Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 12
ÆSKAN Seglbátur. Flestum drengjum þykir bátar einhver hin skemmtilegustu leikföng. Það er lika verulega góð skemmtun að setja báta sína á flot á hæfilega stór- um tjörnum og lónum og láta þá sigla i hæfilegum byr. Tjörnin verður að heimshafi, vikin og víkurn- ar að fjörðum og flóum í framandi löndum og skipin özla þöndum seglum á milli þeirra með dýr- mætan varning. En það sézt fljólt, að þau sigla ekki öll jafn vel*. Sum rista öldurnar beina leið til fyrirheitna lands- ins, liáreist og tíguleg, en önnur fletur út á hlið eins og koppa. Það er vandi að smíða góðan segl- bát. Nú flytur Æskan mynd af laglegri fleytu, sem sæmilega laghentir drengir ættu að geta smiðað, ef þeir vanda sig, ekki sízt ef þeir gætu fengið til- 10 sögn hjá einhverjum fullorðnum, sejn kann að smíða. Efnið ætti að vera vel þurr furu- kubbur, belzt kvistalítill. Þú sérð á teikningunni, að lengdin á að vera 60 cm, breiddin 13 og hæðin 15 cm. (Mynd 1. A.) Ekkert er því til fyrir- stöðu, að báturinn sé annað bvort stærri eða minni, en þessi stærða- hlutföll þurfa að lialdast milli lengdar, breiddar og hæðar. Erfið- ast er að láta liliðarnar vera sam- svarandi. Bezt er að teikna þilfars- flötinn á blað. Dragðu fyrst miðlín- una (III. mynd), og verða 6.5 cm hvorum megin við hana. Síðan dregurðu þverlínu þar, sem bátur- inn er ln'ciðastur. Ef þú berð stærð- irnar á I., II. og III. mynd saman við mælikvarðann neðst á mynd- inni, sérðu, að þverlínan á að vera 27 cm frá stafni, en siglutréð 25 cm. Mælikvarðann verðurðu alltaf að nota þar, sem mál eru ekki skrif- uð við myndina (t. d. stýrið, seglið og reiðaslána). Teiknaðu nú fyrst aðra hlið þil- farsins á blaðið, brjóttu það svo um miðlinuna og klipptu eftir teiknaða strikinu. Þá verða báðar liliðar eins, og þú getur strikað með blýanli á þiíl'arið eftir sniðinu. Næst lækkarðu bátinn um miðjuna og vandar þig við að fá öldustokkinn fallega sveigðan. Báðir stafnar eiga að vera lítið eitt hærri en miðþiljurn- ar. Næst er að liola bátinn innan, og reyndu að liafa súðina svipaða á þykkt. Á IV. mynd sérðu, að gróp á að gera meðfram öldustokknum alla leið, og þilfarið á að hvila á stallinum. Það á að vera dálítið kúpt, og kítti þarf að leggja í grópið, svo að ekki leki. Kjölinn (B á I. mynd) er bezt að skrúfa fastan ofan frá í gegnum botn bátsins. Nauðsynlegt er að bafa blý neðan á kilinum, til þess að gera bátinn stöðugri. Svo býrðu þér til króka og lyklcjur úr vír, til þess að festa slýrið, beitiásinn við siglutréð, stögin við öldustokkinn og stafninn (II. mynd). Siglutréð á að Iiallast aftur lítið eilt og verður að standa niður í botn. Brenndu gat á siglutréð fyrir reiðaslána og gerðu Iiana úr stálvír eða rifi úr ónýtri regnlilíf. Bezt er að festa seglið við sigl- una og beitiásinn með beygðum látúnshringjum,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.