misjöfn og jafnvel neikvæó, en við höldum eftir boð- skapnum þó við kennum hann e.t.v. ekki við hann. Þetta er í rauninni mjög ein- kennileg þverstæði í mynd íslendinga af Lúther. Honum er jafnvel eignað ýmis- legt sem hann barðist á móti og í stað þess að leggja áherslu á boðskap hans um náó, kærleika og fyrirgefningur er tal- að um hann sem dómspredikara sem hafi fyrst og fremst talað um synd, djöful og dóm. Á guðfræði Lúthers eitthvert erindi við íslendinga við upphaf21. aldar? - Guðfræði Lúthers er svo samofin boðun fagnaðarerindisins að þaó er ekki að ófýrirsynju að hann er stundum kall- aður Ijósberi fagnaðarerindisins. Hann er boóberi þeirrar huggunar sem við finnum í Jesú Kristi. Sá boðskapur er þess eðlis að hann er samtvinnaður kristinni trú og hún á vissulega erindi við nútímann. Svarið er því tvímælalaust já. Styrkur kenningar Lúthers er áherslan á að hjálpræðisverk Jesú Krists erfyrir mig gjört. Ef við hugum aðeins að nútíman- um þá virðist maðurinn ekki bara eiga í erfiðleikum með umhverfi sitt, heldur einnig sjálfan sig. Sumir tala um að sjálf- ið sé týnt, maðurinn hafi týnt sjálfum sér. í fagnaóarerindinu er hann kallaður til ábyrgóar, hann er kallaðurtil sjálfs sín og því má segja að hann finni sjálfan sig í þessu kalli. Fagnaðarerindió veitir mann- inum náð, leysir hann úr ánauð og gefur honum nýja stöðu. Um leið er kall fagn- aðarerindsins samfélagsmótandi. Lúther talar ekki um kirkjuna sem stofnun held- ur leggur hann áherslu á söfnuðinn. Maóurinn er með fagnaóarerindinu kall- aður ásamt öðrum sem búa við sömu aðstæóur. Það rýfur firringu mannsins og einangrun inni í sjálfum sér og leiðir hann til samfélags með öórum. Fagnað- arerindið er því samfélagsskapandi og á tvímælalaust erindi við nútímann sem einkennist oft af firringu, einangrun og einsemd fólks. Nú er íslenska þjóðkirkjan evangelísk- lúthersk kirkja. Hvernig hefur henni gengið að viðhalda hinum lútherska arfi að þínu mati? - Boðun fagnaðarerindisins er alltaf mikið streð og erfitt að halda út. Eg held þó að í gegnum tíðina hafi þetta tekist þokkalega þótt auóvitað megi finna dæmi þar sem eitt og annað hefur skyggt á fagnaðarerindið. Við förum nú mjög hratt inn í samfélag fjölhyggjunnar. Hingað til höfum við haft þjóðkirkju sem hefur verið ráðandi í trúarefnum og ekki hægt aó tala um eiginlega samkeppni á því sviði. Þetta er að breytast smám saman og við munum e.t.v. einnig sjá meira skeytingar- eða sinnuleysi gagnvart trúnni. Þaó er þó ekki endilega víst og það má einnig sjá teikn í hina áttina. Kirkjan þarf auðvitað að meta nýjar aó- stæóur og bregðast við þeim og ég held að hún eigi einmitt fullt erindi inn í þess- ar nýju aðstæður með hinn lútherska arf í farteskinu. 2.7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.